Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 9
Leikkonan Jane Fonda hefur tekið þátt i baráttu Indíána við stjórnvöldin i Washington. „GUÐ ER RAUÐUR" - INDÍÁNAR MENN Fyrir allmörgum áratugum voru Indíánasögur meðai þess, sem drengir margra landa voru sólgn- astir í að lesa. Þeir höfundar Indí- ánasagna, sem kunnu sitt verk, urðu auðugir menn, og bókaútgef- endur vítt um lönd græddu á tá og fingri. En drengirnir, sem lásu þessar sögur, gerðu sér fáir grein fyrir því, að kveikurinn að þess- um skemmtisögum var ehm hinna hroðalegustu harmleikja veraldarsögunnar. Indíánar voru frumbyggjar Vest- urheims. Sums staðar hafði þeim tekizt að móta merkileg þjóðfélög með auðugri menningu, en annars staðar lifðu þjóðflokkar frumstæð- ara Tífi, sem ekki var eins í skorð- ur fellt. Upp og ofan hafa Indíána- þjóðir sjálfsagt hvorki verið sælli_ né vansælli en gerðist um aðrar þjóðir. Þær lifðu því lífi, sem þeim var náttúrlegt, og það gat Verið strangt og hásíkasamlegt. Eng in ástæða er til þess að ætl'a, að þeir hafi ekki notið lífshamingju á borð við það, er gerðist me-ðal Norðurálfuþjóða til dæmis. Ógæfan hófst með komu hvíta mannsins. Spánverjar og Portúgal- ar lögðu menningarríki Indíána í hinum syðri löndum álfunnar 1 rúst og fóru myrðandi og rænandi um byggðir þeirra með kross Rrists i fána sínum. í Bandaríkj- unum og Kanada þrengdu land- nemar kosti þeirra, neyttu þeirra yfirburða, sem vopnin veittu þeim, rændu þá löndum sínum og eyði- lögðu lísskilytrði þeirra. Þegar þeir reyndu að bera hönd yfir höf- uð sér, voru hersveitir sendir á vettvang til þess að þagga niður í þeim. Jafnvel íslenzkir landnemar Skráðust til slíkrar herferðar í Eanada — og þóttust menn að meiri. Óumdelanlega var þetta þó herför ræningjans og í engu fræki- leg, því að Ind^ánar gátu tæpast heitið vopnum búnir í samanburði ’ við þá, er að þeim sóttu, og þess ■ vegna dæmdir til þess að lúta í lægra haldi, falla í valinn eða sæta afarkostum, ef griða var völ. Allt var þetta réttlætt með yfir- burðum hvita mannsins, sem kom- inn var til þess að rækta lönd og reisa borgir. Ruddalegustu rán og manndráp var réttur hins sterka. Og til þess að samvizkan færi ekki' að gera neinn óskunda, var grimmd og fláræði Indíánanna, sem leyfðu sér að veita aðkomu- mönnum viðnám af veikum mætti, gert að þjóðsögu, sem enn er ljós- lifandi í vitund margra. Nú hafa Indíánar í Bandaríkjun- um og Kanada búið Tangan aldur á afmörkuðum svæðum, sem látið var heita, að skyldu vera nokkurs konar eignarlönd þeirra — og auð- vitað harðhnjóskulegri öðrum hér- uðum. Þar var farið eftir svipaðri reglu, og þegar hvítir menn í Suð- ur-Afríku reka Svertingjana á bletti, sem aðrir vilja tæpast nýta, þótt aðgreiningu kynþáttanna sé ekki haldið uppi með svívirðingar- lögum Suður-Afríkumanna. Þar ræður þó ef til vill ekki munur á manngæzku, heldur hitt, að Svertingjarnir i Suður-Afiríku eru miklu fleiri en hvítu mennirnir en IndíáraarnJir í Bandaríkjunum og VfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 585

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.