Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 2
Velferöari'íki getur veriö undar- lega götótt fllk. Viö teljum lifskjör hér á islandi jafnast viö þaö sem bezt gerist I öörum Iöndum,meira aö segja engu verri eni há- þróuöum iönaöarrikjum Vestur- Evrópu. Þetta er ef til vill rétt, en þó fáum viö alltaf viö og viö oln- bogaskot, sem minna ónotanlega á, aö gloppur eru miklar i velferöar rikinu. Hér rikir ekki fullkomin samábyrgö um velferöina, ein- stakiingurinn er ekki nægilega tryggöur fyrir áföllum. Viö eigum „samábyrgö islenzkra botnvörpu- skipa” en ekki fullkomna samábyrgö Islenzkra borgara. A þaö má benda, aö trygginga- kerfi, llftryggingar, slysa- tryggingar og lifeyrissjóöur veiti stundum allrlflegar bætur fyrir örorku, slysfarir eöa dauöa fyrir- vinnu-manns heimilis, jafnvel svo aö úr veröi sæmiieg lifsbjargar- iaun um alllangt árabil. En alltaf eru samt aö gerast slys, sem ekki fást bætt nema aö litlu leyti. Þessir einstaklingar hafa lent i gjám og jökulsprungum velferöarrikisins. Fyrir nokkrum árum missti maöur hönd viö skipavinnu I ver- stöö noröur i landi. Hann fékk ekki slysabætur vegna þess, aö hann, sem veriö haföi verkstjóri viö vinn- una, var talinn hafa átt nokkra sök á slysinu meö gáleysi sinu. Mönnum finnst slikt undarlegt ákvæöi um slysabætur og tryggingar, rétt eins og menn láti hönd eöa fót af yfirlögöu ráöi. Slik slys gerast ef til vill langoftast aö einhverju leyti af gáleysi einhvers, en gera veröur ráö fyrir aö enginn valdi sér eöa öörum örkumlum viljandi. Þess vegna er ekki hægt, og þaö á ekki samleiö meö neinni réttlætisvitund, aöláta menn missa tryggingabóta af sllkum sökum, hvaö þá aö iáta börn, konu eöa heimili gjalda sllks meö þvl aö svipta menn slysabótum á þeim forsendum. Vmis slys og málaferli hafa átt sér staö af þessu tagi slðustu árin, og fólk, sem slzt skyldi, orðiö út- buröir i velferöarþjóðfélaginu, nema góögeröarfélög hlaupi undir bagga meö söfnunum, og kemur þó sjaldan aö miklu haldi. Undanfarna daga hafa blööin annað eins megi ekki koma fyrir og eigi ekki aö geta gerzt, þá kemur þaö samt fyrir aftur og aftur, og engar endurbætur á trygginga- kerfinu eru geröar. Nú væri ástæöa til, aö Alþingi setti á laggir eina nefnd — gloppu- nefnd — og fengi hún þaö hlutverk aö skoöa vel þau slysatilfelli, sem oröiö hafa siöustu tuttugu árin, eöa svo, án þess aö þar fengjust þær Velferðarþjóðfélagið verður að hætta að bera út örkumlaböm skýrt frá þvi, aö ungur maöur, sem var aö brjótast áfram I iönnámi og haföi auk þess fyrir aö sjá barni og unnustu, sem hann var aö reyna aö hjálpa áfram til náms, lenti I slysi I grjótnámi og missti hönd og fót. Blööin segja, aö þessi maður fái aöeins 7 þús. kr. úr tryggingum á mánuöi vegna örkumla sinna. Slysatrygging hafi ekki veriö næg, og jafnvel þótt honum veröi ekki kennt um slysið af „gáleysi” — sem raunar á ekki aö skipta máli — þá fer svona. Nú hafa góö félags- samtök I hyggju aö veita unga manninum stuöning meö fjár- söfnun, og er þaö vel. En viö skulum nema staöar og hugleiöa, hvaö gerzt hefur. Þessi ungi maður hefur lent I einni þessari undarlegu jökul- sprungu, sem liggur undir sléttu og felldu yfirboröi velferöar- og tryggingaþjóöfélagsins Islenzka, og þótt hver einasti maöur segi, aö tryggingabætur, sem veröa aö teljast lágmarkskrafa velferöar- þjóöfélagsins til sjálfs sin. Reynslan úr þessum tilvikum á aö benda á gloppurnar og hvaö gera þarf til þess aö inenn falii ekki I þær. Síöan veröi geröar þær öryggisráöstafanir I trygginga- kerfinu meö lagaboöum, sem framfylgt væri meö svo góöu aöhaldi, aö dugi til þessara þjóö- félagslegu slysavarna. Sllk nefnd, ef ráö fyndi, væri betri en tiu ýmsar aörar. Velferöarþjóöfélagiö Is- lenzka veröur aö hætta aö bera örkumlabörn út, og þaö á aö vera hægt aö brúa eöa fylla þessar gloppur og sprungur I kerfinu. Vinnandi menn mega ekki eiga yfir höföi sér sllkan útburö, og þeir eiga ekki heldur aö vera komnir upp á hjálparnáö manna, fyrir þá sök aö hafa lent i slysagildrum trygginga- kerfisins. Þeir eiga samfélagsleg- an rétt á bótum. -AK 218 Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.