Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 8
15 Guðmundur Jósafatsson: r Islenzki torfveggur ■ inn á listahátíð í Lesbók Morgunblaðsins 19. júTí 1970 stóð þessi fyrirsögn: „fslenzki torfbærinn á lista- hátíð“. Greinina f heild s'kal ég ekki ræða, aðeins gera dálitla athugasemd við fáeinar setning- ar í henni. bar segir: „Það vakti athygli sýningar- gesta í Háskólabíói, að á stétt- inni utan dyra hafði verið hlað- inn fallegur garður. vallgróinn, og stóð hann þarna sem tákn fyrir íslenzka torfbæinn. Þegar betur var að gáð, sást, garð- urinn var einmitt hlaðinn úr klömbruhnaus". (f greininni stóð „hafi“ Ég skil það sem prentviTlu og tek mér bessa- leyfi og leíðretti það.) Hið sanna eT að þegar bet- ur var að gáð, var veggurinn ekki hlaðinn úr klömbruhnaus. í veggnum var enginn klömbru- hnaus: Klömbruhnaús eða klambra (kvk og flt. klömbrur), eins og hnausinn var oftast nefndur meðai Húnven'nva og f’.kagfirðinga. var ákveðin gerð af hnaus, o.g «•<- vist, að enginn slíkur var til í veggnum. Hún var stungin f ákveðinni lengd og gerð, sem miðuð var við þykkt þess veggjar, er hlaða skyldi. Algengustu lengdir henn ar voru 3% fet og 4 fet. Var fjögurra feta klambra miðuð við sex feta vegg og skyldu þá sporðar hennar skaraðir um eitt fet. Það sá hver rrraður, senr fylgdist með bvggingu garðsins við Háskólabíó, að þessu var ekki til að dreifa þar. Garðurinn var byggður utan um trégrind, og því ekki unnt að koma slíkunr hnaus við þar. Því er ekki að neita, að hægt var á þennan hátt að byggja þarna vegg úr „falskri klömbru“, þ. e. klippa sporðinn af henni og leggja hausinn sporðlausan utan á grindina. (Endar klömbrunnar höfðu hvor sitt heiti. Hausinn sá end- inn, sem út sneri í veggnum, en sporður, sem inn sneri.) En tiT þess, að við auganu horfði veggur „hlaðinn úr kTömbru- hnaus“, eins og segir í grein- inni, þurfti að leggja hnausinn rétt. En því var ekki til að dreifa þar. Mikill meiri hluti hnausanna var Tagður öfugt, þeim var hvolft eins og um kvía hnaus væri að ræða, í stað þess að reisa þá eins og klömbrur. Aðeins ellefu hnausar voru rétt Tagðir sem í klömbruhleðslu væri. Þetta er því furðulegra, þegar þess er gætt, að við garð- inn var allstórt spjald með teikningu, þar sem rétt hlaðinn veggur úr klömbru með falleg- um, Iiggjandi streng blasti við þeim, er virtu hann viðlits. Sú mynd ætti að geymast, svo raun sönn er hún og vel gerð. Það, sem á hana vantar, eru hornin á veggnum. Þau voru gerð af sérstakri kunnáttu og smekk- vísi úr hnausum, sem til þess voru ætlaðir og nefndir voru hornhnausar. Hefði það prýtt myndina mjög og gert hana enn sannari, ef sú hleðsla hefði notið sín. En hún var ekki held- ur tiltæk þeim, er vegginn hlóðu við Háskólabíó, né þeim, er hugsuðu um hann. Þar mun ekki hafa hallazt á um kunn- áttuna á því, sem þarna átti að gerast. Hvernig þessi garðspotti átti að standa „þarna sem tákn fyr- ir íslenzka torfbæinn" get ég ég ek'ki skilið. Slíkur bæjar- veggur mun aTdrej hafa verið byggður á fslandi. Til svo gíf- urlegrar veggjaglennu hefði enginn hleðsTumaður stofnað i ðndverðu. Veggir gátu ..kastað sér“ eða „snarazt“ með aldrin- um. En til þess var ekki stofn- að á þennan hátt. Og túngarður af þessari gerð efa ég rnjög. að nokkru sinni hafi verið gerður á fslandi. ætíi enga aðra ættingja eða vini í Reykjavík. sem hún gæti horfið til. En hún neitaði því. Var henni þá útveguð gisting í húsi Hjálp- ræðishersins. Var henni þar veitt góð aðhlynning og einum áfanga þessarar þrautagðngu hennar þar með lokið. Sorgarfregn. Að morgni hing 11. marz bar gest að garði á Randversstöðum, sem hafði sorgartiðindi að segja. Sóktiwpresturi^n géra PútUT POT- steinsson í Eydðtum hafði Tátizt t)á um nóttine. Helínilið var i fláWffí 684 við hið svlplega fráfall prestsins og var erindi gestsins, sem að llandversstöðum kom, að fá móð- ur mína til að dyelja á Eydölum einhverja daga. Brá móðir mín skjótt vlð og fór þangað og mun hafa dvalizt þar í hálfan mánuð. f bókinni „BreiðdæTu“, útsefinni af dr. Stefáni Einarssyni, er frá gndláti séra Péturs i Eydölum sagt á þessa Ieið: „Séra Pétur var mjög hellsirf/elll maður, þjáðist af berklum í Tung- UTO. Var hanu erlendis sér til heHðuhótar 1607—1908 og um tíma í heilsuhæHnu á Vífilsstöðum árið 1911. Hann lézt af blóðspý’t- ingi aðfaranótt 11. marz 1919. Séra Pétur var ræðumaður góð- ur og barnafræðari ágætur. Hann var hið mesta góðmenni og máttl ekkert aumt sjá, án þess að reyna úr að bæta. Hann var skemmtilegá kiminn og glaðvær og einkar vin* sæll í söfnuði sínum. Varð hann ölum harmdauði, er til hans þekktu“. Vorið 1919 var veru minnl og foreldra minna í Breiðdal lokið og viðburðarríkt ár þar liðið i aldanna skaut. T í M I N N — SUNNLDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.