Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 10
[ Kanada eru nú talsvert innan við i eina milljón. Svipaða sögu og þaðan af verri er að segja af öllum Indíánaþjóð- . flokkum í hinum syðri lömdum álf- | unnar, og nýlega hefur uppvíst orðið, að sums staðar 1 Suður- ; Ameríku eru herfarir gerðar og ! liði haldið úti til þess a myrða | heila ættbál'ka, svo að auðfélög geti slegið eign sinni á land þeirra, ■ og framkvæmdin í höndum þeirra, ■' sem í orði kveðnu eiga að vernda : Indíánana. Er það allt svo ófögur saga, að blöskranlegt er, og flökr- i ar fóTki þó ekki orðið við ölu eins i og styrjöldin í Víetnam og reorðin 'i þar sanna bezt. Mannlífið -k svæðum Indíána . i Bandaríkjunum og Kanada er j ekki fagurt. Drykkjuskapur, sjúk- I dómar og sinnuleysi er víðast hlut- ! skipti þeirra og fátækt átakanleg. ' Þó er í seinni tíð farið að bera I á því, að þeir vilji ekki sætta sig ! við allt. Uppreisnarhugur er far- i inn að segja til sín í Bandaríkjun- um, og til mótmælaaðgerða eru þeir farnir að grípa. „Guð er rauð- 586 ur“, er eitt kjörorð þeirra Indíána, sem finnst beir hafi til l'tils þreyð þorrann og góuna möglunarlaust. Á víkinni úti fyrir San Pransiskó er hið alkunna Alacatraz-fangelsi á lítilli eyju. Þetta fangelsi var hætt að nota fyrir alllöngu, því að það þótti æði miðaldalegt, og hefur síðan ekki verið um það hirt. Þar má nú sjá Tefrað geysistórum stöf- um: „Heldur rauður en dauður“. Á öðrum stað stendur: „Eign Indl- ána. Hafið yður burtu héðan“. Sá atburður gerðist sem sé sunnudaginn 9. nóvember í fyrra- haust, að fjórir ungir Indíánar reru út í eyna og settust þar. Að eins einn maður var þar fyrir, John Hart, umboðsmaður stjóm arvaldanna. Hann mótmælti innrás fjórmenninganna, en þeiir skeyttu orðum hans engu. Þeir fóru með svefnpoka sína og annan farangur inn í fangelsið og bjuggust þar um í tveim 'klefum. Síðan gerðu þeir hvíta pabba og fjölskyldu hans þau orð, að Alacatrazey væri eign Indíána, en svo að öllu réttlæti væri fullnægt, skyldu þeir borga hana með glerperlum og rauðum borðum, alls tuttugu og fjögurra dala virði. En það var verðið, sem hvítir menn borguðu Indíánum fyrir Manhattaney, þar sem New Yorkborg er nú, fyrir þrjú hundr uð árum. Það fylgdi með þessari orðsendingu, >að hvítir menn hlýtu að telja Alacatrazey sérlega vel fallna til þess að koma í hlut Indíána. Hún væri afskekkt, þar væri ©kki deigan dropa vatns að fá, þar væri ekkert sjúkrahús, eng inn skól, ekkert land ræktanlegt og' aldrei hefðu aðrir á henni búið en fangar og misendismenn, sem ekki voru sjál'fráðir gerða sinna. Stjórnarvöldunum gazt þó ekki alls kostar að hátterni og röksemdafærslu þessara ungu Indíána. Fáum dögum síðar kom sveit úr bandaríska sjóhernum og flutti piltana nauðuga brott úr eynni. En sagan var ekki öll. Við aftureldingu hinn 20. dag nóvem bermánaðar stigu áttatíu Indíánar á land í Alacatrazey, og fleiri kornu no'kkru síðar. Sjóherinn sló hring um eyna, en létti þó um sátrinni eftir fáa daga, því að þess ar aðgerðir höfðu leitt til þess, að þeim Indíánum stórfjölgaði, er reyndu að komast út í eyna. Nú eru níu mánuðir síðan þetta gerðist, og enn hafast við á eynni um sex hundruð Indíánar af mörg um ættbálkum — fcarlar, konur og börn. Elzti Indíáninn í þessum- hópi er sextuguT, hinn yngsti tæpra tveggja ára. Umboðsmaður stjórnarvaldanna, John Hart. gafst upp á sambúðinni í febrúarmánuði í fyrravetur, og þá fluttust Indíán arnir úr fangaklefunum í íbúðar hús umboðsmannsins og fangavarð anna, sem þar voru fyrrum. Síðan hafa stjórnarvöldin lítið aðhafzt, er fréttnæmt þykir. For ingjar Indíánanna hafa aftur á móti gert beyrinkunnan þann ásetning sinn að stofna á eynni Qnenningarmiðstöð Indíánaþjóð- flok'ka. Indíánarnir segjast eiga gamla menningu, sem tími sé kominn til að endurvekja, og þar geta þeir vitnað til margra bóka, sem menntamenn og vísindamenn hafa skrifað á seinustu árum um fornmenningu Indíána í Bandaríkj unum. Hvað sem stjórnarvöld segja um tiltæki Indíánanna, þá eru þeir ófáir, sem hafa samúð með þeim, einkum í hópi háskólamanna. Öðr um lízt ekki á blikuna. í Banda I t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Þrerint úr hópi Indíánanna sem eflt hafa setu á Alacatrazey.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.