Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 5
Úr Breiðdal. Myndin er úr Suðurdalnum og fjöllin sunnan á r. Stríparnlr efst á fjallsbrúninni eru eitt af einkennum aust-1 firiku fjallanna. á kvíabóli, utan færigrinda, með- an á mjöltum stóö, iórtraði þar ánægjulega og beið þess að ær væru aftur reknar á beit. Væri rnjög slæmt veður að 'kvöldi voru ær hýstar í fjárhúsum. Var þá „Elettur11 skilinn frá ánum. En hann undi aðskilnaðinum illa og beið undir húsvegg unz ær voru út látnar að imorgni. En væri veður gott að kvöldi, voru ærnar oftast reknar út í Húsahraun. Þaðan varð ég svo að smala þeim tímanlega á hverjum morgni og koma þeim í færikviar. Við þessa smalamennskú var ég ævinlega ríðandi og fór oft geyst. Tvö hrossin, BTeikur og Rauðka, skiluðu mér fljótt yfir foTdina, en Jarpur gamli var stirður og seinn í förum, enda sniðgekk ég hann ævinlega, ef þess var kostur. Að morgni héldu ærnar venju- lega hópinn og mátti ganga að þeim nærri visum í sömu átt og við þær hafði verið skilið að •kvöldi. Ærnar voru mjólkaðar reglulega allt fram að sTáturtíð. Sumarið var kalt og oft snjór á fjöllum og hemingur á tjörnum, pegar leið fram á sumarið. í Randversstaðablá voru marg- ir fcaldavermslislækir. í þeim var eitthvað af silungi, _en veiðitæki voru Títil eða engin. Á lækjarbökk- um spratt smágresi og eiftmg og var þar oft gaman að skára gras að morgni dags meðan jörð var döggvuð eftir hrímnætur. Sjö sinnum sjö sendibréf.. Að enduðum baustnóttum barst Ófeigi bónda keðjubréf, sem talið var eiga upptök sín einhvers stað- ar langt úti í Evrópu. Skildi bréf þetta binda búendur þessa hrjáða heims hönd við hönd með því að brjóta hvergi hlekk í keðjunni og átti viðtakandi að treysta þessa hlekki með þvi að- skrifa sjö sinn- um sjö sams konar bréf og senda 7x7 vinum sínum, sjö í senn, unz sjö dagar voru Tiðnir. Rækti við- takandi þetta boðorð dyggilega, átti honum að hlotnast mikil liarn- ingja að sjö dögum liðnum. En ætti vanræksla sér stað um að svara þessum bréfum sjö sinnum sjö sinnum var voðinn vís. Ekki velt ég hversu pennaólat- ur Ófeigur Möðruvellingur hefur verið, en einhverra orsaka vegna lét hann undir höfuð Teggjast að skrifa þessi bréf og var ekki meira um það fengizt. Svo var það ein- hvern tíma að þessum sjö dögum liðnum, að maður frá Kleifarbæj- um átti erindi að Randversötoðum! og lá leið hans þvert yfir „Blána“. Veitir hann því þá athygli að mik- ill hópur af hröfnum hefur safnazt saman á einum stað í bithaganum. Manninum var forvitni að vita, 1 hvað væri að gerast á þingi þessu. Gekk hann þá þarna fram á stólpa- gripinn Ófaigs-Jarp steindauð-, an. Þau létu sannarlega ekki að ; sér hæða kvðjubréfin í Breiðdal j fyrir fimmtíu árum. Kötlugos og fleira. í októbermánuði hafði faðir j minn safnað fé sínu saman og I hýsti það ush nætur, en á daginn var mér ætlpð að gæta þess aðj ærnar ekki töpuðust, því að þær voru ólandvanar og þráðu fast að komast aftur súður að Berufirði. Svo var það einn dag, að fjár j gæzlac varð mér óvenju erfið og brátt fA ég á eftir einhverju af án- um norðauotur 1 Skriðufjall. Þótt' ég v*ert eklfj. enn orðinn fuTlra tíu TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 581

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.