Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 22
bóndi á Mosfelli í Mosfellssveit. Árið 1920 er háður kappsláttur 1 seinasta sinn, og var keppnin háð 18. júlí og má lesa þetta í skýrslu stjórnarinnar: „Vegna þess, hve mótið var snemma sumars hafði gengið mjög erfiðlega að fá blett til kappslátt ar. Sigurður Fjeldsted neitaði að lána blett í Ferjubakkaflóa. en gaf aftur á móti kost á bletti fyrir neð- an Ferjukot. Var því boði tekið, og mældu þeir Kristinn (Guðmunds son) og Steingrímur (Steinþórsson » blettina og var hver reitur 1000 fermetrar. Dómarar voru: Páll Jónsson í Einarsnesi, Brynjólfur Guðbrandsson í Hlöðutúni og Stein grímur Steinþórsson". Úrslit urðu þessi: XV: Kapp- slátti..... Nöfn keppenda Ungm.félag Hraði Gæði Lag Aðaleink 1. Guðmundur Tómasson Stafholtst. 7.29 8 8 7.72 2. Tómas Jóhannesson fslending 8.00 7 8 7.60 3. Ármann Dalmannsson Björn Hítdælak. 6.62 8 8 7.45 4. Daníel Teitsson íslending 6.62 8 6 7.06 5. Þorsteinn Vilhjálmsson Dagrenning 7.02 6 7 6.61 6. Eiður Sigurðsson Reykdæla 5.98 7 7 6.59 7. Stefán Ólafsson Stafholtst. 6.88 5 8 6,35 3. Stefán Ingimundarsson Egill Skallagr. 4.87 7 5 5.75 Skýrsla þessi er skrifuð af Jó- iiannesi Jónssyni, formanni U.M. 3.B og dagsett 18.—2. 1921 í Efra nesi. Þetta er seinasti kappslátturinn, sem háður var í Borgarfirði á veg- um U.M.S.B.. og þá munu engin oeningaverðlaun hafa verið veitt. Ég talaði við Þráin Valdimarsson erindreka og bað hann að útvega mér afrit af grein dr. Guðmund- ar Fir»nbo?^'onar. sem hann skrif- aði í Tímann og því lofaði hann, en tíminn leið og ekkert afrit kom, þótt gerði ég kunningja mino út til að ná þessu. og ennbá leið timinn og ekkert gekk og þá réði ég mér annan mann tií að framkvæma verkið og það fór á sömu leið, tíminn bara leið og ekkert gerðist í málinu. svo það var um tvennt að velja, hætta við þetta eða gera eina tilraun til viðbótar og fá nú fjórða manninn í lið með mér. og það dugðh hann sendi mér skrifað afrit En nokkru síðar berst mér svo Ijósprentað afrit af grein dr. Guðmundar Finnbogasonar frá Þráni Valdimarssyni, eða að hans tilstuðlan, en ég sá á póststimplin nm, að bréfið var um tvo mánuði i leiðinni frá Revkjavik og upp i Borgarfjörð í handskrifaðá afritinu, sem mér var sent, er dálitið meira, sem ég hnýti hér aftan í til gamans. Dr. G. F hafði skrifað seinna í Tím- mn um kappslátt á Torfastöðum í Biskupstungum, sem fram fór 18. ágúst 1918 með 29 keppendum, ig eftir messu í Odda 25. ágúst og voru keppendur 5. Ég læt svo ‘þessu spjalli lokið um kappsláttinn í Borgarfirði. Ann ars er dálítið gaman að bera þessa tvo menn saman, sem mest eru umtalaðir í sambandi við kappslátt- inn — Guðmund Tómasson og Tómas Jóhannsson. Ármann seg- ir um Tómas: „ . . . og var nú heimamaður þar (þ.e. á Hvann- eyri) og allra hugljúfi“ og „svipuð um vinsældum átti Tómas að fagna, hvar sem hann var“. Þessi um mæli Ármanns geta einnig mæta- vel átt við Guðmund Tómasson. Tómas fór að Hólum í Hjaltadal og var smíðakennari við bænda skólann þar. Guðmundur Tómas- son er dverghagur á tré og járn. Báðir stunduðu þeir íþróttir, hvor á sinn hátt að vísu. Ég kynntist Tómasi aldrei, en smásögu get ég sagt Ármanni og öðrum lesendum Sunnudagsblaðs ins um Tómas. Ég stend að minnsta kosti í þeirri meiningu, að hér sé um sama Tómas að ræða. Tómas var á Ollerupskóla og var þar vel látinn, og árum siðar var þess minnzt þar, hve fjölhæfur hann var. Meðal annars vann hann þar verk, sem fagmönnum var einum ætlað að vinna. Þegar Danskurinn fór niðrandi orðum um ísland eða íslendinga, var þeim stundum bent r ■ ■■ ■■ ■■■— ■ — Lausn 24. krossgátu á það, hvað Tómas hefði getað. Forsjónin hefur veitt þeim Guð- mundi Tómassyni og Tómasi Jó hannssyni mikla hæfil'eika, og þeir hafa farið vel með þá. Á aðalfundi. U.M.S.B., sem hald inn var í Svignaskarði 19. febrúar 1921, var samþykkt tillaga frá Steingrími Steinþórssyni, svohljóð- andi: Legg til, að kappslátturinn fari ekki fram á sumri komanda. Hún var samþykkt. Þar með lauk sögu kappsláttarins á vegum U.M.S.B.. INDÍÁNAR - Framhald af 587. síðu gæzla og læknisþjónusta væri í lagi. Edvarð Kennedy hefur komizt svo að orði, að fræðslukerfið með- aT Indíána væri þjóðarskömm. Walter Montane, öldungardeildar þingmaður firá Montana, sagði: „Indíánabarni er kennt það fyrst af öllu, að kynþáttur hans hafi verið brotinn á bak aftur“. Róbert Bennett, fyrsti Indíáninn, sem fékk valdaembætti í stjórnarskrif stofu þeirri, sem fjallar um mál efni Indíána, sagði af sér i fyrra sumar eftir þriggja ára starf með svolátandi ummælum: „Stjórn Nixons ætlar að ganga miTli bols og höfuðs á Indíánum“. Hvorki hann né aðrir, sem tE þekkja, munu því furða sig á merki því, er sjá má á fánanum, sem Indíánarnir sex hundruð hafa á stöng á Alacatrazey: Brotinni friðarpípu. M f D H “* i fí t> fí /i v{ U N MfV R P l n g e fí U * fí X J fí R t) /I u VfíhíGfíSrbR L ð M S fífl/ fí t x t re e y K t) rt> r or Lfí ofí n s fí < 'fí N fí fí 5 RtKsrvfítNN n I u t a fí Þ N I $ fí Nfi fí 4 G o L 0 N fí fí U 0 fí S'fí M fífí /! J? R fMi J ANNfí fí I NNrfí H r 6f fí r r fí fí i j r o I t L fí 6 fí l « fí Q N N fí Nlfí fi 6 8 L fí 0 n t j> fín » r tfí e n aI 98 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.