Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 9
skjóta af fallbyssum sinum i virö-
ingarskyni viö þeirra konunglega leiö
toga. Eftir að Brooke hafði sagt þeim
það, og þeir látiö sér vel lika, spuröu
þeir hann, hvort hann myndi fáanlegur
til að koma i land á sinum eigin léttibát
til aö sækja Hassim fursta.
Ef Brooke heföi veriö allt of gefinn
fyrir, aö fara eftir ströngustu um-
gengnisreglum viö þjóðhöföingja,
heföi hann hæglega getað neitað þess-
ari uppástungu. En honum var nær
skapi að veröa viö þessum tilmælum
án frekari rekistefnu. Hann mátti ekki
gleyma þvi aö Hassim var konungbor-
inn maður, sem átti aö erfa elzta
konungdæmi Malaya i öllu eyjahafinu.
Brooke fór þvi i land sjálfur til aö
sækja furstann og lét skjóta 21 skoti af
fallbyssum skipsins til heiöurs honum.
Föruneyti það, sem steig i skipsbát
hans var skrautlegra en nokkur fylk-
ing, sem hann haföi áöur augum litið.
Fyrst komu fánaberar, sem báru
skjaldarmerki og fána Bruni-manna.
Næst fór hljómsveit striðsbúinna
manna og lék á trumbur og málmgjöll.
A eftir komu liösforingjar og báru
sverð furstans á gylltum börum, aðrir
báru skjöld hans og önnur vopn. Þar á
eftir gekk Hassim fursti undir
gulri sólhlif, sem þrælar báru. Hann
haföi gullprýddan túrban á höfði. A
eftir honum gengu bræður hans tólf og
þá aöalsmenn og ráöherrar sem ráku
lestina.
Brooke selflutti þessa gesti út i skip
sitt, en það hafði veriö prýtt og snyrt
sem mest af tilefni heimsóknarinnar.
Þar skemmti fyrirfólkið sér viö aö
horfa á sjálft sig i honum stóru spegl-
um og át og drakk krásir og veigar af
hjartans lyst. Hirðmenn furstans
fieygöu ávaxtahýöi og öðrum matar-
úrgangi tvist og bast um þiljur skips-
ins, stýrimönnum og liðsforingjum
Brookes til furðu og skelfingar.
Hassim lék augsýnilega forvitni á að
vita, hvert hið eiginlega erindi
Brookes væri til lands hans. Honum
þótti kynlegt, aö hann skyldi ekki vilja
verzla. Þegar Brooke sagöi honum aö
Englendingar væru mjög áfjáöir i
feröalög til annarra landa, spurði
Hassim, hvortmörg svæði heimalands
hans væru enn ókönnuð. Brooke sagöi,
aö svo væri ekki, en hann væri svo
hamingjusamur að eiga nokkurt skot-
silfur, og þvi gæti hann látiö það eftir
sér aö sigla til ókunnra landa. Þegar
Hassim heyröi það, taldi hann vist, aö
Brooke væri nákominn Englands-
drottningu aö frændsemi eða mægð-
um. Þetta sýndi hiö austræna lifsviö-
horf. I augum Malaya-höföingja hlaut
maður meö peningaráö að vera rikis-
arfi eða stórhöföingi.
Brooke tókst aö fá leyfi Hassims til
þess aö fara I könnunarleiöangur inn i
landiö, en varö þó aö heita þvi að
leggja ekki leið sina til uppreisnar-
svæða. Honum voru fengnir tveir hátt-
settir Bruni-menn til leiðsögu, og hann
eyddi næstu vikum i feröalög um
skóga upp meö ám, en þangaö höföu
Evrópumenn ekki komiö áöur svo aö
vitað væri. Hann hitti þar fyrir marga
Dyaka, sem aldrei höfðu séö andlit
hvfts manns fyrr. Hann varð margs
visari um siðu og háttu Dyaka og
komst að raun um, aö þeir væru I eöli
sinu friösamir og góöviljaðir menn,
þótt þeir hefðu lengi stundað manna-
veiðar. Þeir voru einlægir og vinátta
þeirra auöunnin.
Þegar Brooke kom aftur til Kuching,
tók Hassim honum meö sömu viöhöfn-
inni og áður og gaf honum vörpulegan
órangútan, er Brooke skiröi Betsy.
Hasim hét honum einnig að senda þau
orö til Singapoore aö vestrænum kaup
mönnum væri heimilt að verzla viö
Sarawak-þjóöflokka. Þegar Konungs-
sinni létti akkerum, var kveö ja hans til
Brookes: Tuan — gleymdu mér ekki.
Og siðan lét hann fallbyssur sinar
þruma, unz skipið hvarf sýnum.
Næstu vikur eftir brottförina frá
Sarawak, hringsólaði Brooke um
næstu hafslóðir. Siöan ákvað hann aö
halda heim. En siöustu orö Hassims
fursta ómuöu sifellt i eyrum hans.
Þar aö auki þótti honum illt að hafa ei
Sunnudagsblað Tímans
225