Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 6
\ ára, var ég titiirv ®rt þrár eins og sauökindurnar og eftir langan og strangan eltingaleik kornst ég fyr- ir ærnar í djúpa giii þar hátt uppi i fjallinu. Tók ég þá allt í einu eftir því, að veður var að gerast válynt. Dimmur sorti var að fær- ast yfir loftið úr vestri, fjöUin nötruðu af óskiljanlegum skothvell um og skærum leiftrum brá öðru ■ hvoru fyrir vfir fjöllunum í suð- vestri. í fyrstu duttu mér rjúpna- skyttur í hug og ég taldi þetta nokkurn veginm eðlilegt, en svo ; tók ég eftir því að dimmt él var j allt í einu skollið yfir og úrkom- an úr loftinu var hvorki snjór eða j regn, heldur einhver fínmulinn, • svartur salii. Jörðin virtist sveipuð , óvenjulegum lit og ærnar voru | hættar að gefa sig að beitinni. Ég hraðaði mér heim með ær- hópinn, hýsti ærnar í skyndi og hentist svo heim í bæ og sagði 1 þar frá liinum dularfullu náttúru j hamförum, sem mér stóð dulinn , ótti af. Var ég þar eitthvað frædd- , ur um HeMu'gos og Skaftárelda ! og allar þær ógnir, sem fóru í j kjölfar þeirra. Hresstist ég víst lít- j ið við þau tíðindi og hugur minn í var í uppnámi. Einhverja næstu ’ daga bárust svo fregnir utan aí | Breiðdalsvík um Kötlugosið. Nú kom brátt á daginn að fieiri ' geigvænlegir atburðir voru i að- sigi. Óþekkt landfarsótt var kom- in upp í Reykjavík og fólk var 1 sagt deyja þar í hrönnum. Var , veiki þessi talin upp runnin suður i í Evrópu og kölluð „spánska ; veikin“. Enn á ný fýlltist ég duld- «m ótta, einkum er mér voru sagð- ar hrollvekjandi sögur um „Stóru j bólu“ og „Svarta dauða“. Fólk kom sér saman um að forð- í ast allar samgöngur og samneyti ! við utansveitarmenn. Mest óttuð- , ust menn smithættu frá Austfjörð- ; um vegna skipakoma þangað. Ég minnist þess að einhverja þessa daga komu gestir, tveir bræður sunnan af Strönd, og ætluðu til j fundar við systur sína, sem heima átti á einhverjum bæ nærri Reyn- i dalsskarði, en þaðan var stutt leið , til Fáskrúðsf jarðar og grunur lék ; é samgöngum þar á mili. Nú var mönnum tjáð, að þeir ! myndu mega fara óhindraði á ! ákvörðunarstað, en vísast væri að { þeÍT fengju ekki að fara til baka i aftur. Þeir sneru því aftux á Rand- versstöðum. ’ 1. desember þetta ár varð ís- land fB'Uyalda ríki. Ekki minnist I 582 ég þess, að ég heyrði á þann at- burð minnzt á Randversstöðum og tel fráleitt að það hefði gufað upp úr minni mínu, ef ég hefði heyrt um það talað. Fréttablöð koinu engin að Randversstóðum og land- símastöð var úti á Breiðdalsvík. Auk þess held ég að þjóðmáía- áhugi hafi verið víðs fjarri Rand- versstaðabændum. Mér ei næst að halda að þeir hafi talið að Hannes Hafstein væri énnþá ráðlierra. Og hvað ætli þeir hafi látið sig nokkru varða, hvort ísland hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis, ef þeir fengju sæmilegt verð fyrir ullina sína og kjötið? Hvort aðrir Rreiðdælingar hafa verið sama sinnis, veit ég ekki og mun ekki hafa skynjað slíkt sök- um æsku. En einhvern tima í des- embermánuði minnist ég að hafa heyrt þau gleðitíðindi, að heims- styrjöldinni væri lokið og íógnuðu því al'lir af heilum hug. Vetrarhörkur. Vetrarhörkur voru miklar í Breiðdal þegar kom fram yfir ára- mót og miklum snjó hlóð þar nið- ur- Þótt hey væru allmikil á Rand- versstöðum, varð að halda fé þar til beitar og var yfir því staðið í Randversstaðablá flesta daga. Var það mikið verk og erilsamt, því að viða leyndust vakir á tjörnum og lækjum, sem hættu gátu vald- ið. Margir áttu á sömu mið að sækja til að nota beitina og urðu stundum út af þessu einhverjar nábúaglettur, sem uxu viðkomandi bændum í augum í bili, en munu vart hafa staðið mjög djúpum rót- um,. Þó minnist ég þess að Guðni bóndi kom eitt sinn heim á miðj- um degi úr yfirstöðu og sagði sín- ar farire kki sléttar. Hafði slegið þar í brýnu milli hans og eins ná- búa út af hagbeit í Blánni. Höfðu út af þessu hlotizt handalögmál, sem enduðu með ósigri Guðna. Taldi hann sig allan meiddan og marinn, en er hann hafði hresst •sig á vænum sopa af hoffmanns- dropum, tóku meiðslin að mildast og brátt bar ný og alvarlegri vandamál að höndum, sem jöfn- uðu öl hjaðningavíg. Hækkandi sól. Sólarlaust er á Randversstöðum einhvern tíma vetrar, því aö há fjöll byrgja sólarsýn í suðri og suðvestri á meðan sólargangur er stuttur. Ekki man ég nú að segja liá því, hvenær sól hverfur þar að hausti, eða hvenær vetrar hún sést þar aftur heima við bæ. En vel man ég þrá mína eftir sólnni og margan sprettinn var ég búinn að hlaupa niður á grundirnar fram af bænum á móti sólinni, sem með hverjum degi lagði undir sig örfá fet til viðbótar af undirlendi dals- ins. Loks var hún komin neðst í túnjaðarinn, svo smá mjakaðist hún heim túnið og einn morgun- inn teygðu fyrstu geisiar hennar sig upp á baðstofugluggann. Þann dag bakaði mamma mín lummur með kaffinu, ófeigur kom í heimsókn og sagði okkur margar og skemmtilegar sögur um skóla- lífið á Möðruvöllum og ég hentist eitthvað út um grundir til að fagna góða veðrinu. En uppi á neðsta hjallanum sat hópur af drifhvítum rjúpum. Nú var norð- angarðurinn greinilega á undan- haldi fyrir mildari veðráttu, en sunnanátt og þíða í nánd. Og rjúpurnar voru að verða svo spak- ar, að ég gat næstum gengið að þeim og tekið þær með berum höndum. Með stírur í augum. Það byrjaði að leka af þökun- um og brátt var komin belhrign- ing með hamförum og sunnan- stormi. Jörðin fylltist af krapaelg, svo illfært var að komast í fjár- húsin, sem stóðu vestur við vestari lækinn og lækirnir í fjallinu voru að verða að skaðræðisfljótum. Fólkið á Randversstöðum las „Þúsund og eina nótt“ á vökunni o-g lifði sig inn í austurlenzku æfintýrin. Svo fór það að sofa i sælli kyrrð hins íslenzka vetrar. Um kl 2—3 um nóttina vaknaði fólk í húsi Guðna við hundgá i’g hávaða. Hvað var að gerast? Guðni fór út i gluggann og að- gætti hverju það sætti að tikin Snotra hamaðist og gelti, rétt eins og óvinaher sækti að bænum úr öllum áttum. Það var víst ekki um að villast að eitthvað var á seyði. Úti á hlaðinu kvað við hátt kindarjarm, en þar var ekki von á neinum skepnum um þetta leyti sólarhrings. Guðni klæddist, fór út og skygndist um. Kom hann skjótt inn aftur og sagði þau tíð- indi, að snjóflóð væri fallið á nokk urn hluta af bæjarþorpinu, fjós og ærhúskofi Ófeigs lægi í rúst, en eitthvað af ánum 'hefði komizt út úr tóftinni. Lítið annað var þá í bili vitað um, hvað gerzt hafði, vegna veðurofsa og náttmyrkurs. T I M I N N — SUNNURAGSBl.Af)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.