Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Qupperneq 1
Fegurð og helgiblær Þingvalla á sér margar myndir, sem birtast næmum sjáanda hvort sem horft er
yfir sviðið allt og vatnið.af hæðunum þar sem vegurinn sveigir niður af Mosfellsheiði, staðið er við
hringsjána á barmi Almannagjár eða niöri á vatnsbakkanum, þar sem bær og kirkja speglast I logn-
kyrrum fleti Öxaráróss. Still þessara húsa er vaxinn inn í landslagsmyndina og samofinn staðnum. Hið
sama verður ekki sagt um timburkumbaidana hinum megin við ána, þessi hrófatildur, sem gefið
hefur verið hið vegala nafn —Vaihöll. — Þeir verða alla tíð, meðan uppi standa, eins og ör eftir ljótt sár
á ásjónu Þingvalla. Ljósm. Sig. G. Norð
EFNII BLAÐINU: — Visnaþáttur — Faðirinn, smásaga eftir Björnson
— Þjóðlegar sagnir — Grein um göngur á Landmannaafrétti — Viðtal við
Vigdisi Finnbogadóttur leikhússtjóra — Söngurinn i sjóbúðinni, dularfull
frásögn — Minna rusl, þýdd frásögn — Furður náttúrunnar — Á ýmsum
nótum — Nokkur kvæði o.fl.