Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Blaðsíða 14
ingur , og á þeim árum, sem hér um ræðir vann hann hjá Vitamálaskrif- stofunni. Ég veit ekki, hvort ástæða er til að rekja verkefni hans, enda óvist, að ég kunni að telja þau öll, en ég veit, að hafnirnar i Vestmannaeyjum, á Húsavik og á Akranesi eru hans verk. Sömuleiðis vatnsveita Borgarness. Þegar svo á striðsárunum var stofnuð verkfræðideild við háskólann hérna, var hann fenginn til þess að skipu- leggja þá kennslu og var einn af þremur fyrstu prófessorunum i þeirri deild hér á landi. En eins og ég sagði áðan, þá var móðir min og er hjúkrunarkona. Hún var eitt skeið talsvert mikil framá- kona i þjóðlifinu, þvi hún var formaður hjúkrunarfélagsins Liknar og auk þess formaður Félags islenzkra hjúkrunar- kvenna, sem nú heitir vist reyndar Hjúkrunarfélag fslands, þvi nú eru karlmenn lika farnir að læra hjúkrun, svo þá er auðvitað ekki lengur hægt að láta félagið heita hjúkrunarkvennafél- ag. Auðvitað settu þessi störf móður minnar ákaflega sterkan svip á heim- ilið. Og þegar ég hugsa til bernsku minnar, þá finnst mér ég eiginlega vera alin upp með Hjúkrunarkvenna- félaginu — það er svona næstum eins og sá félagsskapur sé systir min. Mamma var alltaf siskrifandi á ritvél, og i borðstofunni heima, þar sem hún hafði sitt vinnuafdrep, var alltaf fullt af einhverjum plöggum frá Hjúkr- unarkvennafélaginu. •— Þú sagðir þarna áðan, að þú værir innfæddur Reykvikingur.En ertu það lika i ættir fram? —Nei, nei. Ég er af traustum bændaættum annars vegar, en af prestum hins vegar. Föðurættin min er svokölluð Þorvaldarætt. Ég er kom- in af séra Þorvaldi Böðvarssyni, sálmaskáldi. Hann var þrikvæntur, en hann missti nú hempuna, blessaður, þvi að hann eignaðist eitt sinn barn á millikvenna. En formóðir min er hans siðasta kona, ein af Bólstaðarhliðar- systrum. Þorvaldar nafnið hefur lengi verið sterkt i þessari ætt. Föðurafi minn var séra Þorvaldur Jakobsson, prestur i Sauðlauksdal, sem var lika mikill kennari, og þar var alltaf margt ungt fólk i námi hjá honum. — Áráttan til kennslu er þá ekki alveg nýtilkomin i ættinni? — Nei, ekki nú alveg. Séra Þor- valdur afi minn kenndi um langt árabil i Flensborg og ég hef heyrt af þvi látið, að hann hafi verið frábær islenzku- kennari. Og nafni hans, séra Þorvald- ur Böðvarsson, sálmaskáld, — hann gerðist skólahaldari i fyrsta barna- skólanum að Hausastöðum i Garða- hreppi Thorkilliibarnaskóla, sem stofnaður var 1792, og reyndist fram- úrskarandi góður kennari. En kennsl- an varð athvarf hans og atvinna, þann tima sem hann ekki fékk að sinna prestskap. — Já, þú ert að minnsta kosti fjórði einstaklingur ættarinnar, sem vitað er að stundað hefur kennslu að verulegu marki. — Það er vist. Þetta er sjálfsagt ein- hvers konar ættarfylgja. — En þá er að huga að móðurætt þinni. — 1 móðurætt er ég af Skeiðunum og frá Miðdal i Mosfellssveit. Eirikur móðurafi minn var bóndi i Miðdal og bjó þar á móti Einari bróður sinum, föður Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Þannig eru mamma og Guð- mundur Einarsson bræðrabörn. Vil- borg, amma min, kona Eiriks i Mið- dal, var þekktur Reykvikingur. Hún var ákaflega skelegg kona og skildi við Eirik bónda sinn og fluttist til Reykja- vikur með börnin. Siðan bjó hún lengi að Laugavegi 27 og var i miklu vin- fengi við skáldin i Reykjavik. Þeir gáfu henni allar sinar bækur áritaðar frá ,,höf.” Ég held, að það hafi verið skemmtilegt heimili hjá henni, þarna að Laugavegi 27, þvi þangað kom jafn- an margt stúdenta og annarra menntamanna. Amma spáði fyrir þeim.Hún las i kúlu — og þótti reyndar vera dálitið forn i skapi. — Veiztu til þess, að spádómar hennar hafi komið fram? Alveg áreiðanlega! Kúlan, sem hún notaði við spádómana er ennþá til, en ég hef þvi miður aldrei séð neitt merkilegt i þeirri blessuðu kúlu. — En ef við snúum okkur að nú- tiðinni: Hvenær snerir þú þér aftur að leiklist og leikbókmenntum? — Strax og ég fór að stunda mitt bókmenntanám i Frakklandi, hallaðist ég iskyggilega að leikbókmenntum. Ég minnist þess ekki, að ég hafi skrifað svo ritgerð i öllu minu námi — þar sem á annað borð átti að fjalla um bókmenntir — að ég hafi ekki tekið leikbókmenntir til meðferðar. Og þegar ég var i Frakklandi, þá sótti ég leikhús mikið og vann meira að segja um tima i leikhúsi. Siðan kom ég heim, en fór aftur utan, og settist þá i leiklistarsögu- deildina i Kaupmannahafnarháskóla, þar sótti ég tima i ein þrjú misseri, hjá prófessor Thorben Krogh, og hans liðsmönnum, en ég tók ekki próf i þessari sérgrein. Siöan hef ég oftar en einu sinni farið utan og verið i tengsl- um við leikhús, aðallega i Paris. — Hvaðfórstu svo að gera, þegar þú komst heim frá námi, alkomin? — Ég fór strax að vinna i Þjóðleik- húsinu, vann þar á bókasafninu og sá um leikskrána. Það var meðal annars fólgið i þvi að skrifa greinar um höf- unda þeirra leikrita, sem sýnd voru og svo að sjá um að leikskráin kæmist út. Þarna var ég i3 ár, fyrst i stað, og svo aftur i önnur þrjú, þannig að það urðu alls sex ár, sem ég vann i Þjóðleikhús- inu. — Svo varst þú nú ein af stofnendum Grimu, eða er það ekki rétt? —■ Jú, ég var ein af þeim sex mann- eskjum, sem i það fyrirtæki réðust, án þess að eiga nokkurn skapaðan hlut, nema áhugann. Bæjaryfirvöldin lán- uðu okkur Tjarnarbæ til leiksýninga og þar lékum við af hjartans lyst. — Hverjir voru þessir sex, sem áttu slika bjartsýni? — Það voru leikararnir Kristbjörg Kjeldog Erlingur Gislason, Guðmund- ur Steinsson, Þorvarður Helgason, Magnús Pálsson, leikmyndateiknari og ég. Við stofnuðum þetta vegna þess, að okkur langaði til þess að sjá hér fram- úrstefnuverk, sem okkur fannst að heldur hefðu verið afskipt i verkefna- vali islenzku leikhúsanna. — Þið settuð lika á svið ýmis verk þeirrar tegundar, ef ég man rétt? — Já. Við sýndum Læstar dyr eftir Jen-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og enn fremur mergjaða þjóðfélagsgagnrýni eins og Bieder- mann og brennuvargana eftir Max Frisch. Við tókum lika upp á þvi að lesa leikverk eftir islenzka höfunda. Þannig lásum við af sviði leikrit Hall - dórs Þorsteinssonar, A morgun er mánudagur og sömuleiðis leikrit eftir Magnús Jónsson, Frjálst framtak Steinars Ólafssonar, — talsvert skemmtilegt leikrit. Oddur Björnsson var einn þeirra ungu höfunda, sem við kynntum og Bríet Héðinsdóttir steig sin fyrstu stóru spor á leiksviði hjá okkur. Þetta voru sérlega skemmtileg ár og gaman að hugsa til þeirra nú. Við unnum nótt og dag fyrir ekki neitt. En að visu vorum við ekki ein um það. Margir leikarar, bæði frá Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Reykjavikur voru reiðubúnir að hjálpa okkur og leika með okkur — fyrir ekki grænan eyri þvi það græddist aldrei neitt. Þetta var blátt áfram aðdáunarvert og hefur, satt að segja, aldrei verið þakkað svo sem vert væri. Ég á lengi eftir að muna hvernig Haraldur Björnsson sagði það i Beidermann og brennuvörgunum, að ef maður vildi blekkja einhvern, þá skyldi maður bara segja sannleikann, þvi honum tryði enginn. — Já, svo þú manst þetta. Hann 854 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.