Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 19
 Mörg ár eru liðin síðan GuSmundur Tómasson háði kappsláttinn á iþróttamót- um Borgfirðinga — melra en fimm áratugir. En hann er kempulegur enn og kann að leggja á eggjárn, svo að biti. fundargerð frá a'ðalfundi U.M.S.B. 1920 segir formaður sambandsins, Kristinn Guðmundsson: Talið ein- sætt, að U.M.S.B. yrði að halda kappslættinum áfram í þessi fimm umsömdu ár“. Reglurnar um verð- launin virðast vera eðlilegri eins og Ármann Dalmannsson segir þær. Það verður ekki séð, hvað verð- launagripirnir kostuðu, en þeir voru gerðir af Stefáni Eiríkssyni, eins og Ármann líka nefnir, og það kemur einnig fram hjá dr. Guðmundi Finnbogasyni í Tím- anum. Guðmundur Tómasson seg- ist hafa heyrt, að skápurinn, sem hann vann, hafi kostað 150 krón- ur. Skápurinn er útskorinn á hlið- um og á hurð, dökkur í lit. Hurðin er með útstæðum hornum, og sé mælt út á horn á hurðinni, er stærð skápsins um 35X45 senti- metrar. Verðlaunin sýna, hvers virði góðir sláttumenn voru á þeim tíma. Inngangseyrir á íþróttamótið 1918 var sjötíu og fimm aurar og hafði hækkað úr fimmtíu aurum. Hefur því þurft að selja fimm hundruð aðgöngumiða til þess að borga peningaverðlaunin ein fyrir utan það, sem verðlaunagripirnir kostuðu. En peningaverðlaunin, þrjú hundruð krónur ,gaf Halldór Vilhjálmsson á Hvanneyri, svo að sambandið þurfti ekki að borga nema verðlaunagripina, sem telja má, að ekki hafi kostað minna en peningaverðlaununum nam. Ekki veit ég, hvað vikukaup kaupmanna var 1918, en 1919 vissi ég, að greiddar voru kaup- manni níutlu tH hundrað krónur á viku. Á ýmsan hátt má meta og vega til verðgildis þessi þrjú hundruð 'króna verðlaun til að fá saman- burð við nútímann. Leiðum nú hugann að því, sem var tilefni þessarar greinar. Þor- steinn Böðvarsson, bóndi í Grafar- dal, andmælÍT því i 17. tölublaði Sunnudagsblaðs Timans á blaðsíðu 390, að Tómas Jóhannsson haí'i ævinlega sigrað: „Það er aftur mis minni, að Tómas Jóhannsson sem þar dvaldist um tíma (þ-e. á Hvann eyri) hafi farið með sigur af hólmi í flest eða öll skiptin, sem kapp- sláttur var háður“. Og seinna í greininni segir Þorsteinn: Víkjum þá að kappslættinum. Á þessu móti var Guðmundur Tómasson frá Einifelli í Stafholtstungum fyrstur að slá sína skák“. Þá kemur í Sunnudagsblaði Tím ans, 21. tölublaði, greininni eftir Ármann Dalmannsson á blaðsíðu 499. Þar segir: „Ég legg hér nokk- ur orð í belg vegna þess, að í at- hugasemd Þorsteins í 17. tölublaði er ekki heldur að öllu leyti rétt með farið. Tómas var fyrstur með sinn reit, en slátturinn var ekki nógu góður til þess, að hann næði hæstu stigatölu. Sagði hann mér á eftir, að hann hefði tekið það ráð, að leggja allt kapp á hraðann, vegna þess hvað reitur hans var ósléttur. Þegar dregið var um reit ina, kom ósléttasti reiturinn í hlut Tómasar. Guðmundur Tómasson fékk hæsta stigatölu út úr keppn- inni og hlaut þvi 1. verðlaun". Skýrsla sú, sem birtist hér með um kappsláttinn á Hvitárbakka sunnudaginn 4. ágúst 1918 fylgdi grein dr. Guðmundar Finnbogason ar, er hann reit í Tímann 10. ágúst 1918. Ætti þar ekkert að fara á milli mála, nema prentvillupúkinn trani sér fram. Eins og skýrslan ber með sér er Guðmundur Tómasson með hæsta einkunn í sláttuhraða — T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 595

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.