Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 13
Vestmannaeyjadrápa
Dætur elds og ægis, eyjar fagur-gerðar, sunnan fyrir söndum, sóma þjóðar verðar, Ijósi og lífi gæddar, landsins stollt og prýði, Skýldu orku og auði, íturvöxnum lýði. Ævintýra-eyjar ögrað hafa löngum ungum uppi á landi, oft í stakki þröngum. Leiddar voru af leiti, Ijúfum sjónum prúðar, — votum vor.ar-augum — vinnumanns og brúðar. Einu andartaki eldur jarðar klýfur eyna firna-fögru friðinn, griðin rýfur. Skelfur láð og lögur. Leiftur myrkrin kljúfa. Haggast nætur-náðir. Naum varð hvíldin Ijúfa. Hólpin er þó hallist hjartaprúða byggðin. Yfir allar þrautir óræk gnæfir dyggðin hjartans dyggð og hugar. Heil er mund og sefinn. Því af eigin eðli er þeim sigur gefinn.
Hrannir himingnæfar hugann stæltu og arminn. Firna-rok og firrðir funa slógu í barminn. Gjöful sjávar-gatan gæddi dáð og þorið, trú á mátt og megin, manndóminn og vorið. Þar var frelsi, frami, fengu<=sól og yndi. Þangað lenza-leiði léð með norðanvindi. Glöggum, vinnuglöðum gáfust tækifæri. Hugur hló í brjosti, hönd á fiski-snæri. Einu augnakasti um er gert að velja, farast eða flýja. Fellir dóminn Helja. Arin, störf og eignir yfirgefa, kveðja. önnur leið er engin. Er um líf að veðja. Látlaust meinið mæðir. Mánuðirnir líða. Ekki reynist auðvelt útlögum að bíða. Höfuðskepnan hamast. Hrynur byggð og logar. Æða hraunsins ógnir. Eyðast sund og vogar.
Voru oft i Eyjum unnir stórir sigrar. Djarft og öruggt dugað. Dundu starfsins vigrar. Líf að veði lagði lýður til að veita lánið lífi ungu, lífsfögnuðinn heita. Hetjur háa sigra hafs í djúpin sóttu. Létt var löngum sofið. Lagt úr höfn um óttu. Fyrir kom að fórnir færðu hjörtun sáru. Oft var mjótt á munum milli skers og báru. Lán, að lýðir áttu lund, sem áraun þoldi, stilling, táp og stórhug, styrk í sál og holdi. Undanhald með undrum óðar skipuleggja. bjarga fjöri og frelsi, frelsa hvoru tveggja. ógnir enda taka. Öll él birtir um síðir. Því er vel að vaka vonardjarfir lýðir. Storkan stirðnar blakka. Strýkur mökk af enni. Eyjan grænkar aftur. Auðna fylgir henni.
Byggðu borg við hafið, bæjaprýði mesta. Fríður floti á bárum furðu vakti gesta. Héldust fast í hendur horskir Eyja-búar. Allir einnar stefnu, ailir sömu trúar. Aldrei l'sland hefur áraun slíka liðið, þolraun, harmi þrungna. Þétt við bæjar-hliðið. Opnast jörð með orgi, eldi spýr og gjalli. Vestmannaeyja verar vaktir Hejar kalli. Floti lá í lægi. Líkt og snert á vaka. Einu augnabliki allir viðbragð taka. RennUiSkeið með skriði. Skundar þjóð á fjalir. Öllu stýrt með snilli. Starta fljóð og halir. Þegar griðin gefast gleði sína taka útlagar frá Eyjum. Opnast leið til baka. Ei mun biðið boða. Böndin óslítandi til sín munu toga tryggðina „úr landi".
Ei mun auðveld reynast
aðkoman í fyrstu,
þó mun Ijúft að lifa
landtökuna fyrstu.
Blessuð djúpin bíða
Björgin væntir flotans.
Hreinsun handa biður,
hjöðnun sélar þrotans.
Gefizt gæfa hefur
góðhjörtuðum „löndum".
Inntu líkn og liðsemd
Ijúflega af höndum.
Hættu pexi og poti,
pundið rétta fundu.
Fánýtt prjál og fordild
féll á þeirri stundu.
Burt er byggð úr Eyjum,
bar við tvisvar áður.
Allt er þegar þrennt er.
Þungur dómur háður.
Merkir staðir megna
mikla sögu að skapa.
Lífsins slóð var löngum,
láni ná og tapa.
P'lutt á bls. 238
228
Sunnudagsblað Timans
Sunnudagsblað Timans
229