Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 14
Áslaug Sólbjört
jf Andinn er að
sönnu reiðubúinn
Smásaga
Ég hafði lokið við söguna mina. Það
lá við að ég miklaðist yfir sjálfum
mér, aldrei þessu vant. Ég var sigri
hrósandi yfir ótviræðri hæfni minni til
að túlka gæzku mannanna og náunga-
kærleikann. Hann blundar i
hjörtunum, en vaknar og þekkir sinn
vitjunartima, þegar hörmungar og
ósköp dynja yfir.
En- ef - þessi skollans efi, sem ávallt
læddist að mér, þegar ég hafði skrifað
sögur. Hann var ekkert lamb, að leika
sér við. Þarna þrasaði hann og
nuddaði i vitund minni finnandi
verkum minum allt til foráttu, unz
sjálfsálit mitt fór að dvina og lét að
lokum undan siga og sögurnar minar
lentu i ruslakörfunni.
En hvað um það? Þessi saga bar
langt af öðrum sögum minum, og hún
skyldi ekki hljóta sömu örlög og hinar.
Hún er hluti af minni eigin tilfinningu
og réttlætiskennd. Hún hlyti einnig að
hræra aðra til athafna i þágu mann-
kærleikans.
Ætli það væri nú annars ekki rétt, að
ég bæði einhvern að lita yfir sögu-
kornið áður en ég færi með hana beint
til einhvers ritstjórans. Ég renndi I
huganum yfir þann hóp kunningja
minna, sem á annað borð mundu vilja
láta i ljós álit sitt á sögunni, þó ég gerði
ekki miklar kröfur til gagnrýnenda-
hæfni þeirra. Það var hann Jósep
frændi minn, sem ég mundi fyrst og
fremst sýna söguna. Einhvern veginn
hafði ég það fyrir satt, að Jósep myndi
hafa skrifað sögur á sinum yngri
árum, þó ekki hefði ég séð neitt eftir
hann á prenti. Maðurinn var dulur; en
engum sem við hann ræddi, blandaðist
hugur urn, að hann var djúpvitur og
velþenkjandi maður til orðs og æðis.
Mér var hughægra, þegar ég hafði
ákveðið þetta. Við sjálfan mig sagði ég
þetta: „Jæja, Aron Aronsson, þó þú
sért ungur að árum og óþekktur, þá
sést nú hvað i þér býr”.
Næsta kvöld, eitt af þessum fögru
230
vorkvöldum, þegar náttúran er sem
úr læðingi leyst, og fegurð hennar
gerir listhneigð að list og tilhneigingu
til göfugmennsku að hreinni göfgi,
gekk ég til fundar við Jósep frænda.
Undir hendinni bar ég söguna mina.
Hún var ekki stór i broti, en mér fannst
hún undra þung.
Ég gekk hægt siðasta spölinn upp að
húsi Jóseps frænda. Vafalaust rnundi
hann eyða svona kvöldi i garðinum
handan við húsið. Þar sæti hann á
grasi grónum bekknum, sem hann
hafði búið sér I brekkunni og beindi
augum sinum til strandarinnar, þar
sem gulli roðnir geislar kvöldsólar-
innar glömpuðu á haffletinum. Að
baki honum var önn hins daglega lifs,
en sjálfur horfði hann hugfanginn út i
blámann.
Svo sannarlega var tilgáta min rétt.
Hann leit til min spyrjandi, er ég nálg
aðist,,hann reis hægt á fætur, tók þétt
og alúðlega i hönd mina og bauð mér
sæti við hlið sér á grasbekknum. Við
ræddum um stund um hið fagra útsýni,
er var frá heimili hans og dásemdir
vorsins i sliku góöviðri. Ilmur af gróðri
og rakri mold fyllti umhverfið mildri
angan.
„Jósep frændi”, ávarpaði ég hann
hikandi. „Mig langaði til að ræða við
þig. Hefur þú ekki skrifað sögur? Smá-
sögur á ég við.”. Mér fannst sjálfum,
að ég spyrði hálfkjánalega. Hann
þagði við andartak, siðan lék örlitið
bros yfir varir hans. „Jú, ójú, drengur
minn, ég hef skrifað, ekki vantar það.
Skrifað smátt og stórt, hugsað stórt og
mótað það i sögur, jú, jú. Það er alveg
rétt, en svo var það lika ekki meira.
Nei, það varð aldrei meira með það”.
Siðustu orðin virtist hann mæla annars
hugar og frekar við sjálfan sig en mig.
„Reyndir þú aldreiað koma sögunum
þinum á prent, eða fannst þér það
sjálfum vafasamt? Ég á við, varstu
ekki ánægður með þær?” Mér vafðist
tunga um tönn og var vandræðalegur.
Jósep frændi hagræddi sér á bekknum,
seildist niður og sleit upp nokkur strá.
„Anægður með þær? Það er nú það,
drengur minn. Þegar maður skrifar
sögur, þá verður hann að vera sjálfum
sér samkvæmur, sko. Sagan má ekki
vega að sjálfum manni. Það er allt i
lagi, drengur minn, þó hún vegi að
þjóðfélaginu. En sagan verður alltaf
að eiga einhvern að, sem er reiðu-
búinn að berjast með henni, standa
með henni, annars verður hún
munaðarlaus. Já, það er nú einmitt
það, sem hún verður, drengur minn”.
Einhvern veginn var ég ekki alveg
viss um, hvað frændi var að meina, en
það væri sjálfsagt tilgangslaust að
biðja hann að lesa yfir mina sögu.
Allt i einu leit Jósep frændi upp og
strauk hendi þétt yfir skallann. Það
gerði hann oft, þegar hann bjó yfir ein-
hverju miklu.
„Nú skal ég segja þér frá beztu
sögunni minni. Hún var langbezt af
öllum sögum sem ég hefi skrifað. Hún
var stórkostleg. Það var hún. En hún
hefði orðið munaðarlaus”. Og frændi
seildist eftir strái, sem bærðist hátt og
beinvaxið i andvaranum. Siðan hélt
hann áfram.
„Ég var ungur þá og fullur af hug-
sjónum. Samúð með hverjum þeim,
sem minnstur var átti drjúgar rætur i
hjarta minu. Ég vildi, að allir nytu
sömu lifsgæða og gróða yrði skipt milli
fólksins. Mér fannst ég yrði að túlka
mál mitt af eldmóði. Söguhetjan min
var ungur, háttsettur menntamaður,
mikilsvirtur, og auðugur. Hann
helgaði lif sitt þeirri stefnu, að allir,
sem eitthvað áttu færðu eigur sinar
fátækum unz þeir urðu jafnfátækir
sjálfir. Hann predikaði þessa stefnu og
hafði áhrif á hina riku með þrotlausri
baráttu sinni. Og kraftaverkið geröist.
Hinir efnamiklu gáfu eigur sinar unz
allir urðu jafnir, enginn fátækur,
enginn rikur. Ekkert kapphlaup um
lifsþægindi, peninga og annað verald-
Sunnudagsblaö Tímans
I