Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Síða 5
t ÞjóöLegœz sagoíR [ Ljós í heiði Ferðamaðurinn átti erfitt með að halda sér uppréttum i storminum. Hriðin hafði skollið á fyrirvaralaust, eins og stundum vill verða i desember- mánuði, og þar sem fönnin var mikil fyrir og nýjum snjó kyngdi niður, varð hann að fara af baki og teyma hest sinn. Sortinn var það mikill, að hann sá ekki handa sinna skil og varð þess fljótlega vis að hann var villtur orðinn. Það tóku að renna á hann tvær grim- ur með að halda áfram. Ekki mundi spyrjast meir af honum ef hann lenti i Giljunum. þar voru há og þverbrött gljúfur um ólgandi jökulsá. Sennilega væri áin á is, en hvað stoðaði það þann, sem félli þar niður. Frá þvi falli kæm- ist enginn lifandi. Ferðamaðurinn rýndi út i hriðina og sá i fyrstu ekkert en siðan grillti hann i ljós til vinstri við sig. Gat það verið. að hann væri að nálgast bæ. Nei, svo vel þekkti hann heiðina, að hann hlaut eft- ir timanum að dæma að vera á henni miðri. Þetta hlaut að vera annar ferðamað- ur með stormlukt og nú var um að gera að ná honum. Hann teymdi hest- inn af stað i ófærðina. en það var eng- inn hægðarleikur, svo djúpir voru skaflarnir og hesturinn barðist um og reif sig upp úr þeim eftir mætti. Ljósið færðist hægt undan, svo að hvorki dró sundur né saman með þeim. Þá reyndi ferðamaður að hrópa út i storminn, en annaðhvort heyrði þessi ljósberi illa, eða þá að hann kærði sig ekki um félagsskap. Eftir þvi, sem á leið gönguna, dró fremur úr dýpt skaflanna og loks kom að þvi, að ferðamaður gat setzt á hest sinn. Hugðist hann nú ná ljósberanum, þvi það hafði hann þó getað séð, að sá var gangandi og hafði ekki hest i taumi. En hversu sem hann herti á hestinum minnkaði það ekki bilið milli þeirra. Loks voru þeir komnir niður af heið- inni og snögglega birti til og dró úr hriðinni. Nö%komst ferðamaður að þvi hver hafði lýst honum leiðina. Rétt fram undan honum gekk ung stúlka, fremur litil vexti, grannvaxin. klædd hettu- úlpu. Ekki bar hún neitt ljósker, svo að hann gæti séð. Sunnudagsblað Tímans ,,Ég þarf að þakka henni fyrir hjálp- ina", hugsaði ferðamaður og þeysti þessa stuttu leið, sem til hennar var. Þegar hann var rétt kominn til hennar hrasaði hesturinn, svo að ferðamaður varð að lita af stúlkunni. Þegar hann ætlaði svo að heilsa henni var hún horfin. Þarna var enginn staður til að leyn- ast, þvi að rennslétt var, svo að hann ætlaði ekki að trúa sinum eigin augum. En hún var horfin og hann sá hana aldrei framar. Heiðina fór hann ekki oftar einn og varð aldrei neins visari hver hún var, en það eitt vissi hann, að hún hafði verið honum vegvilltum ljós i myrkri. (Sögn úr Dölum) Álftabarnið Einu sinni var litill drengur á bæ. Hann var eina barnið á heimilinu, og þarsem alllangt var til næstu bæja, og þar aðeins fullorðið fólk, var hann oft einmana, og voru þó foreldrar hans og heimilisfólk honum eins gott og hugsazt gat. Sumardag, er drengurinn lék sér i búi sinu, sá hann litla bláklædda telpu koma til sin. Hún spurði, hvort hún ætti ekki að leika sér við hann, þvi að hún væri sjö ára eins og hann. Hann varð þvi sárfeginn og léku þau sér til kvölds. Þá kvaddi hún drenginn og hvarf upp i kletta rétt ofan við túnið. Drengurinn fór heim óvenju glaður og léttur i lund. Eftir þetta kom telpan dag hvern og lék sér við drenginn, en hann gleymdi lengi vel að segja frá henni heima hjá sér. Þegar hann loks gerði það, brosti fullorðna fólkið og hélt þetta imyndun eina saman. Árin liðu. Drengurinn óx og var kominn að fermingu. Hann þótti ein- rænn og undarlegur nokkuð i háttum, þvi að eigi leið svo dagur til kvölds að hann tæki sér ekki tima til að ganga upp i brekkuna, þar sem búið hans var. Sat hann þá á tali við bláklæddu stúlkuna, sem hann vissi fyrir löngu, að var álfamær og átti heima i klettunum ofan við túnið, en enginn sá hana annar á heimilinu. Daginn áður en hann átti að ganga til spurninga, kom álfastúlkan döpur mjög. Sagðist hún nú verða að kveðja hann alfarið, þvi að leiðir þeirra lægju i sundur. Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka safnaði og skráði. ★ Ekki vildi piltur sætta sig við það, en svo varð að vera, sem hún vildi. Kyssti hún hann með tárum og óskaði honum alls góðs, gaf honum þá gjöf, að hann skyldi geta fellt mál sitt i stuðla, ef honum sýndist, og fór það eftir. Varð hann orðhagur og undi sér við ljóð löngum stundum. (Sögn móðurömmu þess, er ritar, Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Ægissiðu). Ferð án farar Maður nokkur átti við mikla erfið- leika að striða. Var hann hættur að geta sofið og hvildist þvi litt, þótt hann lægi langar nætur i rúmi sinu. Lá honum við örvilnan og vissi engin ráð til úrbóta. Svefnlyf gögnuðu hon- um alls ekki. Nótt eina, er hann lá vansvefta, fannst honum allt i einu kallað á sig. Brá þá svo við, að hann leit upp úr rúmi sinu, en sá þá sjálfan sig liggja þar sem fyrr. Skildi hann ekki hvernig slikt mætti vera. Leið maðurinn út úr húsi sinu, og er út var komið, sá hann hest, sem hann hafði átt ungur, og var hesturinn búinn öllum reiðtygjum. Vel vissi maðurinn, að hesturinn var löngu felldur, en i þvi ásigkomulagi, sem hann var i, fannst honum það minnstu máli skipta. Settist hann þvi á bak hestinum, og fór hesturinn með hann svifandi yfir fjöll og firnindi. Vetur var, frost og fjúk, en ekki fann maðurinn til kulda. Ekki létti hesturinn fyrr en hann hafði borið sinn fyrri húsbónda heim á bernskuheimili hans. Nam hann þar staðar, sem maðurinn hafði átt flestar ánægju- stundir i æsku, en það var i hvammi við á. Nú var vetur og snjór alls staðar, nema i hvammi þessum. Þar stóð gróður i blóma og ilmur lyngs og blá- gresis fylltu vit hins þreytta manns. Sat hann i hvamminum um hrið, unz hann hafði enduríieimt nokkuð af fyrri sálarró. Þá fann hann sig knúðan til að stiga aftur á bak hests sins, sem bar hann sömu leið til baka. Við húsdyrnar 845

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.