Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Side 3
Björnstjerne B jörnson: Smásaga FAÐIRINN Þórður hét maður og bjó á Efri-Asi og var einhver hinn atkvæðamesti bóndi i sókninni, þar sem þessi saga gerðist. Hann kom einn dag inn i stofu prestsins fattur og þurrlegur. — Ég hef eignazt son, sagði hann, — og ég vil láta skira hann. — Hvað á hann að heita? segir presturinn. — Finnur, i höfuðið á föður minum. — Og guðfeðginin? segir presturinn. Þórður nefndi þau. Það var ekki annað en helztu menn og konur þar i sveitinni, öll i sjálfs hans ætt. — Er það nokkuð meira? segir presturinn og litur upp. Bóndi stóð stundarkorn og mælti: — Mér þætti gott, að hann yrði skirður einn sér. — Á rúmhelgan dag? segir presturinn. — Næsta laugardag um hádegi, segir bóndi. — Ekkert frekara? mælti presturinn. — Ekkert frekara, svarar bóndi og snýr húfunni eins og hann ætli að fara. Þá stóð presturinn upp: — Þetta ennfremur, segir hann, gengur að Þórði, tekur i hönd hans og horfir i augu honum: — Guð gefi, að barnið þitt verði þér til blessunar. Sextán árum siðar var Þórður i stofu prestsins. — Þú berð aldurinn vel Þórður, segir presturinn. Hann sá engan mun á honum. — Ég er ekki heldur neinn rauna- maður, svarar Þórður. Prestur þagði, en þvi næst segir hann: — Hverra erinda ertu kominn i kvöld? — I kvöld er ég kominn sonar mins vegna, segir Þórður. — Það á að ferma hann á morgun. — Hann er efnilegur piltur, mælti prestur. — Ég vildi ekki borga prestinum segir Þórður, — fyrr en ég vissi, hvar hann ætti að standa á kirkjugólfinu. — Hann á að standa fremstur, mælti presturinn. — Ég heyri að svo sé, anzaði Þórður, — og hérna eru tiu spesiur til prestins. — Ekkert frekara? segir presturinn og litur til Þórðar. — Nei, ekkert frekara, svaraði Þórður og gekk burt. Nú liðu átta ár. Þá var það einn dag, að prestur heyrir hávaða fyrir utan stofudyrnar. Þórður var þar kominn við tiunda mann og gekk fremstur. Prestur litur upp og kannast við hann. — Þú er mannsterkur i dag, þykir mér, segir hann. — Ég ætla, segir bóndi, — að biðja yður að lýsa með honum syni minum og henni Katrinu Guðmundsdóttur frá Stóruhlið, sem hér stendur. — Rikustu stúlku hér i sveit, segir prestur. — Svo segja þeir, anzaði bóndi og stauk um koll sér. Prestur sat stundarkorn hugsandi og sagði ekki orð, en ritaði nöfnin i kirkjubókina, og skrifuðu mennirnir undir. Þórður leggur þrjár spesiur á borðið. — Mér ber ekki meira en ein, sagði presturinn. — Veit, ég þaö, svarar Þórður, — en hann er einkabarn. Ég vil láta mér farast vel. Prestur tók við peningunum. — Nú hefur þú komið hingað þrisvar sinnum sonar þins vegna, mælti prestur. — Enda er þetta siðasta ferðin, svarar Þórður, brýtur saman veski sitt, kveður og fer. Hinir mennirnir gengu hægt út á eftir. Fjórtán dögum siðar réru þeir feðgarnir i blæjalogni yfir vatnið til Stóru-Hliðar og ætluðu að fara að tala um brúðkaupið. — Þóftan sú arna er völt undir mér, segir sonurinn og stendur upp til að skoða hana betur. í sama bili skriðnaði borðið undir honum, er hann stóð á. Hann sló út höndunum og datt hljóðandi út i vatnið. — Taktu i árina, kallaði faðirinn, spratt upp i sama bili og rétti hana að honum. Sonurinn réðst tvivegis til að ná i hana, en þvi næst stirðnaði hann upp. — Biddu svolitið, kallar faðirinn og rær að honum. Þá kastaði syni hans aftur á bak. Hann mændi augunum á föður sinn — og sökk. Þórður gat varla trúað þvi. Hann einblindi á blettinn, þar sem sonur hans hafði sokkið niður, eins og hann vonaði, að honum mundi skjóta upp Bólur nokkrar hlupu upp á vatninu — nokkrar fleiri, og loks ein stór, er sprakk sundur — og vatnið lá spegil- slétt eins og áður. 1 þrjá sólarhringa sáu menn föðurinn róa kringum sama blettinn, svo að hann hvorki neytti svefns né matar. Hann var alltaf að leita að syni sinum. Að morgni hins þriðja dags tókst honum loks að finna hann, og kom hann meðhanni fanginu gangandi upp brekkurnar heim til bæjar sins. Nú leið svo sem svaraði einu ári frá atburði þessum. Þá heyrir prestur, að einhver rjálar úti við dyrnar og þreifar eftir lásnum. Prestur lýkur upp og kemur inn maður hár og lotinn, skarp- leitur og hvitur af hærum. Prestur virti hann fyrir sér, áður en hann kannaðist við hann. Það var Þórður, sem kominn var. — Ert þú svo seint á ferð? segir prestur og stóð kyrr hjá honum i sömu sporum. — Já,ég kem seint, mælti Þórður og settist niður. Prestur settist lika niður eins og hann væri að biða nokkurs. Þeir voru langa stund hljóðir. Þá mælti Þórður: — Ég hef nokkuð meðferðis, sem ég feginn vil gefa fátækur. Að svo mæltu stóð hann upp, lagði peninga á borðið og settist aftur niður. Prestur taldi þá og segir: — Þetta er mikið fé. — Það er verðið fyrir hálfa jöröina mina, mælti Þórður. — Ég seldi hana i dag. Prestur sat lengi þegjandi. Loksins segir hann vingjarnlega: — Hvað ætlarðu nú að taka-ér fyrir hendur? — Eitthvað sem betra er, svaraði Þórður. Þarna sátu þeir um stund, Þórður horfði til jarðar, en presturinn horfði á hann. Þá tók presturinn til máls og segir lágt og seint: — Nú held ég hann sonur þinn sé Þórður, og höfug tvö ár runnu niður eftir kinnum háns. Þórður og höfug tvö ár runnu niður eftir kinnum hans. Steingrimur Thorsteinsson þýddi. 1904 Sunnudagsbiað Tímans 843

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.