Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Síða 18
næstum úr hálsliðnum til að sjá Flugu-
mýri þar sem Gissur bjó og barg lifi
sinu með þvi að fela sig i sýrukeri.
Þegar ég var að læra Islandssögu i
barnaskóla var mér voðalega illa við
Gissur jarl. En þó hafði hann vit á að
ganga þann veg frá Gamla sáttmála
að einmitt á honum byggðu Islending-
ar sjálfstæðiskröfur sinar gegn Dön-
um.
Við Bólu þar sem Hjálmar bjó og
orti i Beethovensstil hafa einhverjir
menningarbjánar sem hafa misskilið
meistarann reist skáidinu minnis-
varða i hörpuliki! En mér hefði þótt
betur við hæfi að það væri i mynd
steytts hnefa. Reyndar ofsóttu þeir og
fyrirlitu skáldið meðan það var ofan-
jarðar. I Bólugili bjó skessa, ljót og
ódæl og gerði hún bændum i nágrenn-
inu margan óleik. Loks tók sauðamað-
ur nokkur, ungur og upprennandi sig
til og fékk sér nesti og nýja skó og kom
flagðinu fyrir kattarnef, i eitt skipti
fyrir öll og blés ekki úr nös eftir afrek-
ið. Varð hann auðvitað hinn mesti
auðnumaður eins og titt er um kraft-
idjóta i samkeppnisþjóðfélagi.
1 Giljareitum vestan til á öxnadals-
heiði hélt ég niðri i mér andanum og
bjóst þá og þegar við þvi að rútan
steyptist i gilið og færi þar i þúsund
mola. Þá væri ég nú i neðra. En við
komumst klakklaust úr þessari svaðil-
för eins og úr öllum svaðilförum. Svo
komum við i þennan fræga öxnadal.
Þar bjó Jónas eins og allir vita og þar
skein ástarstjarna hans yfir Hraun-
dranga skær og björt þar til hún hvarf
á bak við ský eins og allar aðrar ástar-
stjörnur. Mér finnst Jónas náskyldur
Mozart andlega þótt undarlegt megi
virðast. Hins vegar á hann fátt sam-
eiginlegt meö Schubert þó þeir hafi
verið nær i tima og mótast af svipuð-
um menningarhugsjónum.
Loks blasir Eyjafjörður við spegil-
sléttur eins og lognfrosin isbreiða. Og
til Akuryerar komum við kl. 1/2 8 um
kvöldið eftir 11 og 1/2 klst. ferð. Hér
var ég með öllu ókunnugur og tók þvi
leigubil að hótelinu. Hann beygði rétt
fyrir næsta horn og stanzaði fyrir
framan gamlan og hrörlegan timbur-
hjall i Hafnarstræti. Gat þetta verið?
Var þetta hótelið sem foreldrar minir
höfðu borið hið bezta orð? Mér varð nú
ljóst, að mamma hafði haft rétt fyrir
sér. En hér var ég kominn og of seint
að snúa við. Herbergið sem ég fékk til
afnota var nr. 13. Það þótti mér ljót
tala. Þar inni var eitt rúm, einn stóll,
eitt borð og einn ofurlitill skápur. Það
var allt og sumt. En rúmið var gott en
borðið aftur á móti alltof lágt og erfitt
að skrifa við það.
Þetta var á annarri hæð i eldfimu
timburhúsi. Hvað gerðist nú ef eldur
kæmi upp á neðri hæðinni að nætur-
lagi? Ég kikti út i öll horn og i einum
afkima herbergisins fann ég bruna-
stiga. Ég leit á gluggann. Það var ekki
hægtað opna hann nema smárifu allra
efst. Mér var þvi ljóst að ég yrði að
brjóta rúðuna, ef ég neyddist til að
forða mér út um hann. En með
hverju? Ekki með höndunum. Það gat
haft hinar ægilegustu afleiðingar. Þá
kom ég auga á stólinn sem sat þarna
þegjandi og hæverskur á gólfinu. Þar
var verkfærið sem mig vantaði. En ef
stiginn skyldi ekki ná nógu langt niður
og ég yrði að láta mig falla siðasta
spölinn og hálsbryti mig i fallinu? Það
var til litils að bjarga sér undan æð-
andi eldslogum en uppskera hálsbrot i
staðinn. Það náði engri átt. Það var
blátt áfram háðulegt. Ég rakti úr
stiganum og breiddi hann á gólfið. Sið-
an kiifraði ég upp i gluggakistuna,
opnaði rifuna og reyndi að meta hæð-
ina niðri og bar hana saman við lengd
stigans. Jú, þetta virtist koma heim
og saman.
Þegar ég hafði lokið þessum var-
úðarráðstöfunum skokkaði ég út til að
heilsa upp á Hjálmar i Landsbankan-
um. Sigrún kona hans sat við af-
greiðsluborðið þegar mig bar að garði.
Hún rak upp stór augu eins og hún
hefði séð draug. En samkvæmt kennar
heimsmyndakerfi er ekkert pláss fyrir
drauga svo þetta hlaut að vera ég með
holdi og blóði. Þá bauð hún mér að
skoða sýninguna. Og það gerði ég. Ég
er með þeim ágalla fæddur að hafa
mjög takmarkaða ánægju af myndlist,
Hún skirskotar litið til min. Eigi að
siður hafði ég gaman af að skoða þess-
ar myndir og þær komu mér meira að
segja dálitið á óvart. Svo birtist
Hjálmar sjálfur. Hann varð forviða
þegar hann sá mig spigspora þarna
um saiinn og spurði:
„Hvern andskotann ert þú að gera
hér?”
,,Ég er að skoða málverk”, svaraði
ég.
,,Já, gerðu svo vel”, sagði hann þá
og áttaði sig.
A eftir, sagði hann mér að hann hefði
fremur búizt við dómsdegi,en sjá mig
skjóta upp kollinum hér norður við
yzta haf. Ég fór snemma að sofa þetta
kvöld. Stúderingar urðu að biða betri
tima.
Miövikudagurinn 14. júni færðist yfir
himinhvelfinguna skafheiður og sól-
fagur. Ég var á fótum snemma og fór
þá i skoðunarferö. Ekki hafði ég lengi
farið er ég sá kirkjubákn furðulega
mikið trónandi uppi á hárri hæð. Hátt
hreykir andleysið sér, datt mér i hug.
Þó var þessi steinhöll smásmiði ein og
sannkallað listaverk borin saman við
Hallgrimskirkjuófreskjuna i Reykja-
vik. Siðan hélt ég i Lystigarðinn. Þar
voru há tré og falleg blóm. Samt sem
áður hafði ég gert mér miklu glæstari
hugmyndir um þennan fræga stað. Ég
hafði imyndað mér hann sem sann-
kallaðan frumskóg með hrekkjóttum
öpum og talandi páfagaukum, trjám
og kjaftstórum og gráðugum krókódil-
um i sikjum og tjörnum. En ég sá að-
eins ómerkileg skorkvikindi og einn
ástfanginn þröst sem spókaði sig á dá-
litlum grasbala og söng viðkvæm ásta-
ljóð til sinnar útvöldu. Og svo voru
þarna stelpur að vinna, en þær voru
ekki einu sinni fallegar og þó var mikið
sólskin. Þær voru norðlenzkar. En hafi
þessi rómaði skrúðgarður valdið mér
vonbrigðum varð andapollurinn mér
sannarlegt andlegt áfall. Hann virðist
aðeins vera óþokkalegt hrekkjarbragð
til að narra að saklausa ferðamenn,
ofurlitil forarvilpa þar sem nokkrar
værukærar endur syntu i fullkomnu til
gangsleysi fram og aftur, en á tjarnar-
bakkanum prédikaði geðbiluð gæs og
barði saman vængjunum boðskap
sinum til áherzlu. Aldrei skal maður
leggja trúnað á ferðamannaáróður,
hugsaði ég og skundaði niður i bæ til að
stúdera götulif Akureyrar.
Það var mikil umferð af gángandi
fólki i miðbænum. Mikið var á útlend-
um túristum. Miðaldra Amerikanar,
sem kjósa Nixon, voru i algjörum
meirihluta. Þeir gengu i suðrænum
sumarklæðnaði sem hefði komið þeim
illilega i koll ef hann hefði gert hret á
norðan. En nú skein sól i heiði og hitinn
var 21 stig svo þessir Nixonistar jöpl-
uðu á tyggigúmmii, átu is og góndu
skilningslaust á kort af Akureyri sem
þeir voru með i höndunum og bentu og
pötuðu fálkalega i allar áttir. Dönsk
hjón stóðu á götuhorni og þjörkuðu um
það hvar þau ættu að fara inn og fá sér
hressingu. Kannski hefur þessi deila
hitnað og harðnað og kveikt upp i þeim
■* óslökkvandi heift og hatur sem endaði
með skilnaði og málaferlum. Verka-
menn i samfestingum lötruðu til vinnu
sinnar eins og uppgefnir vagnhestar.
Þeir voru að byrja enn einn nýjan
vinnudag svo þeir gætu haldið lifinu i
fjórum æpandi óþekktarormum og úr-
illri eiginkonu. Það var daglega lifið
og æðsta takmarkið. Aldurhniginn og
prúðbúinn góðborgari bar höndina upp
að hattinum i kveðjuskyni fyrir mið-
aldra frú sem sigldi á fullri ferð eftir
Hafnarstræti með þanin segl og hnar-
reist baugspjót. Léttlyndar skrifstofu-
piur með stór brjóst og spennandi fæt-
ur flögruðu um á kjólunum einum,
náttúruunnendum eins og mér til
Flutt á bls. 46
42
Sunnudagsblað Tímans