Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Blaðsíða 22
tslenzkir fjölboðar, blöð og út- varp, flytja iðulega fregnir um rangindi og valdniðslu, seni fólk er beitt. En það cr þcssum freguum yfirleitt sameiginlegt, að þetta fólk á lieima einhvers staðar úti i lieimi — i Grikklandi eða Kandarikjunum, Tékkó- slóvakiu eða Sovctrikjunum, svo uokkur lönd séu nefnd. Þetta er vitaskuld ekki nema gott og blessað. En skyldi engin ástæða vera til þess að spyrja, hvernig einstaklingum hér á landi okkar gengur stundum að ná rétti sinum gagnvart samfé- laginu — þvi kerfi, sem við bú- um við? Er það aldrei óhugnan- lega sterkt, þungt i vöfum og óbilgjarnt eða er það dæma- laust, að það beri inennsk við- brögð ofurliði og skáki öllu, sem sanngirni getur heitið, út i horn i skiptum við einstakiinga, sem orðið Itcfur á milli tannhjól- an na. Eftir á að hyggja er það rangt að segja, að þetta ómennska miskunnarleysi kerfisins is- lenzka i skiptum við þegnanna liafi ekki komið til umræðu. Það hefur einmitt verið mjög rætt, þvi að gagnsókn náttúru- verndarmanna er auðvitað einn kapituli þeirrar sögu. En það var ekki sá þátturinn, sem ég hafði i huga að þessu sinni, held- ur hvernig einstaklingar geta átt það á hættu að troðast undir, einn og einn, án þess að nokkur virðist fá rönd við reist. Og nú vil ég spyrja: Hvernig er varið skilningi á rétti fólks, seni vegna mistaka i sjúkra- húsum (læknum getur skeikað eins og öðrum mönnum) verða að búa við langvinnar þjáningar og jafnvel örkuml, og hvar er hemillinn á þvi tannhjólinu i mannféiagskerfinu, sem tryggir, að slikt fólk sé ekki for- smáð i óláni sinu, heldur bætur inntar af hönduin, að svo miklu leyti sem bótum verður við koinið? Hvernig skyldi þeim ganga að fá réttan sinn hlut, sem að ósekju og vegna mis- skilnings lenda i höndum lög- reglunnar og sæta þar niiður viðurkvæmilegri meðferð, jafn- vel hættulegri lifi þeirra og heil- brigði? Hvar standa þeir, sem sagt er upp atvinnu sinni, án þess að verið sé að fækka starfs- fólki og án þess að neitt sé út á vinnubrögð þeirra, stundvfsi eða afköst sé að setja, heldur hafa aðeins orðið fyrir barðinu á duttlungum og geðþótta svo- kallaðra eigenda eða umráða- manna einhvers fyrirtækis? Ég veit, hverju svarað verður: Það verður bent á lögin og dómstólana — „með lögum skal land byggja!” En skyldi það ekki vera nokkuð ójafn leik- ur, þegar efnalitill eða cfnalaus einstaklingur á mál að sækja opinberri stofnun og sjálfu em- bættiskerfinu og þar aö auki ef til vill inn á svið sérfræðinga, þar sem stéttvisin nálgast sam- ábyrgð um vörn friðhelgs vigis? Fyrir nú utan allan seinagang við þess konar málsóknir. Það er náttúrlega stórmál, ef rússneskur orðsnillingur og stórskáld fær ekki að taka við Nóbelsverðlaununum sinum, en það er lika stórmál fyrir suma, ef ofurvenjulegt leggjarbrot barus verður að margra ára meini með langvinnum þján- ingum, andlegum og likam- legum, vegna mistaka og þrá- kelni, og gerist það við bæjardyr okkar, er málið okkur óneitan- lega skylt — einkum ef enginn telur sér annað fært en leitast við að láta fyrnast yfir það. Þá er kerfið sem sé orðið mennsk- unni ofviða. J. H. Rœtt við Einar Framhald af 303. siðu. heppinn. Það hefur varla komið fyrir, að nokkur maður hafi skorið sig i fing- ur, hvað þá að önnur stærri slys hafi hent á þeim skipum, þar sem ég hef verið innan borðs, og auk þess voru þau skip, sem ég var á, oftast með þeim aflahæstu. Þaðer ekki litið lán að hafa siglt og slarkað á sjó áratugum saman, án þess að nokkurt óhapp- smátt eða stórt, hafi hent. - 0 - Þegar ég var strákur las ég einhvers staðar þá speki, að i veröldinni væru til þrjár tegundir af mönnum: Þeir, sem væru lifandi, þeir, sem væru dauðir, og þeir, sem stunduðu sjó. Mér fannst þetta framúrskarandi snjallt, þvi þar var orðuð hugsun, sem ég hafði fundið til, einhversstaðar djúpt i sálinni, en ekki náð að mynda. En eftir, að ég hef heyrt Einar Guðmundsson i Hafn arfirði hlæja hressilega eina kvöld stund, hlýt ég þó að viðurkenna, að menn geti verið ágætlega lifandi þótt þeir hafi varið flestum beztu árum ævi sinnar á hafi úti. - VS. Lausn 12. krossgátu Ú T E V c, r U N N u n5 s /? fl C A F R *. s K S 'I S'fíRAUM&úÞA 'o I 0 T U R S £ R n'o ft R f\ fluNNtiN'G'O/1 /V fí N o NN A 'A R fí K // Ý D R AU L A t> / A K r'0L l n fí F S 'fí R fí F A R I H K U L L AR SÆKtT N A P P fl R fí /f fí R L / * N E I N fí N£ R n El EN N C UM ftR Ffí £ 1 S VfípA T O R C /fc' i K'fí I C R'fí J>'fl N A R v E L •+ V A K A N ö t t-fl 310 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.