Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 5
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka: Stór stúlka Smásaga. „ÉG ætla ekki aö gráta", sagöi Gréta litla, tiu ára stúlka, við Hrafn jafn- aldra, þar sem þau stóöu tvö ein við nýorpna gröf. „Ég ætla ekki að gráta", endurtók hún með augun fljótandi i tárum, „þvi að pabbi sagði, „að ég væri stóra stúlkan sin og ég er lika elzt", bætti hún við til skýringar og leit á yngri systkin sin, sem gengu ásamt móður þeirra út úr kirkjugarðinum, þar sem faðirinn, ungur bóndi, hafði verið lagð- ur til hvildar. Hrafn vissi ekkert hvað hann ætti að segja. Hann hafði bara orðið eftir hjá Grétu, þegar hitt fólkið fór og hann vissi eiginlega ekki hvers vegna. Hvað gat hann svo sem sagt. Það var ekki hann, sem hafði misst föður sinn, held- ur þessi litla stúlka, sem að visu var jafngömul honum og systkini hennar. Það hlaut að vera voðalegt að missa föður sinn, vera föðurlaus allt i einu. — Nei, Hrafn átti engin orð til að segja við Grétu. „Veiztu", sagði Gréta allt i einu, „þegar pabbi var að deyja, sagði hann: „Gréta er stóra stúlkan min" „Ég ætla að muna það, Hrafn, og þú, þott þú segir ekkert, hefur hjálpað mér til muna það. Veiztu, aö ég á golsótta gimbur, það er fyrsta kindin mín. Ef þú'kemur einhvern tima i heimsókn máttu gefa henni henni brauð með mér, þvi að þú ert góður. Þú heitir lika sama nafni og pabbi minn". Hrafn gat enn engu svarað. Honum leið illa. Nistandi vetrarkuldinn náöi gegn um peysuna hans og snjókornin settust á hár hans, þvi að enn hélt hann á hiifunni, sem hann hafði tekið ofan, þegar kistan var látin siga ofan i myrkva gröfina. „Bráöum verður þessi mold hvit eins og allur garðurinn" hugsaði Hrafn og það var eins og hann gripi dauðahaldi i tilhugsunina. Snjórinn þekur allt, lika gröf Hrafns i Dal og Hrafni litla fannst einhver raunabót i þvi. „Komdu Gréta", sagði Hrafn skyndilega. „Við skulum koma inn i bæ. Mamma þin og systkini eru vist farin að biða, og svo fáum við kaffi og Sunnudagsblað Timans kökur, það sagði mamma min", og „Heldurðu að pabba sé kalt,'"? hann tók hikandi i höndina á jafnöldru spurði Gréta, þegar þau gengu út um sinni. hliðið. „Já,égkem",svaraðiGréta,ogþau „Nei, það held ég ekki", svaraöi héldu af stað út úr garðinum. Flutt á bls. 550. Halldór Ólafsson teiknaði 533

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.