Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 17
Ýmsir eiga högg í annars garði Kvæði Jóns hvalinn og Prestur: Nú er úti hriöin hörö hylur jökull móabörö, engin stendur þúfa þið, þetta er mikil dauðans tið. Féð hann drepur fyrir mér, fyrst ég nærri heylaus er. Strákurinn hann Grimur gaf svo gapalega framan af. Hvað til ráða helzt er nú? Hér má til að drepa kú. Glámu, Hjálmu, Geiru hvað Gránu, skrattinn hafi þaö. Bændurnir, það er nú eitt, enginn þeirra getur neitt. Prestlömbin, þeim hrottum hjá, horuð verða, lag er á. Hér er barið. Hver skal það, i hriðinni, sem kemur að? Eflaust, það ég á mér finn, einhver kirkjugesturinn, Bóndi Sárt af frosti sviður kinn. Sælir verið þér prestur minn. Yfir allt er hörku hjarn. Hún Sigriður min átti barn. Prestur: Hvaða Sigga það er þá þú sem ert að segja frá? Sú er eitthvað ástagjörn að eiga i þessum tiðum börn. Bóndi: Siggu engri sagði ég frá, Hún Sigriður min barnið á og vill láta strax i stað stanzlaust fara að skira það. Prestur: Hún Sigriður, ennþá eitt, ekki verður henni leitt, hrúga krökkum hreppinn i, hún fær aldrei nóg af þvi. Mýrdal um prestinn, gestinn, óskirða barnið. Margir hafa orðið til þess að hjálpa Agli á Álafossi við gamla kvæðið um prestinn, sem ekki nennti að skira barnið, en var óðfús til fararinnar, þegar hann frétti hvalrekann. — Kvæöið er eftir Jón Mýrdal og birtist i kvæða- bók hans Grýlu, sem út kom á Akureyri 1873, eða fyrir sléttri öld. Þar heitir það: Ýmsir eiga högg i annars garði. Þetta er langt kvæði og mikil saga, alls 49 erindi. Jón Mýrdal var merkilegt og afar vin- sælt alþýðuskáid, þótt ekki þyki sögur hans og kveöskapur miklar bókmenntir. — Hér skal nú kvæðið birt allt mönnum til upprifjunar og skemmtunar. Skárra er það skaðræöið, skilið ættuð bæði þið, harða refsing helzt að fá og hýðast næsta þingi á. Bóndi: Hún Sigriður min sagði mér séra minn, að biðja þér að skjótast sér til skemmtunar skira barnið sitt okkar. Prestur: Ekki fet þú færð mig til að fara i þessum manndrápsbyl. Barnið getur beðið enn, betra veður kemur senn. Hefur ekki þú hjá þér það, sem greiða ætlar mér? Vösum það ef átt þú i, ég skal taka strax við þvi. Bóndi: Hún Sigriður sagði að, svo ég orðrétt beri það, að barnið væri veikt og rýrt, hún vildi þvi það yrði skirt. bóndann, Prestur: Lifa heytolls lömbin min, sem lét ég reka heim til þin? Ef þú drepur þau úr hor, þig skal ég finna i vor. Bóndi: Ef að fjörið drengsins dvin, drottinn tekur hann til sin. Hrósi þvi nú hver sem vill, hún Sigriður min verður ill. Prestur: Verður ill, þess von til er, veika barniö ef að fer herrans til i himininn, hún er skárri gikkurinn. Ykkur hef ég einatt bent, uppi i stólnum sveittur kennt marga ljósa lærdómsgrein: likt er það og berja i stein. Glæpaveginn gangið þið, gleymið öllum kristnum sið, Að helgum dómum gerið gys, gangið svo til helvitis. Bóndi: Heyrðu prestur, þarna þér, það vill Sigriður og mér, skulið nú sem skjótast þó skira barnið ef þaö dó. Prestur: Þú ert heimskur, hún er skarn, hafi skollinn þetta barn. Fari ég þessa ferð með þér, feigðin kallar vist að mér. Nú er engum úti vært eða milli bæja fært Ætti ég fara að elta þig einmitt til að drepa mig? Barnið getur beðið, senn batnar veðrið, segi ég enn Ef þú hættir ekki fyr, eflaust rek ég þig á dyr. Sunnudagsblað Tímans 545

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.