Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 4
sammerkt i að vera ort um menn, er
lifið hafði veitt takmörkuð tækifæri til
að nýta hæfileika sina, og er það auk
þess nýstárlegt i þeim, að þar er
dregin upp glögg mynd af ágöllum
hinna látnu, án þess að reynt sé að
fegra þá eða draga yfir þá fjöður. Elzt
þeirra er kvæðið eftir Sæmund
Magnússon Hólm (d. 1821), prest og
myndlistarmann að Helgafelli á
Snæfellsnesi, er áttii erfiðleikum
með að samræma viðkvæmt lista-
mannseðli sitt þjónustu við kirkjuna
og lenti þvi I málaþrasi og varð fólki að
bitbeini. í kvæði sinu tekur Bjarni upp
hanzkann fyrir hann, bregður upp i
snöggum og oft spakmæla-
kenndum myndun og hnitmiöuðu
orða lagi lýsingu á þeim eðliskostum,
er Sæmundur hafi vissulega búið yfir,
og hversu vel meintri viðleitni hans til
velgjörða hafi verið mætt með kulda
og hryssingshætti, og leggur hann
nokkuð út af þessum efniviði sinum á
þann hátt, að það geti orðið mönnum
fordæmi til eftirbreytni i lifinu, m.a. er
hann segir seint i kvæðinu:
(18)
Þvi var Sæmundur
á sinni jarðreisu
oft i urð hrakinn
út úr götu,
þvi hann batt eigi
bagga sina
sömu hnútum og
samferðamenn.
(19)
Nú er hann ei lengur
lýða fótskör,
veitt er hönum allt
það hann vantaði.
Ekkert sjálfrátt gott
Sæmund skorti,
hefir þvi umbun þess
sem á litur viljann.
(20)
Og þú Islendingur,
sem elskar fósturláð,
seint munt Sæmund spotta.
Móður ykkar beggja
maðurinn unnti,
grét hann og gat henni ei bjargað.
Próf. Steingrimur J. Þorsteinsson
fjallar um þetta kvæði i grein sinni um
Bjarna sem embættismann og skáid,
og bendir hann á, að þvi megi skipta i
fjóra þætti, 1.-7. erindi, er segja frá
andlátsfregninni og hafa að geyma
mannlýsingu Sæmundar, 8.-18. erindi,
er mega kallast skýringaþáttur á
framferöi og örlögum hans, og 19.-20.
erindi, þar sem fram kemur nokkurs
Bjarni Thorarensen
konar lokalýsing hans. Loks er svo 21.-
23. erindi, þar sem fram kemur snjöll
liking á mönnum við sjávarfiska —
hinir stærri éti hina smærri og allir
endi þeir siðan eins og mennirnir I ein-
um stað, „náhvals i gapandi gini”, þ.e.
i dauðanum. Sigurður Guðmundsson
benti fyrstur á, að sama hugsun finnst
i einu leikrita Shakespeare’s, og hefur
Steingrimur J. Þorsteinsson rakið það
efni lengra og telur það vera tengsl á
milli, enda las Bjarni ensku og mun
hafa verið lesinn i verkum hins mikla
skáldjöfurs.
Annað af fremstu erfiljóðum hans er
kvæðið'Um Svein Pálsson(d. 1840), þar
sem hann lýsir ævilangri baráttu hins
látna læknis við að geta stundaö
visindastörf sin á sviði náttúrufræði,
sem voru helzta hugðarefni hans. Auk
þess er þvi lýst, hvernig hann hafi
staöið af sér mótlæti lifsins harður og
án þess að bogna né brotna, en leitað
sér griðastaðar i náttúrunni og fornum
fræöum, m.a. er Bjarni segir:
örlaga örvar þvi náðu
þig aldrei að fella,
að undanfæri þinn andi
ætið sér hafði,
var hann að leikum með
liðnum
eða ljósálfum muna,
harmanornir þá heima
hann hugðu að finna.
Kvæðið er aðeins fimm erindi, og er
þetta efni hinna fjögurra fyrstu, en i
hinu fimmta vikur Bjarni að ævisög-
um þeirra Bjarna Pálssonar og Jóns
Eirikssonar, sem Sveinn samdi, svo og
eigin visindaritumhans, erdraga muni
aðdáendur að gröf hans um ókomna
tima. Þetta erindi rýfur þó illa
heildarmynd kvæðisins, sem á undan
er komin, og spillir þannig þessu ann-
ars ágæta verki.
Hið þriðja af þessum kvæðum er
erfikvæðið um Odd Hjaltalin (d. 1840,)
vel gefinn en mislundaðan og orðhvat-
an náttúrufræðing og lækni, sem var
góðvinur Bjarna. Kvæðið er á sama
hátt og fyrr, vörn fyrir hinn látna, þar
sem eðliskostum hans er haldið á loft
ásamt lýsingu á þvi, hvernig erfiðar
aðstæður hafi hindrað hann i að njóta
sin, og kemur þetta skýrt fram þegar i
upphafserindunum, sem ekki er unnt
að taka veikar til orða um en að segja
að séu frábær:
Enginn ámælir
þeim undir björgum
liggur lifandi
með limu brotna,
og hraunöxum
holdi söxuðu,
að ei hann æpir
eftir nótum.
Undrist enginn
upp þó vaxi
kvistir kynlegir,
þá koma úr jöröu
harmafuna
hitaðri að neðan
og ofan vökvaðri
eldregni tára.
Amæli þvi enginn
Oddi Hjaltalin,
orð þó hermdi hann
er hneyksluðu suma.
Það voru frostrósir
feigðarkulda,
harmahlátrar
og helblómstur.
Hér er myndauðgi Bjarna i
algleymingu, þ.e. hann ræðir hér um
stóryrði hins látna vinar sins og lfkir
þeim fyrst við kvalaóp manns, sem
hrapað hefur I björgum, skýrir þau
siðan frekar meö þvi að likja þeim við
kræklóttan gróður úr allt of heitri jörð,
og enn likir hann þeim við frostrósir,
hláturog blóm I niðurlagi þriðja erind-
is. Það veröur þvi býsna fjölbreytt
myndasafn, sem Bjarna tekst að
hneppa i þessi þrjú erindi, en allt fær
þaö þó dýpri merkingu, þ.e. veröur til
að útskýra ástæðuna fyrir þessum
stóryröum hins látna, af orðunum, er
merkja sorg og dauða og hann fellir
inn i þessar lýsingar sinar. Við
nákvæman lestur sést þvi, að túlkun
skáldsins er sú, að stóryrðin hafi staf-
að af þvi, að hinn látni hafi á þann hátt
fengið útrás fyrir sorgir sinar, erfið-
220
Sunnudagsblað Tímans