Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 6
Kristján Júliusson: Sumardagar við veiðivötn IV. Náttúra íslands er margbreytileg og stórskorin: Fjöll og tindar, dalir og gil, skörð og skorningar, hliðar og hálsar skiptast á i óendanleik sinum, þo i tign og fegurö. Ot um smá op og augu seytlar hreint og tært vatnið, — bergvatnið, svalt og hressandi. -Það hrislast niður hliðarnar eftir aldagömlum farvegum, sem það rann og hefur runnið frá upphafi sinu. Það fyllir dældir og sig jarðarinnar hvar, sem það nær til og myndar polla, tjarnir og vötn. — Afram heldur það til upphafs sins eftir afrennslum gegnum misgljúpan jarðveginn, og myndar straumköst og hringiður, eða djúpa hylji á leið sinni til strandar. Það safnar i sig lífverum, sem aðrar lifver- ur sækjast eftir til viðhalds stofninum. — Það tælir tilkomumikla og þrótt- styrka einstaklinga, sem finna hvöt hjá sér vakna til átaka við straumiðuna, flúðir og fossa. Og svo kemur maðurinn. — Þessi skepna jarðarinnar, sem telur sig ráða yfir rlki náttúrunnar, — öllu lifanda lifi. Það kitlar hann hver taug, hver hugsun um vorleysingu og hækkandi sól.—- Dagurinn i dag, þessi dásamlegi idagur, datt upp i fangið á mér, fullur af fögrum fyrirheitum um fengsæla veiði. Himinninn er heiður og tær, aðeins áttlaus andvari endurnærir umhverfið og gerir það ferskara. Daginn tók ég snamma, þvi að það þykir enginn veiðimaður, sem ekki er kominn á veiðitima á veiðisvæðið. Ég mundi náttúrlega eftir þvi að signa mig um leið og ég kom út um morgun- inn. Það var barnsvani og það gat vel borgað sig aö gleyma þvi ekki, pegar til veiða var haldiö. Það má segja, aö þaö væri min „sjóferðarbæn." Meðan veiðimaöurinn tekur til veiðiáhöldin. sin, stöng og linu, öngla og spóna, að ógleymdum maðkinum, þessari tælandi beitu fyrir lax og silung, fljúga margvislegar hugsanir i gegnum vitund veiðimannsins.. Er hann nú við? — Lætur hann nú ginnast og bitur á? — Verða átök á milli hans og veiðimannsins, átök sem ávallt enda með sigri hans eða veiðimanns- ins? — Það fer skjálfti um likamann. Eftirvæntingin þenur hvern vöðva og kitlar hverja taug svo að titringur hrislast um allan likamann. A ég ekki að biöja? Fara með eitt- hvaö fallegt, svona i huganum, — kanski faðirvorið? OJæjaFaröu nú að komast af stað maður. Hver helduröu að veiðin verði, ef þú vælir hér i allan dag? Ég staulast af staö. — Það er bezt að renna fyrst við Sefið. Þar á hann aö liggja I morgunsárið. Ég fer ósköp varlega, læðist eins og mús að fjalaketti, nem staðar og rýni I vatnsflötinn. Þarna glitti I hann rétt út við straumamótin beint út af Steinin- um. — — Guð almáttugur, veittu mér nú styrk og þolinmæði. Hann er alltaf sex til átta pund, það er að segja, laxinn, en ekki guð. Ég dreg maðkaboxið mitt upp úr vasanum á veiðiúlpunni minni, opna það og vel mér sllspikaðan maök. Hann er dálitið háll. Það er af þvi að hann er svo feitur. Ætti ég ekki að skella honum upp i mig til aö velgja hann? þeir hvað gera það fyrir sunnan. Þá finna þeir bragð- ið, og ef þeim llkar það ekki, þá kasta peir honum meö tilheyrandi, ófögrum munnsöfnuði, sem ég kann ekki. — Og þeir segja, þarna fyrir sunnan, að líki þeim ekki bragðið af maðkinum, þá vilji laxinn ekki heldur sjá hann. Það verður aö vera svo gott bragð af maðkinum.aðmaður nærri freistist til þess að tyggja hann og kjammsa á hon um. Þá fyrst er hann góö beita fyrir lax. Ég geri þetta nú ekki, heldur tek hann á milli visifingurs og þumalfing- urs vinstri handar og beini oddi krækjunnar með þumal- og visifingri hægri handar að afturenda hans og þræði hann upp á krókinn. Þegar odd- ur krækjunnar stingst gegnum húð ánamaðksins kippist hann til, rétt eins og honum finnist þaö sárt. Eða er það kannski af þvi, að hann finni á sér, hve göfugu hlutverki hann á aö gegna i veiðinni? Þvi gæti ég betur truaö, vegna þess, að maðkurinn ku hafa háa greindarvlsitölu, og kippirnir í honum eru tákn eftirvæntingar hans og tilhlökkunar, engu siður en veiði- mannsins! Ég bý mig undir aö kasta. Nú er um að gera að kasta á réttan stað.Ekki of nálægt, heldur láta beituna renna nið- ur að honum, — alveg að gininu á hon- um, taka aðeins i færið, mjukt og var- lega, lfkt og ég væri að stilla streng á fiðlunni minni. Þá teygist á ánamaðk- inum vegna straumkasts. og átaks lin unnar. Laxinn varar sig ekki á þessu bragði og lætur ginnast eins og þurs. 534 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.