Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 21
hefair komiB fram áður. Gef ég svo dr. Guðmundi Finnbogasyni orðið: „í grein minni „Um slátt“ 1 1. hefti Búnaðarritsins þ.á., hélt ég því fram, að vænsta ráðið til að fcoma slættinum í betra horf og gera hann að almennu áhugamáli mundi vera það að taka hann í íþróttatölu og hafa kappslátt á sumarsamkomum engu siður an aðrar fþróttir. Kvaðst og treysta ungmennafélögunum helzt til að tafca þessa hugmynd á sína arma og bera hana fram til sigurs. Ung mennafélögin hafa ekki brugðizt þessu trausti, og hugmyndin hef- ur þegar fengið svo góðar viðtök ur að vona má, að hún fari á næstu árum sigurför um landið. Borgfirðingar hafa þar riðið myndarlega á vaðið og háðu hinn fyrsta kappslátt, er sögur fara af, síðastliðinn sunnudag á sumarsam Ibomu sinni á Hvítárbakka. Hafði Halldór Vilhjálmsson skólistjóri á Hvanneyri heitið 300 krónum til að verðlauna þeim þremur, er fremstir yrðu í opinberum kapp- slœtti fyrir Mýra og Borgarfjarð arsýslu, en stjórn U.MS.B. ffor- maður Jón Hannesson óðalsbóndi í Deildartungu) síðan tekið málið að sér og annast allan undirbún ing þess og framkvæmdir. Aðal- efnið úr reglum þeim, er stjórn U.M.S.B. setti um kappsláttinn var sem hér segir: Keppendur skyldu eigi vera færri en tíu og hafa tilkynnt stjórn U.M.S.B. þátt töku sína fyrir 20. júlí. Máttu þeir eimir tafca þátt í kappslættinum. er sumarlangt höfðu stundað slátt innan takmarka U.M.S.B. Dómnefnd skipa þrír menn kosn ir af stjórn U.M.S.M. Keppendur skyldu mæta fyrir dómnefnd lVz stund áður en kappsláttur byrjaði og inna þar af hendi þær úrlausn- ir, er heimtaðar yrðu (sjá skýrsl una). Skyldu þeir sj'álfir ráða verk færum símun og búnaði. Þó skyldi hver þeirra hafa tvo ljái:“ Síðan lýsir dr. G.F. verðlaunum og stærð sláttuteiganna, og er þar efcki að finna annað en það, sem áður er fram komið. Síðan segir dr. Guðmundur Finnbogason: „Einkunnir eru gefnar fyrir Sláttuhraða, sláttugæði og sláttu- lag. Sá, er slær teig sinn á stytzt- um tíma fær fyrir sláttuhraða 8. Einkunn hvers hinna er reiknuð eftir formúlunni. 14-^6x, þar sem m er teigs- m tími hins fljótasta i mínút- um, en x teigstími þess, er hlut á að máli. (Dæmi: Sá fljótasti slær til dæm is teig sinn á 29 mínútum, einhver annar á 33 mínútum. Sá fær þá einkunnina 14 4-6,33 = 14-í- 6,83 = 7,17). 29 Einkunnir fyrir sláttuhraða og sláttugæði eru margfaldaðar með 2. Síðan eru einkunnir hvers kepp- anda fyrir sláttuhraða, sláttugæði og sláttulag lagðar saman og út komunni deilt með 5. Kemur þá fram aðaleinkunn hans. . . Eftir þessum reglum var kappsláttui- inn háður og dæmdur. í dóm nefnd voru kvaddir Halidór Vil hjálmsson skólastjóri á Hvanneyri, Fáll Zóphóníasson kennari og Sveinn (prentvilla — rétt er Sverr- ir) Gíslason, búfræðingur í Hvammi í Norðurárdal“. Síðar ræðir dr. G.F. staðinn, þar sem kappslátturinn fór frarn, taldi hann slæman frá náttúrunnar hendi og of lítinn — vildi, að teig arnir hefðu verið stærri, en ekki var hægt að hafa teigana stærri eða fleid — ttílur, að stsðurinn hafi verið valinn sökum þ/eíS, að æskilegast þótti að hafa kapþslátt- inn í sambandi við sumarsamkomu Borgfirðinga. Þá víkur dr. G.F. lítillega að skýrslunni og segir: „Keppendum er þar raðað eftir aðaleinkunnum þeirra nema þrem ur hinum síðustu. Nr. 8 braut orf sitt og var þar með úr leik, en hinir tveir luku eigi teig sínúm“. Svo ræðir Dr. Guðmundur al- mennt um málið, gerir samanburð . á sínum tillögum og niðurstöðu kappslátta»’ins, lýsir þolmælinum, ■ hrósar Borgfirðingum fyrir fram takið. Ég læt svo útrætt um kappslátt- inn 1918 — hinn fyrsta, sem sög- ur fara af. Er þetta þá ekki líka fyrsta starfsíþróttakeppnin, sem háð hefur verið hér á landi’ Árið 1919 er enn kappsláttur háður, en þá hefur mótssíaðurinn ■, verið fluttur, og fór keppnin fram i hólma í Norðurá, litlu ofar en þar, sem áin fellur í Hvítá (syðri hólmanum), eins og þeir s^gja Þor steinn og Ármann. Um þennan kappslátt er fátt að finna í bókum U.M.S.B. — aðeins skýrsla stjórnar- innar er þar Skráð. Fundargerð ■ aðalfundar vantar, en sá fundur J var í Svignaskarði. Þetta er skráð , um kappsláttinn 1919: ,A'ar svo mótið haldið eins og til stóð ■ 3. ágúst 1919. Á mótinu gerðist ' þetta: 1. Krisinn Guðmundsson setti mótið. 2. Kappsláttur, dómendur Páll Zóphóníasson, Jón Hannesson og Guðmundur Jónsson. Keppendur urðu 9, sá 10. bom of seint. Páll Jónsson í Einarsnesi aðstoðaði við allar athuganir á sláttumönnum og sláttutækjum. Dómurinn féll þannig: Hraði í Hraði Gæða- Sláttulag Aðal- Nöfn keppenda Heiti ungmennafél.mín. einkunn einkunn einkunn einkunn. 1. Guðmundur Tómasson Stafht. 23 8 7,5 8 7,80 2. Guðjón Jónsson, Vogatungu Hauk 25,10 7,43 6,0 í! 6,97 3. Tómas Johannessen, Hanneyri ísl. 28,50 6,4« 7,0 7.5 6,89 4. Eiður Eigurðsson Reykd. 28,20 6,60 6,5 8 6,84, 5. Skarphéðinn Magnússon Brúin 34,20 5,04 8 7,5 6,72 6. Árm. Dalmannsson Björn Hítdæla 28,40 6,52 6,0 6,5 6,31 7. Hjörtur Vilhjálmsson Dagrenning 26,40 7,04 5,5 6,0 6,22 8. Guðjón Jónsson Hermundarst. 31,40 5,74 7 5,5 6,20 9. Guðmundur Gíslason, Grjóti 48,20 1,39 75 5,5 4,66 Tveir þeir síðasttöldu voru ekki ungmennafélagar. Þrír fyrsttöldu fengu verðlaun eins og reglur mæTa fyrir (gripi og peninga). Meira er ekki að finna um kapp sláttinn 1919. Það sést ekki, hvort peningaverðlaunin hafa verið gef- in eða sambandið greitt peningana úr eigin sjóði, en keppt var um sömu gripi og áður, og er því röð in á sigurvegurum þessi: Guð- mundur Tómasson 1. verðlaun, Guðjón Jónsson fær 2. verðlaun. og Tómas Jóhannsson 3. verð- laun. Þessa skýrslu stjórnarifinar skrif ar Kristinn Guðmundsson þáver- andi formaður U.M.S.B. og nú T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 597

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.