Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 16
Frásögn úr lifinu:
Gerði holskurð í fjós
baðstofunni meðan
stórhríðin geisaði
Snorri Halldórsson, héra&slæknir, og síöari kona hans, Guöbjörg Tómasdóttir.
Foreldrar minir bjuggu i
Eintúnahási á Siðu. Faðir minn
lézt, er ég var á fyrsta ári, og þá
kom móðir min mér í fóstur á
næsta bæ, Efri-Mörk. Fósturfor-
eldrar minir voru Jóhanna Jóns-
dóttir og Jón Jónsson. Ég var
ellefu ára gamall, er fóstra mín
lagðist i rúmið fárveik. Þá var
Snorri Halldórsson héraðslæknir
nýkominm" héraðið. Hann bjó siðar
á Breiðabólstað, en fyrsta árið átti
hann heima á Kirkjubæjarklaustri
hjá Lárusi heitnum Helgasyni.
Snorri læknir var kvaddur
til fóstru minnar, og eftir nokkrar
vitjanir kvað hann upp
þann úrskurð, að engin von
væri að bjarga sjúklingnum, nema
með uppskurði. Var þá ákveðið að
reyna þetta, fyrst læknirinn treysti
sér til þess, og var það talinn mikill
kjarkur hjá nýútskrifuðum lækni
aleinum sins liðs við þær aðstæður,
sem þarna voru.
Húsnæðið var gömul fjósbað-
stofa, eins og viða var á bæjum i þá
daga, en þetta var snjóaveturinn
mikla 1920. Efri-Mörk var heiðar-
býli, sem nú er komið i eyði. Ofært
var orðið milli bæja nema á
skiðum, eri ungi læknirinn lét það
ekki á sig fá, enda var fylgdar-
maður hans Lárus heitinn á
Klaustri, þaulkunnugur áræðis-
maður. Ég man það eins og það
hefði gerzt i gær, að um morguninn
þennan dag, sem aðgerðin átti að
fara fram, var blindbylur, og var
farið að óttast, að læknirinn kæmi
ekki vegna veðursins, en sá ótti
reyndist ástæðulaus, þvi að hann
kom á tilsettum tima.
Skurðaðgerðin tókst með
ágætum. Ekki var pensilinið þó
komið til sögunnar þá, og lýsól
helzt notað sem sótthreinsunarlyf
útvortis. Fyrst eftir uppskurðinn
kom læknirinn daglega til sjúkl-
232
ingsins að skipta um umbúðir og
huga að sárinu.
Lengi framan af árum hafði ég
aldrei einurð á þvi að minnast á
þennan uppskurð við Snorra lækni,
eða spyrja hann nánar um að-
geröina, en siðustu ár hans bar eitt
sinn svo við, að hann vantaði
vetrarmann og leitaði þá til min,
þar sem hann frétti, að ég mundi
vera á lausum kili. Þá þótti mér
sem færi gæfist að launa honum að
nokkru það, sem hann lagði á sig
fyrir mig og mitt fólk, þegar ég var
á barnsárum, og ég réðst til hans.
Ein ferð er mér sérstaklega
minnisstæð veturinn, sem ég var á
Breiðabólstað. Snorri var sóttur
utan úr Meðallandi, og hann var
þar fram á nótt. Þá er simað og
hann beðinn að koma austur i
öræfi. Hann kom heim úr Meðal-
landsferðinni seinni hluta nætur, og
lagði þá þegar af stað austur í
öræfi, án þess að sofa nokkuð, þvi
að mannslif var i hættu. Færð var
hin versta, og yfir Núpsvötn og
Skeiðará að fara. Þá voru hvorki
komnar til flugvélar eða þyrlur.
Það var þó viðar en i Skaftafells-
sýslu, sem erfitt var að bera sig um
á þeim timum, og það eru engin
undur. þótt læknar vilji heldur
starfa þar sem hægt er að komast
milli sjúklinga i bil. Nú er Snorri
Halldórsson látinn, en mér verður
oft hugsað til hans með virðingu og
þökk. Hann var sannur fulltrúi
hinna fyrri, islenzku héraðslækna,
sem áttu við ótrúlega erfiðleika að
etja og unnu fleiri sigra, en i frá-
sögur hefur verið fært.
1jan.1972.
Guðjón Magnússon, Snorrabr. 75
Sunnudagsblað Tímans
f
i