Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 2
Tiðindalaust úr landhelginni, er vist frétt dagsins, þótt enn spyrji menn á hverjum morgni: „Ilefur nokkuð gerzt i landhelginni?" Og liklega veröum viö aö segja, aö i þessu máli sé engin frétt góð tiö- indi. 1><> er mörgum heitt i hamsi. Ýmsir vilja láta hendur standa betur fram úr ermum. Aörir tala um samninga. Þær raddir heyrast flestar úr öðrum löndum. Sú spurning er býsna áleitin hjá tslendingum um þessar mundir, hvort viö eigum nokkuð að semja viö Breta eöa Þjóöverja eins og nú er komið, jafnvel þótt viö ættum kost á aö gera að samningi þau boö, er við lögðum sjálfir síðast á samningaborðið. Ég held, að þeim fari æ fjölgandi, sem telja það f senn óþarft og ósæmandi að semja við Breta, jafnvel þótt þeir færðu herskip sin út fyrir landhelgina f þvi skyni að greiða fyrir viðræðum. Lítum á rök málsins. I>að hlýtur að vera ein helzta sjálfstæðisregla þjóðar, ekki sizt vopnlausrar smáþjóðar, að ljá aldrei máls á þvi aö semja um deilumál við aðrar þjóðir undir of- beldi eða vopnavaldi. Slfkt hlýtur að vera I senn ósæmandi og rangt af sjálfstæðri þjóö, sem aldrei beitir aðra vopnavaldi. Eðlilegast væri, aö viö, samfara yfirlýstu vopnaleysi okkar lýstum yfir, og settum jafnvel i stjórnarskrá lýð- veidisins, að allir samningar, sem þjóðin kynni að verða neydd til með vopnavaldi eða ofbeldishótun, væru ógildir og þeim yrði riftað jafnskjótt og ofbeldistakinu linnti. Slíka yfirlýsingu hefði alþingi átt aö gefa þegar eftir samningsgerð- ina 1961. En eins og nú er statt er mikil- vægast að Ijá ekki máls á samningum við Bceta undir vopna- valdi og það gildir raunar einu, þótt Bretar færu með herskipin af miðunum i þvi skyni, að auðvelda samninga. Vopnavaldinu hefur verið beitt, og slikt frávik væri aðeins sýndarmennska. Vopna- valdið vofði yfir eftir sem áður, og við værum að semja undir valdi. Til þess að tslendingar gætu nú setzt að samningaborði með Bret- um, án þess að misbjóða sjálf- stæðissæmd sinni, yrðu Bretar að gefa yfirlýsingu um að herskipin væru farin að fullu og öllu, og þau yrðu ekki send aftur inn i landhelg- ina, jafnvel þótt samningar tækjust ekki. Þetta hlýtur að vera ófrávikjanleg forsenda þess að ts- lendingar geti setzt aftur aö alþjóðaráðstefnunnar. Næðist samkomulag milli Breta og ís- lendinga. áður, drægi þaö úr nauðsyninni og likum til skjótrar og góðrar niðurstöðu á ráðstefnunni. Við eigum þvf ekki lengur að vera til viðtals um neina bráða- birgðasamninga, við Breta. Vifteig um að halda áfram, sem horfir, halda áfram að erta togarana eins og gert hefur verið, gera þeim Iifið leitt og lofa heiminum að horfa á Breta leika lögreglu á úthafinu og beita minnstu bandalagsþjóð sina ofbeldi. Meö þvi móti brjótum viö ekki æðsta sjálfstæðisboðorð okkar — að semja aldrei undir valdi — og höldum reisn okkar, jafnframt þvi, sem við stuðlum að góðum úrslit- um á hafréttarráðstefnunni. Okkur rekur ekki heldur nein nauðung til þess að semja við V- Ljáum aldrei máls á samningum undir vopnavaldi — það er sjálfstæðisregla samningaborði með Bretum um málið. Og menn spyrja einnig: Rekur uokkur nauðung okkur tslendinga til þess að semja, eins og komið er? Þeirri spurriingu verður raunar að svara neitandi. Bráðabirgða- samningar skipta okkur æ minna máli með hverjum námuðinum, sem Ifður. Bretar hafa nú senn skarkað ár i landhelginni með ærn- um kostnaði og litlum afla, þótt ungfisksdrápið sé h'örmulegt. Haf- céttari áðstefnan nálgast óöum og hvert rikið af öðru lýsir nú yfir stuðningi við 50 milna fiskveiði- landhelgi eða stærri. Augljóst virðist, að meirihiuti þjóða fyrir landgrunnslandh elgi sem alþjóðareglu sé f þann veginn að myndast. Herskip Breta á tslands- miðum, þegar ráðstefnan hefst, mundu stuðla að og undirstrika mjög nauðsyn sliks úrskurðar Þjóðverja eins og komiö er, og frá- leitt er aö gera við þá samninga í þá veru, sem haft hefur verið á orði i blöðum siðustu daga, aö leyfa þeim veiöar inn að 30 milum. Astæða er til þess að taka vel undir orð Auðuns Auðunssonar, skip- stjóra, um slíkan samning. Höldum aðeins rósemi okkar og fast á málstaðnum. Viö erum ekki til viötals um bráöabirgða- samninga undir valdi, og þaö á ekki neinu að breyta — þótt brezku herskipin fari út fyrir um stundar- sakir. Viö getum ekki sæmdar okk- ar vegna setzt að samningaboröi meö þeim, nema fyri liggi yfh- lýsing þeirra um, að þeir muni ekki sends. herskipin inn fyrir aftur þótt samningar takist ekki. Þá loks væri hægt að segja, að við værum ekki að semja undir valdi. Þetta er mergurinn málsins. -AK. 530 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.