Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Page 21
I n 1111 úrunnar _ mSshOGNSF&SZLH Til eru fuglar sem kuuna að steypa, eru múrarar og hreinustu snillingar i múrverki — til að mynda nashyrningsfuglinn með stóra múrskeiðar- nefnið. Frúin múrar sig sem sé inn i hreiðurhúsi, áður en hún verpir og fer að unga út. Húsið er oftast skúti f gömlu tré. Frúin hreinsar liann að öllu rusli frá síðasta ári, og siðan múrar hún upp i dyrnar, en hefur þó gat á, og bóndi hennar stingur þar að henni aldinum og smádýrum til matar. Þctta heimili er miðdepillinn i fifi og bústangi nashyrningsfuglanna. Öll fjölskyldan er á ferli umhverfis það. Ilver fjölskyldufugl á þar ákveðið náttból. Setjist tvær fjöiskyldur á sama bletti, til að myuda sín i hvoru tré, sem standa saman, skerst i odda, og fuglarnir heyja striðiö meö fjaðrafoki og óhljóðum. Bóndinn færir henni einnig leir og hálm, sem hún klistrar sarnan meö nefinu. Fuglarnir eru fundvisir á jarðefni, sem loða vel saman og harðna vel við þurrk. En þetta er seinlegt verk, og hjónin eru stundum nokkrar vikur að þessu. Bóndinn er aðeins „hand- langari”, en frúin cr múrara- meistarinn. Allt er þetta haglega gert og traust scm húsveggur. Þegar fyllt hefur verið upp i dyrnar, svo að nefsrifa ein er I miðju, fer fniin að verpa. Hún liggur lengi á, og heldur sig inni hjá ungunum, unz þeir eru flevgir og færir. Þessi inniseta getur oröið allt að hundrað dagar. Wi Þarna inni eru móðir og ungar örugg. Rándýr vinna ekki á ..hurðinni” með klónum, og unga- inóöirin á það til að stinga hvössu nefi út um rifuna og særa óboðna loppu. En jafnvel i frumskógunum getur orðið húsnæðisekla hjá nashyrningsfuglum, þvi að góðir skútar i tré eru vandfunduir. i Kóngó má sjá húsnæðisleysingja i biöröðum biða þess, að fjölskylda opni og ungarnir fljúgi út. V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Sunnudagsblaö Tímans 861

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.