Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Page 17
MAÐURINN OG NÁTTÚRAN: MENGUN VA TNA Vötnin, árnar og stöðuvötnin eru hvort tveggja í senn mikils- verðir hlutar af náttúru landsins og mikilvæg undirstaða margs konar atvinnulífs. Af þeim höfum við hin fjöibreyttustu not. Má þar til nefna drykkjarvatn, vatn til vökvunar og annarra nota við bú- skap, iðnaðarþarfa, veiða, virkjun ar, bátaferða, fiutninga og geymslu á timbri. Auk þess til baða, sport- veiða og annarra útilífsiðkana. Þá er vatn notað til að taka á móti skólpi frá byggðum og ýmsum úr- gangsefnum frá iðnaði, en slíkt brýtur mjög í bága við notkun þess til áðurnefndra hluta. Ifvað er átt við með mengun? Mengun er í þessari merkingu, þegar gæðum vatnsins er spillt með aðgerðum manna. Skýrgreining þessi er víðtæk og nær til dæmis jafnt til þess, ef föst eða fljótandi efni berast í vatnið eða hitastigi þess er breytt verulega, svo sem þegar miklu af heitu vatni er hleypt í það. Hér á eftir verður aðaliega fjail- að um mengun af skólpi og úr- gangsefnum frá iðnaði. Lífsskilyrði í fallvötnum eru af- leiðing fjölda þáilta, þar á meðal loftslags, jarðlags og staðhátta. í hverju vatnsfaHi hefur á óratíma skapazt samslungið samfélag mis- munandi lifvera, bæði plantna og dýra, frá hinum lægstu til hinna seðstu. Hvert vatn og hvert ár- svæði, er komið í ákveðið, en þó hreyfanlegt jafnvægi, sem ákvarð- ast af hinum náttúrlegu aðstæðum. Breytist þessar aðstæður, raskast jafnvægið og svæðið breytir um svip. Mengun veldur einmitt slíkri jafnvægisröskun, sem oftast leiðir mjög til hins verra. Orsakir mengunar. Skipa má algengustu orsökum mengunar í fimrn flokka, sem hafa mismunandi áhrif á vatnið. 1. Lííræn efni, sem stafa frá jurta- eða dýraleifum. 2. Áburðarefni eða nærandi sölt. 3. Föst efni, ýmsir fastir, að- greindir hlutir. 4. Eiturefni. 5. Sýkjandi efni (gerlar, veir- »r). Hver mengunarvaldur flytur venjulega efni af fleiri en einum og jafnvel öllum þessara flokka. Áhrifin á vatnið eru mismun- andi, og verður þeim lýst lauslega hér á eftir. 1. Lífræn efni. Það er eiginleiki lífrænna leifa að rotna. Smásæjar rotverur brjóta þær niður og nýía orku þeirra sér til viðurværis. Rotverurnar eyða súrefni vatnsins — þessar gerðir þeirra eru loftsæ'nar. Ef mjög mikið er af lífrænum efnum í vatn- inu og lítið berst að af súrefni, gengur það smám saman til þurrð- ar. Þegar svo er komið, taka við aðrar gerðir rotvera, sem eru loft- fælnar (lifa án óbundins súrefnis). Þessi loftfælna rotnun gerir vatn- ið rnjög fúlt, og í því myndast hið þefilla brennisteinsvetni. Síðan get ur rotnunin gengið svo langt, að Mfrænu efnin eru að mestu eydd, og vatnið er þá sjálfhreinsað. Oft getur slík sjálfhreinsun nægt, þó að mjög sé ýkt orðtakið, „að þeg- ar vatnið hefur runnið yfir þrjá steina, sé það orðið hreint“. Áhrif lífrænnar mengunar eru allt önnur í stöðuvötnum en ám. Það stafar af því, að vatnið er lag- skipt í stöðuvötnunum mestan hluta ársins vegna mismunandi eðl isþyngdar, sem er afleiðing mis- munandi hitastigs á misjöfnu dýpi. Þá tírnana, sem vatnið er lagskipt, kemst lítið af súrefni niður í neðri lögin. í fjörðum stafar lagskipting- in ei.nnig af mismunandi seltu vatns ins. Ef mikið er af Mfrænum efnuni í dýpri lögum vatna eða fjarða, getur það leitt til þess, að skortur verði á súrefni, jafnvel svo alvarlegur, að vatnið fúlni allt og Hér er rætt um mengun vatna, en hún er alþekkt fyr- irbrigði í þéttbýlum iðnaðar- arlöndum. Þar eru flestar ár aldauða og hníga áfram grugg ugar og óyndislegar. Hvergi getur þar að Iíta hreint og tært vatn — aðeins skolp á mismunandi stigt. Við höfum, enn mjög lítið halt af slíkri mengun að segja. En hve lengi varir það? Sjórinn í sundum og vogum næst Reykjavík er nú mengaður orðinn. Ekkl voru böð leyfð í Nauthólsvík síð- asta sumar. Og hvað með árn- ' ar, þegar þéttbýli er risið á bökkum þeirra? Fram á síð- ustu áratugi var varla til umtalsvert þéttbýli, þorp eða bær, annars staðar en þar, sem skólpleiðslur gátu legið beint út í sjó. Nú þéttist byggð og þorp rísa á bökk- um margra dýrmætra vatna og vatnsfalla — Mývatns, Lagarfljóts, Þingvallavatns og Ölfusár. Verksmiðjurekst ur á síðan að efla. Erum við nægilega á verði? Vitum við hvað gerist? ----------—,— fiskur og önnur loftháð dýr drep- ast. Víða hagar svo vel til í ám ög lækjum, að fossar og flúðir auka súrefnismagnið 1 vatninu. Við það verður oft mjög mikið um rot- verur, sem brjóta niður efnln, sem menguninni valda .Ef slikum vaíns- föllum berst jafnframt mjög mik- ið af lífrænum efnum , myndast oft þykk, slímkennd löf af smáver- um, sem setjast fastar á botn þeirra. Lög þessi geta orðið svo þétt, að ekki kemst nægilegt súr- efni í gegn um þau, og eyðilegg- ur þetta þá hrygningarstöðvar fiska í ánum, þar sem hrognin klekjast ekki súrefnislaust. Allt líf í slíkum vötnum er ger- breytt og truflað. Þegar svo er komið, eru vatnsföllin líka orðin mjög sóðaleg og hafa lítið gildi til flestra hluta. Mestri mengun með lífrænum Jónas Jónsson ráðunautur þýðir grein eftir norskan verkfræðing. TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 161

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.