Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1973, Blaðsíða 6
margvislegan hátt, eykur hnitmiöun
þeirra og dýpkar þær. Sömuleiöis er
notkun myndrænna lýsingarorða mest
framan af á skáldferli Bjarna, en þeg-
ar á llður dregur úr henni. Hins vegar
leggur hann þá aukna áherzlu á
myndir sinar, sem hann skerpir þá og
gerir gleggri, jafnframt þvi sem hann
gerir meir af þvi aö fella óskyldar
myndir saman i einstökum kvæöum.
Þaö er einkum i kvæöinu um Odd
Hjaltalin, sem Bjarna tekst aö ná hvaö
beztum árangri i þessari samfellingu
skýrra og lærdómsríkra skýringa-
mynda. Frábærum árangri I þessu
efni nær hann einnig i kvæöinu um Sæ-
mund Hólm, og auk þess tekst honum i
báöum þessum verkum sérstaklega
vel aö hnitmiða umfangsmikinn
mannlifsboöskap, reistan á eigin lifs-
reynslu, I hinn knappa,. ep ,þó fjöl-
breytilega myndastil sinn. 1 þessum
kvæöum lyftir hann sér þvi i þær hæö-
ir, aö torfundin munu hliðstæð dæmi i
islenzkri ljóöagerö fyrr né siöar, og
má hann því teljast eitt mesta erfi-
ljóöaskáld þjóöarinnar fyrr og siöar,
e.t.v. ásat þeim Agli Skallagrims-
syni og Matthiasi Jochumssyni.
(Helztu heimildir: Bjarni Thoraren-
sen: Ljóömæli (I-II, Kh, 1935, búin til
prentunar af Jóni Helgasyni); Finnur
Jónsson: Um skáldmál Bjarna
Thorarensens (Arsrit hins isl. fræöa-
félags I. árg. Kh. 1916)'; Sigurður
Nordal: Bjarni Thorarensen (út-
varpserindi, I Aföngum II, Rvk. 1944);
Björn Þóröarson: Um dómstörf i
landsyfirréttinum 1811-1832 (Studia
Islandica 5, Rvk. 1939); Siguröur Guö-
mundsson: Viö fráfall og útför Bjarna
Thorarensens (i Heiönar hugvekjur og
mannaminni, Akureyri 1946), Lækna-
kviður Bjarna Thorarensens, Liöan og
ljóðagerö Bjarna Thorarensens, á
Möðruvöllum (Samtiö og saga III,
Rvk. 1946); Björn Teitsson:
Þorrabálkar og vetrarkvæði (Mimir 7,
Rvk. 1966); Þorleifur Hauksson:
Endurteknar myndir i kveöskap
Bjarna Thorarensens (Studia
Islandica 27, Rvk. 1968); Páll
Bjarnason: Ástakveöskapur Bjarna
Thorarensens og Jónasar Hallgrims-
sonar (Studia Islandica 28, Rvk. 1969);
Bjarni Guðnason: Bjarni Thorarensen
og Montesquieu (Afmælisrit Jóns
Helgasonar, Rvk. 1969); Steingrimur
J. Þorsteinsson: Bjarni Thorarensen,
embættismaður og skáld (Afmælisrit
Jóns Helgasonar, Rvk. 1969); Óskar
Halldórsson: Kvistir kynlegir (Skirnir
1972).).
r ■ i •• •• *
Ivo votn
í Palestínu — Landinu helga — eru tvö vötn.
Annað þeirra er ferskt, lífríkt og fullt af fiski. Grænar flesjur
skrýða bakka þess, og trén rétta lim sitt út yfir fagran vatnsflötinn
og teygja þyrstar rætur sínar út í það, til þess að drekka af svalandi
lindum þess. Börnin leika sér glöð þarna á vatnsbakkanum á sama
hátt og áður fyrr, þegar Hann var þar. Hann unni þessu vatni. Hann
gat horft yfir silfurgljáðan flöt þess. þegar Hann var að tala við
fólkið. Og þarna skammt úti á sléttunni mettaði Hann fimm þús-
undirnar.
Jórdan-áin myndar þetta vatn og flytur það ofan úr fjöllunum.
Þarna byggir fólkið hús sín og fuglar hreiður sín, og allt líf er þar
fegurra og hamingjuríkara vegna tilveru vatnsins.
En svo heldur Jórdan-áin áfram ferð sinni til suðurs, frá þessu
vatni og rennur þar út í annað vatn.
Þar er enginn fiskur, engin sporðablik, ekkert tindrandi laufblað,
enginn fuglasöngur í lofti, engir barnshlátrar. Ferðamaðurinn velur
sér aðrar leiðir, nema hann sé tilneyddur að fara þarna um, og þá
hraðar hann för sinni sem hann má. Loftið er þungt og móskt yfir
þessu vatni, og hvorki menn né dýr vilja drekka af því.
Hvernig stendur á hinum mikla mun þessara tveggja vatna?
Ekki er það Jórdan-ánni að kenna. Hún flytur þeim báðum vatn
frá sömu uppsprettum. Ekki landinu, sem umhverfis liggur.
Nei, þetta er munurinn: Genesaret-vatnið tekur að vísu við lindum
Jórdan-árinnar, en skilar þeim aftur. Fyrir hvern dropa, sem það
veitir viðtöku, gefur það annan.
Hitt vatnið er nízkt. Það safnar öllu, sem það nær í; dag eftir
dag, ár eftir ár, öld eftir öld. Það hefur enga löngun til gjafmildi.
Það heldur hverjum dropa, sem það nær.
Genesaret-vatn gefur — og lífið er þess. Hitt vatnið gefur aldrei
neinum neitt. Það er kallað Dauðahaf.
Það eru tvö vötn í Palestínu.
Það er líka tvenns konar fólk til í heiminum.
Mannlífsspeki
Tíminn er höggormur, sem bítur þann, sem ekki kann að nota
hann, en gælir við þann, sem kann að hagnýta sér hann.
— Alexandre Durnas Pére.
Fólk, sem þú hefur ýmugust á, fyllir helmingi meira rúm í iífinu,
en aðrir menn. — Guizot.
Það er ekki köllun mannsins að skríða inn í kufung og bíða þar
tortímingarinnar, heldur að beina brjóstinu gegn örvum og skotum
lífsins, verjast þeim banvænu eftir mætti og annað hvort að falla,
eða berjast til lífs og sigurs. — A. Nunch.
Menn gera hver öðrum rneiri skaða með þvi að láta ógert allt
hið góða, sem þeir gætu gert hver öðrum, heldur en þeim illgerð-
um, sem þeir vinna hver öðrum í raun og veru. — Gamilla Collett.
222
Sunnudagsblað Tímans