Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 15
legt. Hæst bar hjartagæzka og um- hyggja fyrir meðbræðrunum. Og túlkun min á þessu var svo háleit og hreinskilin, að hún var hreinasta snilld, drengur minn. Og þegar ég leit á söguna mina virtist mér hún opin- berun likust. Persónuleiki þess, sem boðskapinn flutti, var svo sterkur og einbeittur. Mér fannst sjálfum, að ég hefði verið kjörinn til aö breyta þjóð- félaginu. En þá kom fyrir atvik, sem vakti mig til vitundar um sjálfsgildi mitt. Vegir forsjónarinnar eru órann- sakanlegir. Allt breyttist i einni svipan fyrir mér. Ég vann álitlega fjárupp- hæð i happdrætti. Ég hafði eitthvað minnzt á söguna mina við einn vinnu- félaga minn. Og þá stóð ekki á þvi. „Láttu nú ljós þitt skina, Jósep sæll. Gefðu vinninginn þinn fátækum”. ,,Ég segi þér satt, drengur minn, þetta kom ekki vel við mig. Nei, það kom bara skratti illa við mig. Fyrsta hugsun min, þegar ég hlaut vinn- inginn, var hve feginn ég yrði aö geta leystýmis þau verkefni, er mig hafði i rauninni skort fé til að vinna. Og fara svo að gefa þetta fé. Það áttu margir meira en ég til að gefa. Og nú stóð ég sjálfan mig að vega gegn sögunni minni, sem ég taldi mig hafa lagt alla mina sannfæringu i. Skýndilega varð mér ljóst, aö sagan min var munaðar- laus. Ég gat engan veginn fylgt henni. Ég var aðeins einn af öllum hinum, sem vildu umbreyta heiminum en ætluðu náunganum aö ganga á undan i góðverkunum. Mér skildist þá að þvi meira sem hver einn hefir með höndum,þess minna getur hann séð af. Og þá er hugsunin sú sama, hinir geta gefið. En hverjir hinir? Það er nú ein- mitt það, drengur minn. Ég geymi að visu söguna mina. Og ég segi það enn, hún er stórkostleg. En i þeim heimi, sem við nú lifum i, er hún munaðarlaus”. Sólin var setzt. Kveldgolan var svöl. Jósep frændi ók sér i herðunum. Hann var á skyrtunni einni saman. Það var hálfgerður hrollur i mér lika. Jósep frændi hafði þegar lagt dóm á söguna mina, óafvitandi. Munaðarlaus saga. Hún var nefnilega undralik sögunni hans. Ég kreisti handritið fast i hendi mér. Það var a^lt i einu svo ósköp létt. Ég tautaði eitthvað um skemmtilegt kveld við Jósep frænda. Aftur léit hann með spurn á mig. Ég gekk áleiöis upp að húsinu. Ég hafði raunar^ldrei leitt hugann að þvi fyrr, hve mörgu ég þyrfti að koma i framkvæmd. En ég var ungur og efnaður. Og ég er aöeins einn af fjöld- anum. Sunnudagsblað Tímans 231

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.