Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Qupperneq 8
VIKTORÍA BENEDIKTS50N: Það var dimmt yfir og farið að bregða birtu. Presturian sat þó enn yfir predikuninni, sem Jiann var að semja. En nú var næðið búið — hann hrökk upp við í'óta- tak frammi í ganginum. Það var stappað og traðkað, þó ekki mjög harkalega, og einhver snýtli sér og hóstaði. Svo var tekið í hun inn, og hurðin gekk frá stöíu.m. Það var þrennt, sem birrist í gættinni — karfmaður og tvær konur, sýnilega almúgamanneskj- u.r. En skuggsýnt var frammi við dyrnar, og presturinn sá ekki glöggt framan í þetta fólk. Það snerist þarna i gættinni, hnippti hvað í annað og hvísfaðist á, unz því lukkaðist að þoka sér inn á stofugólfið, þar sem það stað- næmdist á litlum teppisbleðM. Karlmaðurinn ræskti sig og bauð gott kvöld. Presturinn kveikti á lampa, sem stóð á borðinu. Síðan sneri hann sér við og svaraði kveðjunni: „Gerið þið svo vel að korna nær“, sagði hann. „Hvert var er- indið?“ Þessu var ekki svarað strax. En eftir talsvert pískur og augnagot- ur og hnippingar stjökuðu kon- ar manninum innar á gólfið. Hann var forbiautur í fæturna, og það mátti sjá, að hann gerði sér far um að stíga sern lengst skref, svo að sporin yrðu ekki óþarflega mörg á drifhvítu gólfinu. Ifann var kominn hér unr bil að borði prestsins, þegar hann hneigði síg allt í einu. Af þessari hreyfingu mátti helzt ráða, að líkami hans væri áþekkur drumbi með hjör- um á miðjunni. „Það var lýst með okkur Bentu hérna í kirkjunni“, sagði hann og ba-ndaði hendinni fram að dyrun- um. Nú krimti ofurlítið í annarri kononni eins og hún væri að gera tilraun til þess að hósta. „Hvað heitir þú sjálfur? spurði presturinn, sem þegar var byrjað- ur að handleika bækur og blöð, sem lágu á borðinu. „Pétur Lárusson heiti ég“, sagði maðurinn og skaut um leið fram öðru hnénu og sló bleytuna aí húfu sinni á lærinu. „Já, einmitt. Og stúlkan Benta Hannesdóttir?" „Aldeilis rétt“. „Og það var lýst með ykkur fyr- ir þrem vikum?" Presturinn lokaði bókinni og virti komuniann fyrir sér. Hann var fölur í andliti að sjá við íkin- ið frá lampanum, munnurinn stór og augun lítii. Eiginiega var hann ek'ki sérfega greindarlegur, þar sem liann stóð eins og þvara oc kókti á prestinn. En nú bar hann gilda, siggóma fingurna upp að hökunni og neri hana rækilega. „Jú, svo átti það víst að heita“, sagði hann og dró við sig svarið. „En nú lield ég, að við verðum að biðja prestinn að breyta þessu“. Og emn nuddaði hann á sér hök- una. Við þessar tilfæringar ailar beindist athygli hans að loftlistanr urn. Hann virti hann vandiega fyr- ir sér og renndi augum eftir hon- um úr einu horni í annað með svo stakri íhygli, að ekkert virtist fjær huga hans en hjúskaparmálin. „Breyta hverju?“ sagði prestur- inn önugur. „Til hvers voruð þið að láta lýsa með ykkur?“ T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.