Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 20
Nýlega er komin út svonefnd
gjafabók Almenna bókafélagsins,
en slík kver hefur félagiö gefiö út
upp úr hverjum áramótum í
fimmtán ár. Aö þessu sinni er birt í
gjafabókinni leikrit eftir klerkinn
og sálmaskáldiö Valdimar Briem,
og nefnist þaö t jólaleyfinu, og er
gamansamur farsi 1 anda sins tima,
áöur óprentaö. 1 leikritinu er
allmikiö af rimuöum skáldskap,
veraldlegum i bezta máta, léttum
og gamansömum, ,,og stingur aö
þvi leyti gagngert I stúf viö
almennar hugmyndir um alvöru-
gefiö sálmaskáld og trúarleiö-
toga”, eins og Tómas Guömunds-
son segir i formála sinum. Og
þarna er margt býsna vel kveöiö og
hnyttilega, og sést þar enn gerla,
hve gamanskáldum þessara tima
var matarást hinnar fátæku þjóöar
sitækt efni til gamanmála.
Þessi boröbæn i leikritinu er til
aö mynda dæmi um þaö, og kalla
mætti hana litt prestlega, en manni
veröur miklu hlýrra til sálma-
skáldsins fyrir þaö aö vita, aö hann
átti til aö bregöa sliku fyrir sig:
Drottinn blessi rnatinn minn
magál speröla og hákarlinn,
hangiket og súrsuö sviö,
siróp köku og bræöing viö,
en þó einkum flotiö góöa
og feitmetið.
Leikrit þetta hefur lengi legiö
óprentaö, og sá grunur læöist aö
manni, aö séra Valdimar hafi ef til
vill ekki veriö óöfús aö láta á þrykk
þetta æskuverk sitt, eftir aö viröu-
leikinn tók aö fþyngja honum.
Þessa visu lætur Valdimar leik-
persónu kveöa gegn óhreinku:
Ári, ég hræöist ekki þig,
enga ég skelfist hættu,
æ, komiö nú allir utan um
mig
engiarnir tindilfættu.
1 leikritinu situr Þorleifur i baö-
stofu, fléttar reipi og kveöur þegar
þorri fer i hönd:
Nú er dýröin úti öll,
út eru jóiin liöin,
gengu upp sextán sauöaföll
aö seöja á fólki kviöinn.
Mörvarnir, ef man ég rétt,
meir en átján fóru,
þá hafa lika margan mett
magálarnir stóru.
Upp af sprcölum æriö gekk,
ógn af floti og keti.
Hver einn álnar kerti fékk
aö kveikja á sinu fleti.
Nú er loksins oröiö autt
eldhúsiö i Strillu,
búriö lika bert og snautt,
nema blóömörslangi á syllu.
Nú eru jólin úti, æ,
alit er tómt og þrotiö,
ógrátandi aldrei fæ
umþenkt blessaö flotiö.
En kveöskapur séra Valdimars I
leikritinu er ekki allur skimp um
matarástina. Þessar fallegu visur
leggur hann einni persónu sinni i
munn:
Perlu veit ég einni af
undur fagri og skærri,
ölium helgur guö er gaf
gumum lægri og hærri.
Fátæklings og fylkis barm
fögrum ljóma prýöir,
ýmist glcöi eöa harm
oss hún hjartans þiöir.
Hún er hiö eina, eina skraut,
er i heim vér bárum.
Alislaus fer ég og á braut,
aðeins skreyttur tárum.
Skal þá ekki meira innt frá þess
um skáldskap aö sinni, en þætt
inum hefur borizt bréf frá Albert
Jóhannssyni, ritstjóra Timaritsins
„Hesturinn okkar”. Vikur hann þar
að visum, sem birtar voru hér um
Glettu og Sigurð Ólafsson um dag-
inn. Voru visurnar teknar með
bessaleyfi úr þessu ágæta og
fallega riti. Albert segir: „Þvi
miður urðu þau mistök i sambandi
við visur þessar, sem enn hefur
ekki gefizt tækifæri til að leiðrétta,
en verður gert i næsta blaði
„Hestsins okkar.” En þar sem vis-
urnar eru einnig komnar i visna-
þætti Timans, þykir mér rétt að
senda leiðréttingarnar einnig
þangað. ókunnugir gætu haldið, að
báðar umræddar visur væru eftir
Valdimar Benónýsson, en svo er
ekki. Aðeins fyrri visan er eftir
hann. Hin er eftir Pétur Jónasson á
Sauðárkróki. Henni fylgdi önnur
visa, og réttar eru þær þannig
samkvæmt eiginhaldar leiðrétt-
ingu Péturs:
^Greiðar sléttar leiöir lands
lýst skal rétt i stefi.
Skeiðar Gletta i fáka fans
fremst meö léttu skrefi.
Samt skal meta sönginn fyrst
sorg er kann að létta.
Þau eru sönn i sinni list
Sigurður og Gletta.”
Ég þakka Albert bréfiö.
Gnúpur.
*
236
Sunnudagsblað Tímans