Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 3
Jónsmessunótt Þegar ég var. Iítil, hugsaði ég oft um þa6, að Jónsmessunóttin virtist eitthvað svo töfrandi. Þetta orð bjó yfir svo mikilli dulmögn, að ég hét að vaka eina Jónsmessunótt. Ég hafði drukkið i mig öll þau kynstur af ævintýrum og sögum, sem fram áttu að koma þessa nótt. Þá vaknaði hjá mér spurningin: er þetta allt ská'ldskapur eða ævín- týraþrá einhvers skýjaglóps? Það gat ekki verið. Jæja, nú kom að þvi að ég ætlaði að vaka. Um kvöldið gekk ég fra bænum, ég var úti i sveit, út um holt og móa. Það fyrsta sem ég varð var við, var það, hversu mikill urmull af jurtum var farinn að blómstra. Það leið á kvöldið, sem var skin- andi fagurt. Kyrrðin var úndra- verð. Móðuskuggi hvildi yfir öllu. Fiðrildin, sem setið höfðu á stein- unum um daginn, hófu sig á loft og svifu yfir blómabyggðina. Ég ósk- aði bara að geta skilið þau og greint hugsanir þeirra. En það varð að vera eins og var. Kyrrðin var eitt- hvað svo unaðsleg. Maður þorði varla að anda. Mér.fannst ég heyra undra hljóð neðan frá vatninu niðri i móunum. Ég labbaði þangað. Hvað var þetta? Hljóðið skýrðist. Ég stanzaði við vatnsbakkann og hlustaði. Ég sá ekkert, en heyrði hljóðið við og við. Mér virtist hálf- gerðum ótta slá yfir mig. 1 hugan- um vöknuðu sögurnar um vatnanykrana, dýrin, sem áttu að lifa i vötnum og komu mjög sjaldan á land. Nei, það gat ekki verið, hugsaði ég. Við vatns- ströndina lagu nokkrir smásteinar. Ég beygði mig óg tók einn i lófann. Er þetta óskasteinn? Steinninn var hálfur blágrýti og hálfur glær með holu i endanum. Þannig var óska- steinninn, hann átti að vera með holu. Það var engin von til þess að ég gæti óskað. Ég kunni ekki óska- bænina eða neina umsögn við steininn. En steinninn er til ennþá Geta þvi þeir sem kunna á slika steina haft gott af honum ennþá. Nú heyrðist hljóðið aftur. Ég stökk niður með vatninu. Kom ég þar að jarðkeldu. Kikti ég niður i holuna og sá lamb þar niðri. Eg gat seiizt i lambið og náð þvi og hélt af stað heim með það. Það var komið yfir miðja nótt, þegar ég kom heim. Þessari Jóns- messunótt gleymi ég aldrei. Ég varð miklu glaðari að finna lambið én þó ég hefði séð r.j/kur við vatnið. Flestar Jónsmessunætur hafa eitthvað nýtt i för með sér, bara ef maður er nógu athugull og rólegur. J.A. Þessi mynd er frá Mývatni , þar sem kænunni hefur verið brýnt viö kjarri vaxinn vatnsbakkann. — Hún gæti verið tekin á Jónsmessunótt, þegar albjart er, en sólin ekki komin upp noröur undan Kinnarfjöllum, sem sjást i vestri. Sunnudagsblaö Tímans 531

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.