Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 19
■ Séra Jóhannes Pálmason: I Kirkiu- J þáttur I Efesusbréfinu minnir höfundurinn kristna menn á, aö baráttan, sem þeir eiga í, sé ekki viö hold og blóö, heldur viB tignirnar og völdin, viB heims- drottna myrkursins, viB andaverur vonzkunnar i himingeimnum. Þó aB hátt i tvö þúsund ár séu sIBan þetta var ritaö, heföi þaö efnisins vegna alveg eins getaö veriö skrifaö I gær og stilaö til okkar Islendinga. Svo brýnt sem erindi þessara orBa var viö Efesus- borgarmenn á sinum tima, þá er þaö engu slöur brýnt viö okkur og aöra ibúa þessarar jaröar á ofan- verBri tuttugustu öldinni. Þó aö aöbúnaöur okkar mannanna og lifshættir allir hafi tekiö miklum stakkaskiptum frá þvl, sem var I Litlu-Asiu á dögum postulanna, þá virBast mannleg vandamál svipaös eölis. Barátta viö andaverur vonzkunnar I himingeimnum — barátta viB ill öfl, sem erfitt er aö festa hendur á, og eru þvi háska- legir andstæöingar viö aö eiga. Þessi öfl eru lika kölluö heims- drottnar, en þaö gefur til kynna, aö þau eigi sér ekki svo litil itök I heimi mannanna. — É)g þykist vita. aö þeir muni til vera, sem hrista höfuöiö meö góölátlegu vorkunnar- brosi viö aörar eins bollaleggingar og þetta: Hver eru þau þá eigin- lega, þessi illu öfl, sem hann þykist hvarvetna vita af I kringum okkur, blessaBur? Hverjar eru þessar andaverur vonzkunnar, sem eiga aö smjúga ósýnilegar manna á milli eins og sóttkveikjur næmra sjúkdóma eöa háskaleg mengun, sem lætt er út I andrúmsloftiö eöa umhverfiö? Þegar rithöfundinum Solzhenitsyn voru veitt bók- menntaverölaun Nobels, samdi hann ávarp til þess aö flytja viö móttöku þeirra. Glefsur úr þvi ávarpi hafa birzt i blööum og tima- ritum. I ávarpinu var m.a. vikiö aö, hvert væri hlutverk rithöfunda og listamanna i veröld, þar sem ,,of- beldiö skákar i skjóli lyginnar, og lygin á sinn máttugasta bakhjarl I ofbeldinu.” Hér eru óneitanlega nokkrir skuggalegir drættir i myndinni af mannheimi nútimans — næstum þvi eins og viö skynjum þarna á flökti andaverur vonzkunnar I himingeimnum — heimsdrottnana, sem hafa náö töluveröu taki á hugsunarhætti nútimamannsins. Hann er töluvert uggvænlegur sá ofbeldishugsunar- háttur, sem nú veöur uppi. Þaö llöur varla sá dagur, aö ekki berist til eyrna fregnir af einhverjum þeim atburöum þar sem einstakl. eöa hópar hafa tekiö sér vald til aö hamra sinn vilja I gegn og skirrast ekki viö aö beita þeim aöferöum, sem einatt bitna meira á alsak- lausu fólki en þeim, sem ofbeldis- mennirnir telja sig eiga sökótt viö. Þess er ekki þörf aö telja upp dæmi sliks. Þau hljóta ab vera öllum fjöl- mörg I fersku minni. En af slikum vinnubrögöum sjáum viö þaö svart á hvitu, aö hugtökin rétt og rangt hafa meira en litiö afbakaöa merkingu meöaí sumra i samtiö okkar. En þaö mun mála sannast, að ef menn hætta að beygja kné sin fyrir Guöi og biöja hann: Veröi þinn vilji, — en taka i staöinn aö steyta hnefann hver gegn öörum og segja: Nú skal minnvilji verba — þá hefur maöurinn látiö alvarlega undan siga i viöureigninni viö andaverur vonzkunnar, þær sem talað var um i hinu postullega riti. Hugsuöurinn og uppalandinn Siguröur Guömundsson skóla- meistari svaraöi eitt sinn spurningunni um þaö, hver væri versti óvinur mannsins þessu stutta laggóöa svari: Maöur sjálfur. Án efa er svariö reist á vandlegri Ihugun mannlegra vandamála. Ýmsum kann aö þykja þar kynlega að oröi komizt um okkur mannverurnar, þvi aö nokkur deili megi til þess sjá, aö viö berum eigin hag og velfarnaö rækilega fyrir brjósti og unnum eigin persónu öörum fremur hvers þess meðlætis. er veröa má. En i heillögu oröi er kennt, að fyrir okkur sé lagt lifið og dauöinn. blessunin og bölvunin — þaö sé okkar að velja. Ef maöurinn varpar frá sér þeirri ábyrgö, sem hér er á hann lögö, en lætur I staö þess berast viönámslitiö meö þeim straumum, sem um hann leika er hann á undanhaldi. En leiði mann- leg skammsýni eöa glapskyggni hann til aö velja sér til tjóns, er hann I reyndinni oröinn eigin óvinur. Baráttan gegn andaverum vonzkunnar geisar enn I veröldinni, og þó aö höföatala okkar, sem gegn þeim eigum aö berjast, sé drjúgum hærri en á tiö þeirra Efesusmanna, þá er engan veginn vist, aö staöan i leiknum hafi skánab til muna. Til þess gæti margt borið. Liö okkar er stundum sundraö, og baráttu- gleðin og djörfungin ei alltaf eins og skyldi. Vopn og áróöurstæki hafa fullkomnazt. Þegar hin mikil- virku fjölmiölunartæki komu til sögunnar, jókst kappiö um aö nýta hin nýju tækifæri sem allra bezt. öld fjölmiölanna er öld skefjalitils Flutt á bls. 238. Gegn heimsdrottnun myrkursins Sunnudagsblað Tímans 235

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.