Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 20
VID GLUGGANN TRYGGINGAR OG SLYSALAUSAKSTUR 1 Danmörku eykst sifellt sá munur, sem þar er gerður á tryggingargjöldum þeirra bila- eigenda, sem óhöppum valda, og hinna, er komast klakklaust leiðar sinnar á bifreiðum sinum, Stærsta tryggingafélag Dan- merkur mun frá 1. april bjóða fulla húftryggingu á 800 kiló- gramma þungum einkabilum fyrir fjórtán hundruð krónur hvern ársfjórðung, ef menn hafa ekið nokkur ár án þess að eiga sök á óhöppum. Aðrir verða að borga miklu EKKI ALLT GULL, SEM GLÓIR. Norðmenn, sem ferðast til suðrænna landa, bera sig mjög upp undan þvi, að þeir séu iðu- lega sviknir i viðskiptum. Einkum hafa margir verið prettaðir i kaupum á skartgrip- um, sem látið er i veðri vaka, að séu úr gulli. Þeir eru með stimplum, sem eiga að sýna og sanna, að þeir séu úr ósviknu gulli, en þegar til kemur, reyn- ist þetta aðeins vera þunn gull- húð á öðrum og miklu ódýrari málmi. ógerningur er fyrir þetta fólk að ná rétti sinum eftir á, þvi að annaðhvort er upp- runastimpill á þessum gripum falsaður eða hann vantar með öllu. SKÆRI IIANDA ÖRVHENTU FÓLKI öll verkfæri eru sniðin eftir þörfum þeirra, sem beita hægri hendinni frekar en hinni vinstri. Til skamms tima hömuðust for- eldrar og kennarar við að þröngva örfhentum börnum til þess að skrifa með hægri hend- inni, likt og sáluhjálp þeirra lægi þar við — stundum með ömurlegum afleiðingum. Nú hefur þetta breytzt sem betur fer, og nú er meira að segja farið að búa til áhöld við hæfi örvhentra manna. Til dæmis hefur finnsk verksmiðja nú um skeið haft á boðstólum skæri, sem að öllu leyti eru gerð með þeim hætti, er bezt hentar örvhentu fólki. Og það hefur verið kominn timi til þess, þvi að verksmiðjan hefur ekki undan að búa til þessi skæri. Áður höfðu þvilik skæri aðeins fengizt með mikilli fyrirhöfn frá ftaliu eða Þýzkalandi — og allt að þvi tvöfalt dýrari en önnur skæri. Finnsku skærin eru aftur á móti nákvæmlega jafndýr, hvort sem þau eru ætluð örv- hentu fólki eða ekki. Og auð- þekkt eru þau: Handföngin eru rauð. að skrifa þannig, að það verði skilið með köldu hjarta. Verulegur hluti á að vera þannig, að lesandinn aðeins skynji hann inni i sér. Lesandinn verður að fá tækifæri til að opna sin eigin leynihólf. Hann verður að taka þátt i sveiflunum — og það getur hann miklu betur en hann imyndar sér fyrst, guði sé lof. Þannig er þetta: Sá, sem gengur að þvi með hlýju hjarta að lesa bækur Vesaas, fyrir honum mun upp lokið verða. Hinn, sem ætlar sér að brjótast þar inn með kaldri skynsemi — honum er ráðlegra að snúa sér eitthvert annað. Sem stilsnillingur gat Tarjei Vesaas sér snemma gott orð. Þó virðist hann naumast hafa náð fullkomnu valdi á persónulegum stil sinum fyrr en með Kiminu. Þá er stillinn orðinn i stuttu máli eins orðfár og hugsazt getur. öllum óþörfum og miður þörfum orðum er þar visað á bug. Sjálft orð- færið er einfalt, — án þess að verða fábrotið, en þvi er jafnframt gefinn sá kostur að geta tjáð jafneðlilega hugs- anir barna, unglinga og fullorðinna, jafnt heilbrigðra sem vanheilla. Makalaus dæmi um tilbreytingu eftir aldri persóna má finna i Klakahöllinni, þar sem sifellt skiptir um orðbragð eftir þvi, hvort börnin hugsa eða hinn alsjáandi sögumaður. t nánum tengslum við stilinn er eðli- legt að sjá hinar einkennilegu skyn- janir höfundarins, og þá á ég við, hvernig hann skynjar umhverfi sitt, hið raunverulega. Flestum islend ingum mun koma spánskt fyrir sjónir, að hann virðist heyranáttúruna jafnmikið og hann sér. Vitanlega á þetta sér að nokkru skýringu i gróöuríari Noregs. t skógunum verða ýmisleg hljóð heyrð, og jafnvel „kyrrðin þýtur i trjánum’’, eins og hann sagði i siðustu bók sinni. En svo gat hann lika séð það, sem aðrir heyra. Neyðarópi Ingu i Kiminu lýsti hann svo: ,,...þá kom stór myrkur skermur ofan úr loftinu. Eins og heljarstórt, þanið og viðkvæmt blóm. Skall á brekkunni og hvarf. Það var óp. Skerandi óp, sem breiddist út og féll niður og brast kringum þau eins og svört himna. Eins og sekúndu myrkvun um hádag. Það þarf enga miðilsgáfu til að sjá svo, en það þarf snilligáfu. En það eru ekki bara sjón og heyrn, sem hann beitti á sérstæðan hátt. t leiknum mikla er mjög athyglisvert, hvernig lykt verður meginþáttur i skynjun Pers á býlinu. Hann finnur lykt af hinum ótrúlegustu hlutum, svo sterka, að mikið má vera, ef einlægur lesandi finnur hana ekki með honum. Það, sem endanlega skipar Tarjei Vesaas eitt innsta sæti á skáldabekk i minum huga, verður þó ekki það, sem hér að framan er tiundað, táknmál hans og stilsnilli. t skáldsögunni um Sandeltréð, sem litillega var vikið að áður, segir frá manni, sem alla ævi hefur unnið að ritun einnar bókar og lýkur henni raunar ekki svo okkur sé tjáð. Þessi bók fjallar ,,um það að vera til”. Meira fáum við ekki að vita. En betri lýsingu á ritstörfum Tarjei Vesaas verður varla á kosið. Alla ævi var hann að skrifa ,,um það að vera til”, um þessa undarlegu skepnu, manninn, um það hvernig hún hrekst og velkist i veröldinni, leitar að sjálfri sér — og finnur stundum. Og um and- stæðurnar miklu — eða samstæðurnar ef vill — lif og dauða. Þetta sjónarspil, þessi mikli leikur, var alltaf viðfangsefni hans á svo einlægum og heiðarlegum grunni, að það má vera meira en meðalkalt hjarta, sem gengur hjá, hvað þá skyggnist inn, án þess að verða hlýrra við. 308 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.