Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagsbiað Tímans | n ccijc I náttúmnnav Þegar dýrin hafa unga að annast, gengur það fyrir öllu—aðafia þeim fæðu, varnar og skjóls. Stundum neyðast dýrin til þess að flytja unga sina úr stað, þegar hættu ber að höndum. Apamóðirin flýr með unga sinn hangandi neðan á hálsi og kviði. Snjáldurmúsin, sem stundum á tfu grislinga, grípur til annars ráðs. Hún fer á undan eins og eimvagn, en grisi- ingarnir bita i rófu hennar og siðan hver á öðrum, og þannig heldur lestin af stað. Bjórinn er þaulvanur að ganga á afturfótunum einum og styðjast við haiann. Þegar hann flytur ósjálf- bjarga unga sina, tekur hann cinn og einn i fangið. Þegar ikornamóðir telur hreiður með ungum í hættu, flytur hún einn og einn i einu i munni sér i scl, sem hún á I grenndinni, og fer stundum i löngum stökkum Fyrstu sólarhringana sofa börn hafotursins á brjósti móður sinnar, sem fleytir sér á bakinu i vatns- skorpunni. Hún lætur þau lika liggja á blöðum flotjurta, meðan hún leitar ætis. Ungar mauraætunnar leggjast klofvega á digran hala móðurinnar og læsa klóm f brynju hennar. Beri bættu að, hringar hún sig eldsnöggt um ungana. Björninn ber húna sina nýfædda þannig, að hann hefur höfuð þeirra uppi I sér, og ekki fara sögur af þvi, að birna hafi bitið höfuðið af þeim í ógáti Pokarottan getur haft allt að tiu grislinga i poka sinum en þegar þeir komast þar ekki lengur fyrir, tekur hún þá á bakið.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.