Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Qupperneq 11
Margslungið mynztur gljúfra breiðir hér úr sér fyrir ljósopi myndavélarinnar i
Mariner 9 eins og risavaxiö skordýr á Mars-svæðinu Nontis Lacus. Myndin var
tekin 10. jan. 1972 og nær yfir svæöi, sem er 426 sinnum 542 km að flatarmáli.
Hvorteru þetta hryggireða gjár —snúið myndinn fyrirykkur.
frumstæð hin tæknilegu hjálpartæki
eru, sem dugðu til þess að komast i
þennan stóráfanga mannsandans.
Brahe hafði til að mynda aldrei séð
sjónauka. Hann gerði allar athuganir
sinar á stjörnum himinsins með ber-
um augum, og allir útreikningar Kepl-
ers til þess að finna braut Mars, voru
gerðir án lógaritma-taflna. Sjónauk-
inn og lógaritminn kom til sögunnar
skömmu siðar.
Árið 1611 var heimili Keplers i Prag
aftur komið i upplausn. Astandið i
landinu var mikil ringulreið vegna
styrjaldar. Kepler komst i mikil fjár-
hagsvandræði og varð þunglyndur.
Max Caspar, prófessor i Munchen,
fullyrðir i hinu mikla verki sinu um
Kepler, en þangað eru sóttar margar
upplýsingar i þessa grein, að árið 1616
hafi verið mesta óhamingjuárið i lifs-
ferli Keplers. 1 febrúar lézt sex ára
gamall sonur þeirra hjóna úr misling
um og siðar á árinu dó kona Keplers i
farsótt sem geisaði um landið.
Hamingjudögunum i Prag var lokið.
Þó tókst Kepler að ljúka merkum
visindaáfanga i ljósfræði.
Kepler hafði alllengi haft i hyggju að
flytjast frá Prag. Þegar hér var komið
fékk hann stöðu sem landbúnaðar-
stærðfræðingur og kennari i Linz i
Austurriki. Þangað fluttist hann 1617
og kvæntist öðru sinni árið eftir.
Þrátt fyrir vandkvæði þau, sem hon-
um stöfuðu af mótmælendasöfnuöum
og ofsóknum kaþólskra, dvaldist hann
i Linz allt til 1626. Þar lauk hann rit-
verki þvi, sem hann taldi sjálfur
geyma meginverk lifs sins. — „Hinir
samræmdu heimar”.
Bókin kom út 1619 og færði heimin-
um meðal annars nýjan visindaárang-
ur, sem hafði mikilvæga þýðingu og
hefur verið kallaður þriðja lögmál
Keplers. Það er á þá lund, að hlutfallið
milli brautartima reikistjörnu i öðru
veldi og meðaltalsfjarlægð frá sól i
þriðja veldi sé ákveðin tala og hin
sama fyrir allar reikistjörnur. Þetta
lögmál tengirsólkerfið beinlinis saman
i samræmda heild, og það varð for-
senda Newtons að þyngdarlögmálinu.
Meðan Kepler fékkst við þessar
rannsóknir, bárust honum slæmar
fréttir frá systur sinni. Aldurhnigin
móðir þeirra, Katrin Kepler hafði ver-
ið ákærð fyrir galdra. Þetta var um
jólaleytið 1615, og nú brá Kepler hart
við og sparaði hvorki tima né fé til
þess að reyna að bjarga henni frá bál-
inu, og það tókst honum eftir nær sex
ára baráttu. Hann varð hvað eftir ann-
að að gera hlé á rannsóknarstarfi sinu
til þess að fara móður sinni til hjálpar.
1 annað sinn, sem hann fór til Wiirten-
berg — en þar sat móðir hans i fang-
elsi — hann var að heiman og fjarri
starfi sinu i Linz i heilt ár.
Sýknudómur var kveðinn upp yfir
Katrinu Kepler 1621.
Árið 1626 var Linz hertekin i annað
skipti á dvalarárum Keplers þar, og
þegar hann hafði verið i eins konar
stofufangelsi i borginni rúma þrjá
mánuði, fékk hann loks að fara brott i
nóvember. Hann fór þá með fjölskyldu
sina — konu og þrjú börn — til Regens-
burg, og þar lézt Kepler 15. nóvember
1630.
Eitthvert skýrasta visindamanns-
einkenni Keplers var sú gleði sem
hann tendraðist, þegar hann fékkst við
erfið og miklvæg úrlausnarefni. Seigla
og þolgæði voru þó sterkustu eiginleik-
ar hins mikla hugsuðar. Sannleiksleit
Keplers er og allsráðandi. Hann lagði
ekki fullan trúnað á annað en það, sem
honum virtist fullsannað. Hann var þvi
ætið reiðubúinn að breyta hugmyndum
sinum i samræmi við rannsóknar-
niðurstöðum. Visindaviðhorf hans
hafði þvi mikil og góð áhrif á þróun
náttúruvisinda.
Það, sem skipar Johannesi Kepler
þó fyrst og fremst i sérstakan sess i
sögu visindanna er hinn þroskaði hæfi-
leiki hans til þess að sameina dulrænt
hugarflug og virðingu fyrir staðreynd-
um og athugunum. Þetta gerir hann
mikinn brautryðjanda á breytinga-
tima milli miðalda og hugsunarháttar
siðari tima.
Framfarir þær, sem átt hafa sér
stað i stjörnufræði á siðustu þremur
öldunum, hafa að miklu leyti orðið fyr-
ir stórskref i visindalegri tækni. En
enn þá eru lögmál þau, sem Kepler
fann með ristilnum einum og hugar-
styrk sinum, grundvöllur sá, sem sú
háborg tækninnar stendur á. Og þau
lögmál — útreiknuð vitneskja um
hreyfingar reikistjarnanna — munu
lengi standa. Þegar við og óteljandi
kynslóðir, sem á eftir okkur koma hafa
safnazt undir græna torfu, munu reiki-
stjörnurnar enn þjóta brautir sinar
um himingeiminn eftir þeim lögmál-
um óbreyttum, sem Jóhannse Kepler
reiknaöi þeim. Þess er vert að minnast
á yfirstandandi Mars-árum.
(A.K. endursagði, að mestu eftir
grein Nils Holte).
Sunnudagsblað Tímans
35