Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 12
Ræft við Valdimar Björn Valdimarsson frá Hnífsda! ^ ForeWrar Valdlmars B. Valdi. marssonar — Björg Jónsdóttir, fædd 1864, og Valdimar Þorvarösson, fæddur 1864. Harmsögulegt æðarkolludráp, sem kostaii lífshamingju ástvina Hnífsdalur er lítið dalverpi vest- an vert við Skutulsfjörð. Þó eru í honum nokkrir bæir. Vestast er Fremri-Hnífsdalur, þar fyrir neð- an Bakki, en gegnt Bakka, hinum megin árinnar er Hraun. Á öllum þessum bæjum hefur verið búið úrtakalítið fram á þennan dag. Neðst í dalverpinu er svokallaður Heimabær, en það er í raun og veru ekki annað en gælunafn því að frá fornu fari hét hann Neðri- Hnífsdalur. Hér situr þú andspænis mér öldung'ur á öðru árinu yfir áttrætt, en svo hress og kviklegur, að mað- ur 'gæti auðveldlega trúað því, að hann væri sjotugur, eða jafnvel tæplega það. Hann heitir Valdi- mar Björn Valdimarsson oig fædd- ist að Bakka í Hnífsdal 11. sept- em'ber 1888. Foreldrar hans voru Björg Jónsdóttir, skipstjóra frá Læk í Dýrafirði, Bjarnasonar, og Valdimar Þorvarðsson, bónda á Bakka í Hnífsdal, Sigurðssonar. í Hnífsdal og næsta nágrenni hans hefur Valdimar Björn eytt fullum fimmtíu áriim ævi sinnar — fyrstu tvö eða þrjú árin á fæð- ingarbæ sínum, Bakka síðan í þurrabúð niðri við sjóinn. Þar varð dvölin eitt ár. Þá var enn skipt um aðsetursstað, sem entist þangað til hann var sex ára, en þeim bústaðaskiptum, sem þá fóru í hönd og tildrögum þeirra, verð- ur síðar vikið að. — Hvað tók við, þegar þú fiutt- ist úr heimahögum þinum eftir um það bil fimmtíu og fjögura ára dvöl þar? — O, ég fór til Reykjavíkur, eins og fleiri góðir menn. Það var í janúar árið 1942. Síðan hef ég átt heima hér. Það var nú samt ekki af góðu gert, að ég fluttist suður. Atvinna mín á heimaslóð- um var alveg að engu orðin. Þetta uimturnaðist allt saman á stríðsár- unum, þegar herinn kom. — Hvað hafðir þú fyrir stafni áður? — Ég hafði um langt árabil stuindað akstur með vörubíl, aðal- lega á milli Hnífsdals og ísafjarð- ar. Fyrst var það alls konar fisk- ur í öllum myndum; þurrkaður, slægður, hertur eða bara eins og hann kom upp úr sjónum. En frá árinu 1937 til 1941 stundaði ég að sumrinu flutning á heyi frá Önundarfirði og Súgandafirði. — Hvert fórstu með það hey? — Til ísafjarðar, Skutulsfjarð- ar og Hnífsdals. — Keyptu þeir mikið hey af bænduim í Önundarfirði? — Já, já. Önfirðingar hafa mjög mikið flæðiengi, einkum á sjávarbötni! Fjörðurinr. er svo grunnur og gróinn á botni, að á lágflæði er þarna feiknamikið engi. Og fari maðuir á báti eftir innan- verðum firðinum, getur oft verið undirafagurt tað isjá háa, bylgjandi Störina á botninum. — Hvernig var að vera hey. Tveir á tali J56 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.