Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 10
komizt til þeirra landshluta, sem veriö
höföu i höndum uppreisnarmanna.
Hann taldi liklegt, að friösamlegra
væri oröiö i landinu og allt auöveldara
viöfangs. Hann ákvaö þvi aö halda
aftur til Kuching, áöur en hann færi al-
fari heim til Evrópu. Þegar litiö er á
þaö, sem siöar geröist, er helzt aö sjá,
sem segull hafi aftur dregiö hann aust-
ur á bóginn til þeirra örlaga sem hon-
um voru þar búin.
Hann kom aftur til Kuching I ágúst
1840. Hassim fursti tók honum meö
miklum kærleikum, og fólkiö fagnaöi
honum einnig. En vonir hans um friö
höföu ekki rætzt. Þvert á móti voru
uppreisnarmenn nú enn athafnasam-
ari en áöur og landiö logaöi i óeiröum.
Vopnaöir flokkar Dyaka höföu slegiö
búöum sinum I þrjátiu milna fjarlægö
frá höfuöborginni.
Og nú reyndi Hassim ekki lengur aö
draga fjööur yfir ástandiö i landinu
eöa dylja kviöa sinn. Hann talaöi ekki
um neinn strákaleik i þaö sinn. Brooke
sá, aö nú var hann skelfdur, ekki aö-
eins viö uppreisn ættflokka, heldur
einnig viö andúö innan sinnar eigin
hiröar, og æ fleiri fyrirmanna lands-
ins, sem hölluöu sér aö Makota. Hann
leitaöi meira aö segja hjálpar
Brookes.
— Þú hefur gott skip til umráöa,
Tuan, sagöi hann. — Þú hefur hrausta
menn og góöar byssur. Hjálp þin
mundi hleypa 'ringulreiö I liöi
uppreisnarmanna.
Brooke var þannig geröur, aö hann
gat helzt ekki neitaö mönnum um
hjálp, allra slzt þeim sem höföu sýnt
honum hjálpsemi og vináttu. Auk þess
heilluöu ævintýrin og þráin, sem bjó
honum I brjósti rak hann áfram. Hann
ákvaö aö veröa viö beiöninni, en
áskildi sér rétt til þess aö beita slnum
eigin aöferöum viö aö setja niöur deil-
urnar.
Fyrsta athöfn hans i þá átt var aö
gera för sina til stööva Makota alllangt
upp meö ánni. Hann bjó sig vel aö
heiman meö sykur, te, brauö og aörar
munaöarvörur er hann vissi aö inn-
lendir herm. kunnu aö meta, til þess
aö hæna þá aö sér. Her Makota var all-
mikill en sundurleitur liösafli Malaya,
Kinverja og furstahollra Dyaka.
Þegar hann kom á slóöir Makota,
reyndi hann aö ögra honum til árásar.
En hann átti enn margt ólært um
hernaðarlist Malaya og aöferöir
þeirra viö styrjaldarrekst’ur.
Hermennirnir liföu i vellystingum
pragtuglega og átu munaöarvörurn-
ar meöan til entust, en þeir foröuöust
öll hættuleg átök og lutu engum her-
aga. Makota hélt kyrru fyrir meö liöi
sinu og skellti skollaeyrum við allri
hvatningu.
Brooke beiö þess i nokkrar vikur, aö
til átaka kæmi. Loks ákvaö hann aö
hætta þessum loddaraleik og hafa sig
brott frá Kuching, enda voru vistir
hans á þrotum.
Þegar Hassim bárust þær fréttir,
fórnaði hann höndum og kveinaði.
— Þú mátt ekki yfirgefa mig núna,
Tuan. Ég er umkringdur óvinum.
Brooke gekkst hugur viö harma-
tölum hans. Hann hafði aldrei séö
Malaya örvinlaöan. Honum reyndist
ógerlegt aö neita. Þar aö auki vissi
hann, að landiö og líf fólksins var sem
i dróma, þangað til uppreisnin haföi
veriö bortin á bak aftur. Hann yröi þvl
aö hætta á mannfall og blóöfórnir.
Hann hélt þvi skipi sinu upp ána
aftur og hvatti nú Makota sem hann
mátti til þess að láta til skarar skriöa,
gegn uppreisnarherjum Dayaka.
Makota hlustaöi þolinmóöur á hvatn-
ingar hans, en hiö eina sem hann
geröi, var aö treysta stauraviggiröing-
ar sinar.Uppreisnarmenn virtist llka
skorta áræöi eöa frumkvæöishug til
stórárása. Hiö eina, sem herirnir
gerðu, varö aö steyta sig hverjir gegn
öörum og hrista vopn með óhljóöum.
Jafnvel þótt Brooke beitti fallbyssum
sinum og ryfi meö þeim skörö I staura-
giröingar uppreisnarmanna, notaöi
Makota ekki tækifæriö til árásar.
Loks þraut þolinmæöi Brookes
alveg, og hann hélt niður til Kuching
og bjóst til brottfarar.
Hassim þrábændi hann þó um aö
vera kyrr og bar sig enn aumlegar en
áöur. En nú lét Brooke kveinstafi hans
ekki á sig fá.
— Tuan Brooke, kveinaöi Hassim. —
Ef þú vilt dveljast hlér lengur,skal ég
gefa þér hérað I Sarawak, láta þér
stjórn þess eftir og fá þér i hendur
verzlun þess og öll landsgæði. Súltanin
mun gera þig drottnara þess. Þetta
veröur allt þitt, ef þú vilt vera kyrr og
hjálpa mér.
Slík örvæntingarbeiðni gekk honum
aö hjarta, en hann var of heiöar-
legur til þess að notfæra sér vandræöi
furstans.
Við skulum ræða um það siöar,
sagöi hann. — Ég skal vera hér enn um
tima, ef yðar tign.vill leyfa mér aö
beita mér i styrjöldinni meö þeim
hætti, sem ég sjálfur tel sigurstrang-
legastan. Ef mér tekst aö koma upp-
reisnarmönnum á kné, og yðar tign
veröur þá enn sama sinnis i örlæti viö
mig, þegar striöinu er lokiö, þá getum
viö vikiö aftur aö þessu máli.
Hassim féllst á þessa kosti. Brookes
flutti fallbyssur sinar, liö og vistir þá á
land og hélt landleiöina til vigstööv-
anna. Þar hitti hann fyrir Pangaran
Bedrudin, einn bræöra Hassims, en
hann haföi gengið til samstarfs viö
Makota. Bedrudin var dæmigeröur
Malaya-prins og meiri mannlundar-
maður en þeir flestir. Hann var frlöur
sýnum, ákaflyndur og hugrakkur, og
honum var eins mikiö i mun og Brooke
að binda endi á striöiö. Hann var þvl
fús til þess aö gerast sjálfur hershöfö-
ingi.
Brooke vonaði, aö nú drægi senn til
úrslita, en jafnvel þótt hann heföi aö
baki vald frá Hassim, möglaði
Makota. Hann kvaö þaö óvarlegt aö
tefla Pangran Bedrudin fram með
þessum hætti, þvl að félli hann mundi
furstinn og sultaninn reiðast mjög.
Aðrir fyrirmenn Malaya studdu álit
Makota. Bedrudin varö ævarreiöur, og
Brooke reyndi aö snúa þeim á sitt mál,
en þeir fullyrtu, aö hvorki Malayar né
drottinhollir Dayakar mundu vilja
leggja til atlögu undir stjórn Bedrud-
ins.
Loks féllst Brooke á eins konar
málamiölun. Makota féllst á, aö sveit
kinverskra hermanna mætti gera árás
á virki óvinanna, en Englendingar
styddu þá með byssum sinum. Arás
þessi hefði liklega heppnazt, ef
fyrirliöi Kinverja heföi ekki tekið aö
þylja orrustubænir sinar hástöfum,
jafnskjótt sem hann og menn hans
komu I heyrnarmál viö óvinavirkiö.
Meö þvi fengu uppreisnarmenn viö-
vörun fyrr en skyldi, þeir flykktust I
varnarstöövar viö stauragaröinn og
tóku aö skjóta spjótum og eitruöum
örvum að árásarmönnum, sem létu
undan siga. — A.K. endursagði.
Framhald.
WvvyvwrvYVvy'wyyvvvvvrv
Sunnudagsblað
Tímans
óskar gjarnan eftir
vel rituðum
frásögnum frá
liðinni tíð
um minnisverða
og sérstæða
atburði.
Handrit þurfa
að vera vélrituð
226
Sunnudagsblað Tímans