Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 11
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka: Strá í skóm Það var notalegt I kvöldmyrkri bað- stofunni, þótt hriðin hamaðist úti fyrir og léti frosthörð högg sin dynja á þekj- um og veggjum. „Það er aldrei betra að vera inni en þegar illt er veður úti”, hugsaði vinnu- konan unga, sem sat á rúmi með árs- gamlan dreng húsbónda sins. „Svona nú, Björn minn”, sagði hún lágt, þegar barnið færði sig til i fangi hennar. „Uss, við verðum að vera hljóð þvi að fólkið sefur. Foreldrar þinir hvilast inni hjá sér og allir aðrir hver i sinu rúmi”. Það var eins og barnið skildi hvað hún meinti, þvi að það gaf frá sér lágt skræmt og hjúfraði sig þéttar að brjósti hennar i værð svefnhugans. Ekki taldi hún eftir sér að gæta Bjössa litla, hjartagulls húsbónda sins, sem hann bar gjarna á örmum, þegar hann hafði tima til. En það var margs að gæta á stóru heimili og svo átti sá, er lifði i undraheimi skáld- skaparins margar stundir með sjálf- um sér einum og það þó hann ynni konu sinni heitar en nokkur gat gert. Það sýndi visan hans, sem hún hafði heyrt i morgun: „Ég vildi ég fengi að vera strá og visna i skónum þfnum, þvi léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum minum”. Já, hann kvað yndislega, hann Páll Ólafsson, og hún var vistráðin vinnu- kona, sem hafði sett upp að fá að læra að skrifa hjá húsbóndanum, kunni að meta visur hans. En hún varð að gæta sin, þvi yrði henni á að kveða visur hans með sjálfri sér, þá var hann vis til að heyra þær, einkum ef hún fór ekki rétt með. Það þoldi hann alls ekki. Þá kom örlyndi þessa hjartahlýja manns i ljós, svo að um munaði. „Lærðu stelpa, lærðu rétt”, hreytti hann út úr sér, eins og þegar hann dró upp stafi á velkt reikningsblöö frá Danskinum á Tanganum. „Það er þá allténd góður staður neðan við párið þeirra höndlaranna og ófáar visurnar, sem þar hafa geymzt”, var hann vanur að segja. Ó, jú, það þurfti margs meö á stóru heimili og svo allt umstangið kringum þjóðjarðirnar, sem hann hafði umsjón með. Það var hart i böggum, þegar brotizt var i ófærð og illviörum yfir heiðar og hábrúnir, „Þá hlýjar manni blessað söngvatnið”, sagði húsbóndinn og hló út úr brúnu skegginu, svo að skein i perluhvitar tennur. Það þótti skritið af henni, fátækri unglingsstúlku, að setja upp að i kaupi hennar væri innifalin kennsla á skrift. Eins og konur gætu ekki unnið bústörf án þess að pára á blöð. „Þetta er rétt af þér, stúlka min”, hafði hahn sagt og hlegið við. „Ef ég væri kærastinn þinn, þá kynni ég betur við að fá linu endur og sinnum, ja- jafnvel oftar.” Þetta sagði hann, blessaður, eins og svo margt annað, sem hún mundi, en hvað var hún aö hugsa. Barnið svaf i fangi hennar og fólkið hlaut að fara að vakna. En hvað var þetta? Var hún ekki á Hallfreðarstöðum i baðstofunni Flutt á bls. 238 Sunnudagsblað Tímans 227

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.