Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 5
Lög um tilbúning og verzlun með ópíum og fleira 1. gr. Bannaður er tilbúningur, innflutningur og út- flutningur á unnu ópíum og verzlun með það. Undir bann þetta falla og ópíumleifar allar og hvers 'kyns afgangur, einnig það sem eftir verður þegar ópíum er reykt. 2. gr. Lyfsölum er heimilt að búa til og vinna úr, flytja inn og út og verzla með óunnið ópíum til lækninga, morfín, 'kókain og heróin svo og hvers konar efnisblöndun, sem í er meira en %% af morfíni eða meira en 1/10 af heróin og kóain. Dómsmá 1 aráðuneytið semur nánari reglur um af- hendingu lækna á umgetnum lyfjum. Áfengis- verzlun ríkisins er heimilt að útvega læknum lyf þessl frá úflöndum, svo sem önnur lyf. Dómsínálaráðuneytið setur nánari ákvæði um til- búning og úrvinnslu, inn- og útflutning, svo og verziun og afhendingu á nefndum efnum, og set- ur reglur um eftirlit með slíkri iðju og verzlun. 3. gr. Unnið og óunnið ópiurn, ópíurn til læknislyfja, morfín, kóain og heróin ber að skilja í lögum þessum samkvæmt skilgreiningum alþjóðar-ópíum- fundar 23. janúar 1912. 4. gr. Dómsmálaráðuneytið getur úrskurðað, að ákvæði kga bessara gildi um öll efni, hvort sem þau eru afleidd af morfíni, kókaini eða söltum þeirra oða ekki, enda hafi sannazt við vísindalega rannsókn, að misnóta miegi þau á líkan hátt, eða að þau hafi lík skaðvænleg áhrif sem efni þau, sem nefnd eru í 2. gr. - . . 5' gr' Oheimilt er að hafa undir höndum eða varð- veita, veita viðtöku, gefa, afhenda, selja eða verzla með hvers konar lyf og efni, er ákvæði laga þessara taka til og ólöglega eru flutt inn eða framleidd. Gera skal upptæka til ríkissjóðs slíka vöru og hagnað af verzlun með hana. 6. gr. Brot á lögum þessum og reglum settum sam- kvæmt þeim, varða sektum allt að 1 milljón króna eða varðhaldi og fangelsi allf að 6 árum. ef urn stórfellt brot er að ræða. Það telst stórfellt brot, ef lyfjum þeirn eða efnum, sem undir lögin falla og ólöglega eru flutt inn eða framleidd, er dreift til hóps manna eða þau seld gegn veru- legu gjaldi, eða ef uir er að ræða innflutning, út- flutning, vörzlu, verzlun, mótltöku, afhendingu. framleiðslu eða vinnslu þessara iyfja eða efna í því skyni að selja þau eða dreifa þeim til hóps manna eða gegn verulegu gjaldi með öðrum hætti en lög þessi eða lyfsölulög heimila. Með mál út of brotum á lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála. í Englandi og Bandaríkjunum hafa 70% ávana- og fíknilyfja- ine.vtenda byrjað á hass- og marí- júanareykingum. Engin skynsam- leg ástæða er til að ætta, að ís- Iendingar séu í því staðfastari eða forsjálli 1 háttum sínum en aðrar þjóðir. Það talar sínu máli, að ungling- ar, sem nýlega eru byrjaðir hass- revkingar ugga margir hverjir ekki að sér. Hér á eftir fara við- töl við ungt fól'k, sem lýsir áhrif- um ávana- og fíknilyfja og skýr- ir frá, hvers vegna það hefur neytt þeirra. Margt af því virðist ekki gera sér grein fyrir því, að hér þurfi að taka fast í taumana. Það ætlar liiin nýju lög um varnir gegn nelzlu þeirra af ströng, jafn- vel ástæðulaus. ★ Hér koma einnig við sögu lyf ýms, sem æfluð eru til lækninga, en eru iðulega misnotuð. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Ávana- og fíkniefnum er hægt að skipta í fjóra flokka. Fíkniefni eru ópíumflok’kurinn og ofskyni- unarefni, en ávanaefni eru örv- andi, deyfandi og róandi lyf. í ópíumflokknum eru efnin MORFÍN — KÓDEIN — HERÓÍN — KÓKAÍN — MEPERDÍNE — METHADONE. Þessi fíkmiefni verka á þrautir, liræðslu, angist og hugsunina, auk þess sem þau deyfa verki. Hugmyndaflugið eykst, þannig að neytendur eru í draumkenndu ástandi og áhyggju- lausir. Morfín verkar einstaklega vel á kveisu (kolíverkanir) af ýmsu tagi og getur haft læknandi áhrif á gall- og nýrnakveisu, því að efn- ið Iosar um 'krampa í þessum tíf- færum. Aukaverkanir samfara inntöku þessara lyfja eru ógleði, uppköst, hægðatregða, þvaglátstruflun, kláði, slappleiki, veiMun, og þau geta orsakað lömun í öndunarfær- um, ef um stóra skammta er að ræða. Neytendur eru fremur órólegir, þegar þá vantar inngjöf. Þeir geispa í sífellu, fá nef- og tára rennsli, svitna, fá ógleði, uppköst og niðurgang. Ávanahættan er gífurleg, veik- geðja og áhrifagjörnu fólki er miklu hættara við að verða háð slikum efnum en öðrum .Því oftar sem efnið er tekið inn, þeim mun stærri skanunta þarf, því að líkam- inn venst efninu. PEDIDIN er skylt þessum efn- um, en léttara og aukaverkanir færri. Ofskynjunarlyf eru LYSERGÍN (LSD) — MESKALÍN — PSILO- CYBIN — DIMETHYLTRYPTA- MINE (DMT) KANNABIS (IfASS, MARIJÚHANA, INDERSKUR HAMPUR, TYRKNESKT HASS) — METHL DIMETHOXY METHYL PHENYLETHLMINE (STP). LSD-neytendur eru í leiðslu eða mókkenndu ástandi, sitja mikið og liggja. Þeir virðast hræddir við al- 14*

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.