Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Page 19
Ingibjörg Þorgeirsdóttir: VIÐ ÁRAMÓT Ennþá mig yfir nýjan áraþrepskjöldinn ber. Hljóðlega hnígur, að stöfum hurðin að baki mér. Enginn, enginn þeim dyrum uppljúka framar má, en gegnum minninga giuggann glampar hið liðna á. Ennþá eitt stíg ég sporið utar í tímans sal. En allt hinum æðsta vilja hið ókomna falið skal. fyrri höfðu sér til lífsuppeldis, þar á meðal fimmtíu lambseldi og beit- artolla af upprekstrarlandi í Sel árdal og Kleppustaðadölum. Eins og flest önnur prestsetur lands- ins var Staður ein af beztu bú- jörðum sinnar sveitar, þegar mið að er við eldri búskaparhætti. Jörðin er mjög landmikil og góð til slægna, enda höfðu margir prestar þar fynr á timum stórbú, eftir því sem þá gerðist. Á með an fom launaskipan gilti var Stað- ur í tölu hinna tekjuhærri brauða, og því eftirsóttur fram yfir mörg önnur. Skömmu eftir siðaskipti var hann eitt þeirra fimm Vest- fjarðabrauða, sem skylduð voru til þess að ala önn fyrir gömlum upp gjafaprestum. Um þá kvöð fer séra Jón Halldórsson í Hítardal svofelld um orðum: „ . . . að gömlum ör- vasa og uppgefnum, fátækum prestum, sem vel og ærlega höfðu þjónað í þeirra embætti, væri ekki vísað út á vergang eða sveitina, þá þeir gætu ei lengur þjónað fyr- ir sínu uppheldi í þeirra kalli, þá samþykktu báðir biskuparnir Ólaf ur Hjaltason og Gsli Jónsson með höfuðsmanninum Páli Stígssyni á alþingi anno 1563 á Þingmariu- messu, að þessum uppgjafaprest- um skyldi uppheldi veitast af þeim beztu og ríkari beneficiis í sér hverju biskupsdæmi, hvar til herra Gísli nefndi í Skálholtsstifti þessa staði: — -----á Vestfjörðum: Sel- árdal, Holt í Önundarfirði, Vatns- fjörð, Stað Grunnavík og Stað í Steingrimsfirði". Hvort þessari kvöð hefur að öllu verið réttlátlega skipt niður á stað ina í fyrstu, skal ekki dæmit um hér, enda gögn ekki tiltæk í því efni, en svo mikið er vist, að fljót- lega bar á óánægju meðal þeirra, er kvöðin hvíldi á. Um það segir séra Jón: „Þetta uppheldistillag uppgjafaprestanna þótti mörg- um oft fyrrum ganga til meir eftir vild og velþóknan biskupanna heldur en inntekcahæl og jöínoði staðanna, þá er þeir skikkuða einn uppgjafaprest til jafnrar forsorg unar á einn stað eða tvo, ár eftir ár, þó staðirnir væru rnjög ójafn- ir aið inntektunum, en hinir stað- irnir, jafnvel þeir betri, voru þá frí ir fyrir þeim þungia ,eftir biskup- anna eigin þótta, allt til þess bisk- upinn mag. Brynjólfur á hans fyrstu embættisárum niðursetti og jafnaði, hvað mikið af sérhverjum þessara staða skyldi útleggjast í þetta tillag eftir þeirra innlekra- hæð árlega, svo sem lesa má í hans ævi“. Jón Brandsson. (d. 1211) Um lífshiaup einstakra and.egr ar stéttar manna í kaþólskuui sið hér á landi, er yfirleitt ekki mikið kunnugt. Hinn mikli fjöldi kirkna, hálfkirkna og bænhúsa sýnir þó, að orestar og djáknar mun hai'a verið nokkuð fjöhnenn stétt fyrir siðaskipti. í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200, eru nafngreindar í Skálholtsbiskups- dæmi 220 kirkjur, sem presta þarf til að fá, en taia þeirra var 200. Um fjölda djákna og manna með hinar lægri vigslur, er aftur á móti ekki getið í skránni. Margir prest- ar eru aðeins kunnir að nafninu einu, sem kemur við gömul dóm skjöl, kaupbréf og aðra skráða gerninga, en annarra er getið í sögum Sturiungaaldar eða í annál- um. Um allan fjöldann er þó ekk- ert v.tað, frekar en nafnlausan mú. :in. H v 'ð Staðarpresta í Steingríms firðj 'irærir, þá vill svo til, að um tvo 1 'ia fyrstu, sem nafn þekkist á, er.i nokkrar frásagnir í Sturi- ungas gu. Hinn fyrri þeirra er Jón Rrandsson, sem áður bjó á Reyk- b ólum á Reykjanesi, en síðan á S að um þrjátíu ára skeið. Fæð- ingarár hans er ekki kunnugt, en hann andaðist vorið 1211. Meðal- aldurinn var þá mun styttri en nu og má af líkum ráða, að Jón bafi vart verið meir en einhvers staðar á sjötugsaldri, er hann lézt, og þá fæddur á árabilinu 1141—1150. Jón var kvæntur Steinunni, dóttur Hvamm-Sturlu og Ingibjargar Þor geirsdóttur. Móðurbróðir hennar var Ingimundur prestur Þorgeirs- son, sem einnig var föðurbróðir og íóstri Guðmundar biskups Arason ar, er kallaður hefur verið hinn góði. Þess rná geta til fróðleiks um Ingimund prest, sem án alls efa hefur verið lærður vel og bóka- maður mikill, að dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, er annazt hefur útgáfu á Orkneyinga sögu fyrir Fornritafélagið, rök styður þá skoðun sína i formála, að Ingimundur muni hafa safnað efni til sögunnar og sett hana saman. Sumarið 1189 hélt Ingimun iur prestur út til íslands, eftir fjögurra ára dvöl í Noregi, þar sem hann að Iíkindum hefur lagt siðustu hönd á söguna. Skip Ingimundar hrakti að því sinni til óbyggða á Grænlandi og týndust menn allir. Þess urðu menn þó ekki vísir fyrr en fjórtán árum síðar, þegar fannst farangur þeirra og farkost- ur. En því er á þ&tta drepið hér, að áhugi manrna, það er að segja þeirra, sem enn lesa fomsögurn- ar, er jafnan mikill á því að geta sér til um höfundana. Og þessi tilgáta dr. Finnboga er víst ‘kki T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 259

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.