Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 18
milli mála. Árið 1918 voru í stjórn
Ungmennasambands Borgarfjarð
ar Jón Hannesson, bóndi í Deildar-
•tungu, Guðmundur Jónsson á
Skeljabrekku (síðar bóndi á Hvít-
árbakka) og Páll Zóphóníasson,
kennari á Hvanneyri (síðar búnað-
'armálastjóri og alþingismaður).
í skýrslu stjórnarinnar árið
1918 má sjá, að fleiri staðir hafi
komið til athugunar en Hvítár-
bakki. 19. apríl talar Jón Hannes-
son við ólaf bónda á Hvítárvöll-
um um íþróttamótsstað og skoð-
aði sláttusvæðið í svonefndum
Flóðum í Hvítárvallaengjum.
Sennilega hefur stjórn U.M.S.B.
samið reglurnar um kapp-
sláttinn og ákveðið verðlaun
23. apríL „Talaði öll stjórn-
;in við Halldór Vilhjálmsson
skólastjóra um slátt og sláttuverð-
laun og bar undir hann uppkast
að sláttureglum. Páli Zóphónías-
syni falið að tala um sama við
GiF. (það er Guðmund Finnboga-
«on) og útvega verðlaunagripi".
12. maí voru tveir stjórnarnefnd
armenn á fundi I Deildartungu
G.F. fjarverandi suður á Garð-
skaga) „Páll Zóphóníasson skýrði
frá því, að hann hefði... talað við
ÍG.F. um slátt. Hann, G-F. bauðst
;til að tala á mótinu og Helgi Hjörv-
•r. Ákveðið að panta skáp, blek-
etativ og ask til sláttuverðlauna.
;Stefáni Eirí'kssyni skrifað sama
[diag um það. Áhveðið að skoða
1 áláttubletti á Hvitárbakka“.
Þetta má rekja áfram: 4. júni
ekoðaðir sláttublettir á Hvítár-
ífoakka, 5. júní talað við H.V. (Hall-
{oór Vllhjálmsson) og Guðmund F.
ílim blettina. 6. júni mældir tíu
Eblettir i túni á Hvítárbakka,
blettur 25 m á kant eða 625
strar.
Þetta er tekið orðrétt úr skýrslu
latjðmarinnar og sýnlr undiibún-
jinginn að kappslættinum hjá
• ktjórninni svo langt sem það nær.
8. júní er svo skrifuð auglýaing
i tU félaganna innan U.M.S.B., og er
'iþar tekið fram, hvaða félög eigi
(•ð senda dómara í glímu, og á-
ílkveðið, hvaða flokk hvert félag
! íetti að dæma. Frá upphafi, 1913,
; Var gllmd flokkaglíma á íþrótta-
i móti U.’M.S.B., og mun það vera í
ifyrsta sinn, sem flokkaglíma er
, glímd á íslandi, og er Þorsteinn
Jakobssoin talinn höfundur að hug-
myndinni. Glímt var i þremur flokk
um og þrír dómarar dæmdu hvern
ílokk, alE* nlu dómarar, en þar
sem félögin voru átta, þá var einn
dómarinn stjómkjörinn. „Sláttinn
dæmi sérstök dómnefnd, skipuð
þrem mönnum, er stjómin til-
nefnir. Sláttudómnefndin hefur
sér til aðstoðar alla níu dómnefnd-
armennina, sem taldir eru hér að
ofan, og auk þess dr. Guðm. Finn-
bogason, sem stjórnar slættinum
og sláttuathugunum með dóm-
nefndarmönnum“. Þetta er úr aug
lýsingu til félaganna frá stjórn
U.M.S.B.
Félögin kusu einn dómara eins
og fyrr segir, og eru því þessir
dómnefndarmenn ekki nafngreind
ir í skýrslu stjórnarinnar. Einnig
segir í sömu auglýsingu, að slegið
verði á túni og hver reitur 25 m á
kant, það er ferhyrningur, 625 fer
metrar, og voru reitirnir merktir.
Drógu svo 'keppendur um þá.
Guðmundur Tómasson segir
mér „að sá reitur, sem hann sló,
hafi verið lengri, en hvað hann
var breiður, og þegar hann hafi
lokið við sláttinn, hafi hann ekki
gefið merki (með því að rétta upp
orfið) fyrr en hann var búinn að
ganga •sláttureitinn næstum því á
enda“. Hér ber svolítið á milli þess
sem stendur í skýrslu stjómarinn-
ar: „Verður reitur hvers eins 625
fermetrar, það er ferhyming-
ur, sem er 25 metrar á kant“.
Ég var á þessu móti og man vel
eftir því, að Guðmundur Tómasson
gaf ekki merki strax. Það mun
hafa verið Hjörtur heitinn Snorra-
son, alþingismaður og bóndi i Arn-
arholti, sem sagði honum að gefa
merki. Ég minnist þess, að Hjörtur
var i námunda við Guðmund með-
an á keppm stóð, og heyrði ég sagt
á eftir, að Hjörtur hafi verið að
hvetja Guðmund. Það er vist, að
Hjörtur hafði hug á því, að Guð-
mundur Tómasson stæði sig vel í
keppninni.
I áður nefndri auglýsingu stjórn-
ut U.M.S.B. til félagamna um regl-
umar sem settar voru segir:
„Þeir einir geta tekið þátt I slœtt-
inum, sem 1) stunda sumarlangt
slátt innan takmarka U.M.S.B., 2)
tilkynna stjóm U.M.S.B. þátttöku
sina innan 15. júlí“.
Þetta voru skilyrðin fyrir þátt-
tökunni.
Stjómin skrifar ennfremur:
„Þess skal getið, að stjóm U.M.S.
B. lítur svo á, að þegar sé ráð-
Inn einn maður frá hverju félagi
til kappsláttarins samkvæmt álykt-
un aðalfundar U.M.S.B. o,g þarf því
ekki að sækja sérstaklega um fyr-
ir þá menn. En hins vegar óskar
stjórn U.M.S.B. þess, að ungmenna
félögin leiðbeini þeim mönnum inn
an eða utan félaganna, er óska að
taka þátt í slættinum. Ekkert gjald
verður tekið í þetta sinn af þeim,
sem keppa“.
Hér er í fyrsta sinn vitnað til
samþykktar aðalfundar U.M.S.B.,
en fundargerðina vantar, og af
því, sem sagt er hér að framan,
má draga þá ályktun, að stjórn
sambandsins hafi samið reglur um
kappsláttinn og ákveðið verðlauna
gripina. Vegna þess, hve sláttu-
landið var lítið, var ekki hægt að
hafa fleiri keppendur en tíu.
Stjérain hvatti félögin til að
senda sina bezfcu sláttuimenn tll
keppninnar, og benti þeim á, að
hafa sláttukeppni innan félags, og
mun það hafa verið gert, að
minnsta kosti í sumum félögunum.
Það, sem ég hef tekið úr skýrslu
stjórnarininiar hér að framan, er
skráð af formanni sambandsins,
Jóni Hannessyni, og er dagsett í
DeUdartungu 15. júní 1918. Meira
hef ég ekki fundið um undirbún-
xngsstörf vegna kappsláttarins
Svo er mótið haidið á auglýstum
tíma á Hvítárbakka sunnudaginn
4. ágúst 1918, og hófst kappslátt-
urinn klukkan ellefu árdegis und-
ir stjórn dr. Guðmundar Finnboga
sonaT. Var það fyrsta keppnisgrein
in. Svo segir í skýrslunni: Þessir
hlutu verðlaunin: 1. Guðmundur
Tómasson, Haugum (frá umf. Staf-
holtstuingna) 2. Tómas Jóhanns-
«on, Hvanneyri (frá umf. fsiend-
ingi) 3. Þorsteinn Þorsteinsson
Húsafelli (frá umf. Brúnni) 1. verð
laun vora 150 krónur í peningum
til eignar og skápur útskorinn. 2.
Verðlaun voru 100 krónur
I peningum til eignar og blek-
áböld. 3. verðlaun voru 50 krón-
ur í peningum til eignar og askur.
Tafalaust hafa verið settar regl-
ur um verðlaunagripina, þótt þær
séu ekki fyrir hendi nú. í grein
sinni I Sunnudagsblaðinu 21. tölu-
blaði, segir Ármann Dalmannsson:
„Samkvæmt reglunum þurfti að
vinna þessa gripi þrisvar í röð eða
fimm sinnum alls til þess að eign-
ast þá“. f grein dr. Guðmundar
Finnbogasonar í Tímanum um
kappsláttinn á Hvítárbakka segir:
„Skal sami maður vinna grip sinn
þrisvar áður en hann verður var-
anleg eign hans“. Þetta mun ekki
vera rétt hjá dr. Guðmundi. í
S94
T ( H I N N — SUNNUBAGSBLAÐ