Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 3
Eysteinn Sigurðsson: Skáldaþættir 1750-1850 Ix B j arni Thorarensen Siðari hluti Svo vikið sé að þriðja megin- flokknum i ljóðagerð Bjarna Thorarensens, erfikvæðum, þá má fyrst geta þess, aö eftir hann liggja rúmir tveir tugir slikra verka auk styttri grafminninga. Verk þessi eru ort eftir fólk af ýmsu tagi, en mest ber þó á ýmsum stórmennum landsins og þar með jafningjum og kunningjum Bjarna, og sömuleiðis á ættingjum hans. Af einstökum kvæðum má nefna vinsamlegt kvæði eftir Benedikt Gröndal, þar sem Bjarni ber lof á kveðskap hans, en dregur þó enga dul á sjúkleika hans siðari ár hans, og einnig Grafminningu Sigurðar Péturs- sonar, þar sem hann lýsir Sigurði af vinsamlegum og næmum skilningi i stuttu erindi og nefnir hann m.a. „Islenzkra Wessel”. 1 þessu sambandi má og nefna erindiö Til Jóns prests Þorlákssonar, þar sem Bjarni sendir hinu þriðja af aldamótaskáldunum um 1800 hlýja kveðju. Af erfikvæðum Bjarna um skyldmenni sin má nefna kvæðin eftir systur hans, Sigrlði Thorarensen, en i þeim lýsir hann sjúkleika hennar, andláti og sorg sinni af varfærni og fyllsta trúartrausti. Eftir föður sinn, Vigfús Þórarinsson, byrjar hann á þremur kvæðum, en lýkur engu, og verður úr þeim brota- kennd, en þó áhirfamikil heild, þar sem hann lýsir m.a. einstæðingsskap sinum meö þessari svipsterku mynd Hælislaus á hóli hrisia stend ég sendnum, autt á allar siður er fyri stormi og frerum, siöan mæta meiöinn, mér sem reyndist verja, sótti sá er átti aö setja i jarðveg betra. Þá minnist hann fööurbróöur sins, Stefáns Þórarinssonar, einnig i iburðarmiklu lofkvæði, og Þórarins Ofjörðs, mágs sins og uppeldisbróður minnist hann i kvæöinu Kötlukvlsl, þar sem hann hefur þann hátt á aö bregða upp áhrifamikilli mynd af atvikum að hörmulegu andláti hans, er hann drukknaðiá ferð yfir Mýrdalssand. Til ekkju hans er kvæðiö Til Rannveigar systur minnar, sem að formi tii er huggunarkvæði til hennar i sorginni eftir að hún er orðin ekkja, en lýsir einnig lofsamlega lifi hins látna. Þá setti hann Þórarni einnig graf- minningu, þar sem hann lýsir fráfalli hans með þessari snjöllu og hnit- miðuðu samlikingu: Er þegar öflgir ungir falla sem sigi I ægi sól á dagmálum. Móöur sina kveður hann i kvæðinu Til móður minnar á banasæng hennar, þar sem hann lýsir sonariegri ást sinni og þakklæti fyrir umhyggju hennar. Jafnframt harmar hann að vera ekki hjá henni, en huggar sig við, aö þar standi „betri og styrkari vinur”, þ.e. Kristur, og loks lýsir hann þvi, hver fögnuður dauöinn verði réttlátum, svo að meginuppistaða kvæðisins verður boðskapur um trúarlegt þolgæöi I dauðanum. Sorg sinni eftir móður sina látna lýsir hann einnig i erindinu Viö lát Steinunnar Bjarnadóttur, og enn lofar hann hana i Grafminningu Steinunnar Bjarnadóttur. í kvæði um systur hennar, Viö gröf móöursystur minnar (Þórunnar Bjarnadóttur), yrkir hann hins vegar um hvildina, sem henni se úú búinn i gröfinni eftir erfitt lif. Sérkennilegt er kvæði hans um Rannvegu Filippusdóttur,þar sem hann lýsir þvi, hversu ellin hafi ekki getaö ófrikkað hana, þvi aö innri fegurð hennar hafi veriö slik, að sálar- göfgin hafi geislað út úr öldnum og slitnum likama hennar og veitt honum Eysteinn Sigurðsson. fegurð. Konu erkióvinar sins, Magnúsar Stephensens, minnist hann og fagurlega i kvæöinu Viö jaröarför Guörúnar Stephensen, þar sem hann lofar hina látnu fyrir húsmóöurstörf hennar og bendir á huggun trúarinnar til styrktar I sorginni eftir hana látna. Einnig er að geta um kvæði Bjarna eftir mann hennar, Magnús Step- liensen, en þeir sættust stuttu fyrir andlát Magnúsar. 1 kvæðinu, sem er ófullgert, lýsir sér merkilegur skilningur Bjarna á skoöunum og upplýsingarstefnu Magnúsar, sem hann var þó i flestu andstæður, en einkum þó á persónukrafti hans, sem Bjarni hefur þvi e.t.v. dáö undir niöri, þrátt fyrir óvinskap þeirra. Sér á báti er þó, hvernig Bjarni minnist Baidvins Einarssonar, þ.e. meö þessu sársaukafulla neyöarópi ættjarðar- unnandans einu saman: I Isalands óhamingju verður allt að vopni, eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. Enn eru þó ótalin þau þrjú erfiljóð sem liklega munu einna lengst halda nafni höfundarins á lofti. Eiga þau öll Sunnudagsblaö Tímans 219

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.