Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 14
fangsmikinn námagröft og gróf mikil námtagöng inn í bakkana. Þar var fjöldi manna í vinnu og marg- ir héðan að sunnan. — Hvað tókstu þér fyrir hend- ur, þegar náml og Akureyrarveru lauk? — Ég fór vestur á Hofsós og vann þar við verzluin hjá Samein- uðu íslenzku verzlununum, sem þá höfðu umfangsmikinn rekstur um aTTt Norðurland. — Varstu lengi þar? — Nei. Mér líkaði þetta starf illa og hætti að einu ári liðnu. — Hvað tók þá við? — Ég gerðist sjómaður. Stund- aði síldveiðar á sumrum og færa- íiski að vetrinum. Þetta stóð nokk ur ár. Þá fór ég hingað suður og settist í fiórða be'kk menntaskól- ans í Reykiavík. Þar var ég einn vetur, en þá voru þeir fáu aurar, sem ég hafði lumað á, unpétnir og efnaleg framtíð mér síður en svo glæsileg. Ég hætti námi — fyrir fátæktar sakir, er mér aTveg óhætt að segja. — Varla hefur það verið sárs- aukalaust? — O-nei. Það skilur eftir aymsl í sálinnl — af því að mað- ur ætlaði sér að læra. En líklega hef ég verið orðinn of samall til þessara hTuta. Og hvað sem því lfður, þá sættir maður sis einfald- lega við orðinn hlut. — Hvað gerðir þú nú, þegar námsbrautin hafði endanlega lok- azt? — Næsta vetur á eftir var ég heimiliskennari hiá Þorbirni Þórð- arsyni, lækni á Bíldudal. Þar var ágætt heimili, og bömin greind og skemmtilegt. Eitt þeirra var Sverrir Þorþjörnsson, fyrrver- andi forstjóri Tryggingarstofnun- ar ríkisins. Hann var ákaflega greindur og skemmtiTegur, piltur. Hann var vísr fjórtán ára, þegar þetta var, og árið eftir fór hann suður og settist í menntaskólann í Reykjavík. Um þetta leyb var ég tvö sumur hjá Hálfdáni Hálfdánar- syni j Búð í Rnífsdal. Þar var ég verkstjóri við fiskverkun. — Hvernig kunnir þú við Vest- firðinga? — Ágætlega. Þetta er duglegt og hreinsidptið fólk, sem gott er að vinna með og blanda við geði. — Næsti áfangi á æviferli mínum er njónaband. Árið 1924 kvæntist ég. Kona mín var Anna TheódðrsdóttÍT Friðrikasonar rit- hðfundar. Við byrjuðum búskap í Vestmannaeyjum. Þá voru atvinnu horfur slæmar og atvinnuástand heldur bágborið, og ég vann hverja þá vinnu, sem til féll. — Bjugguð þið lengi í Vest- mannaeyium? — Aðeins tvö ár. Mér fannst ég alltaf vera nokkuð einangraður þarna, mig langaði að komast aft- ur til „meginlandsins". Það gerð- ist þannig, að ég fluttist til Stokks- eyrar árið 1926. Til Reykjavíkur Tangaði mig ekki, því að ég vissi vel, að atvinnuástandið þar var síð- ur en svo gTæsilegt þá. Á Stokks- eyri vann ég hvað sem fyrir kom, eins og í Vestmannaeyjum. Mest ýmis konar Tandvinnu, var til dæmis í vegavinnu ög fleiru, en þó kom það fyrir að ég brá mér á sjóinn. Þar hyrjuðu af- skipti mín af verkalýðsmálum. Ég var um tírna formaður verkalýðs- félagsins Bjarma á Stokkseyri. — Saztu kannski Aipvðvsam- bandsþiing sem fulltrúi Bjarma? — Nei. Á Albvðusambandsþ ,ig kom ég ekki, fvrr en ég var kom inn til Revkja- ?ku.: og genginn í Dagsbrún. Það var v:st árið 1929 sem Litla-Hraun var stofnað. Þar vann ég, ásamt Sigurði Heið- dal, og vorum við aðeins tveir fyrsta árið, enda voru vistmenn fáir það ár. Fljótlega tók þó að fjölga í skákinni, og þá bættust einnig við nýir starfsmenn. Árið 1931 hætti ég á Litla-Hrauni og fluttist til Reykjavíkur. — Hvað tókstu þér fyrir hendur þar í stað? — AlTa algenga verkamanna- vinnu, sjómennsku og annað það, sem’til féll og völ var á. Gekk svo til ársins 1935. Þá réðist ég á Vinnumiðlunarskrifstofu Reykja- víkur, sem þá var verið að hleypa af stokkunum. Skrifstofustjóri þar var Kristínus Arndal, sem nú er húsvörður í Kennaraskólanum nýja. Þá var mikið atvinnuleysi í Reykjavík, margir komu til okkar, og maður kynntist geysiTega mörg- um. Mér finnst það alveg furðu- legt, þegar ég hugsa um það núna, hvað fólfc sætti sig við bágborin lífskjör á þessum árum. Atvinnu- bótavinnan var þá í algleymingi, og menn þóttust hafa himin hönd- um tekið, ef þeir fengu að höggva klaka á götu í eina viku, eða rúm- lega það, í mánuði hverjum. Á þessum árum var ég í Dags- brún, og nú fara í hönd þelr tím- ar, er úfar tóku mjög að rísa 1 verkalýðshreyfingunni. Eftir hinar sögulegu kosningar árið 1937 klofnaði AlþýðufTokkurinn, svo sem kunnugt er, og verulegur hluti flokksins fylkti sér um Héð- in Valdimarsson, sem þá var for- maðux Dagsbrúnar. — Þekktir þú Héðin persónu- lega? — Já, ég þekkti hann vel, og mig langar til þess að segja þér nokkuð frá honum. Hann er nú þegar búinn að liggja meir en tutt- ugu ár í gröf sinni, svo það ætti að vera óhætt að minnast á hann, þótt sú væri t.iðin, hér áður fvrr, að það eitt að nefna nafm^ bg-is jafngiTti nokkurn veginn hvi að hera eld að púðurtunnu. Hann var ákaflega mikill verkalýðsforiugi, svo undarlegt sem það mátti þó virðast um mann, sem rak um- fangsmikla verzlunarstarfsemi. — Hvernig var hann í daglegri viðkynningu? — f daglegri viðkynningu var hann einstaklega elskuTegur mað- ur, alþýðlegur og ljúfur við hvern sem var. Það hefur mörsum orðið tíðrætt um stórlyndi hans. Og rétt er það: Skapmaður var Héðinn meira en í meðallasi en ekki olli það neinum leiðindum og því síður vanda í daglegri um- gengni við hann. Það var heTzt, ef þeim lenti saman á fundum, hon- um og Ólafi Friðribssyni — þá gat Héðinn orðið vondur. Ég vissi aldrei alaiennilega, hvernig á því stóð, en það var eins og Ólafur værLalltaf upp á kant við Héðin. Mér finnst, satt að segja. hafa verið alltof hljótt uni raafn Héðins f seinni tíð, og reyndar alTtaf, eft- ir að hann dró sig að mestu út úr stjórnmálum. Hlutur hans á fyrstu árum íslenzkrar veikaTýðshrevf- ingar er svö geysilega mikill, að ekki sæmir að láta hann liggja þar óbættan hjá garði, eða því sem næst. Þegar sögu þessara áratuga verða gerð tæmandi skil, þarf að sjá svo um, að Héðinn Valdimars- son beri þar frá horði þann hlut, sem honum her. Fyrst óg er að tala um þessa gömlu félaga mína, sæmir ekki að ganga þegjandi fram hjá öðrum manni, sem þar var í fararbroddi. Það er Sigfús heitinn Sigurhjartar- son. Hann var blátt áfram frábær maður á flesta lund, svo sem hann átti kyn til, enda hefur hann nú þegar hlotið það sæti á sögunnar 590 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.