Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 7
Þarna — hann glefsar í beituna, veltir sér um og slær til sporöinum, — og rykkir I linuna, rekur trýniö upp úr vatnsboroinu, geiflaöi sig framan i mig rétt eins og hann vildi segja: „Þaö er ekki dagurinn þinn i dag, góur- inn." Slðan hvarf hann út i strauminn og gældi sér á ánamarökinum minum. Krókurinn var ber. — Hundspottiö þitt, amlóðinn þinn, hrópaði ég út I vormorgunkyrröina. — Ég gæli ekki viö þig næst. Þá skal eg drepa þig, hengja þig svo upp i reykhús, og éta þig á jólunum. Þetta var auðvitaö ljótt af mér aö segja þetta, —enhvaö átti ég ao segja, maö- urinn, sem var næstum þvl búinn að fara meö faoirvorio áöur en hann renndi. Kg færði mig á annan veiöistaö, aðeins neðar. Þaö heitir Vaðiö. Þar leynist oft lax eða góður urriöi. Urriði er lika fiskur, — já, góöur fiskur, svona i byrjun veiðitimans. Nú skyldi ég ekki hugsa neitt ljótt, ekki einu sinni um greindarvisitölu maðksins. Ég ætlaði ekki einu sinni að hugsa um faðirvoriö, bara aö vera kaldur, svinkaldur og rólegur. Þess vegna settist ég á stein, þegar niður á Vaðið kom. Það vár ágætur hvilusteinn og gott að róa skapið eftir vonbrigöin þarna i Sefinu. Ég tók maðk úr boxinu minu. — Nei, nei, ekkert aö vera aö hugsa til þeirra þarna fyrir sunnan. Þeir mega gleypa alla slna ánamaöka. Ég geri þaö ekki. Takk fyrir. Aransins klaufaskapur meö laxinn i Sefinu. Hann var áreiöanlega tiu — tólf pund, kannski fjórtán. Ekki hugsa um hann. Þú átt að beita, Kristján minn Karl. Beittu tveimur möðkum. Vertu ekkert að spara þá. Þetta var innblástur. Auðvitað beiti ég tveimur möðkum. — Nei, að sjálfsögöu þremur. Þaö gera þeir fyrir sunnan.....Hana nú, skjóta þeir besefar upp kollinum enn. Fari þeir til — Ekki vera oröljótur, gamli minn. Þessir fyrir sunnan eru vlst ágætir og hugsa aldrei ljótt um annaö fólk. Þeir eru Islendingar eins og þu( góðurinn. Eða ertu ekki Islendingur, ha.? — Jú, jú, auðvitað er ég þaö og vil vera,þðtt ég sé danskur I eina ættina og franskur I aðra þá eru hinar ættkvlslir minar íslenzkar, nema þetta Norö- mannablóöið og irska lundernið. Skitt með það. Ég er Islenzkur og meira en þaö. Ég er Bolvikingur. Það er erfitt að vera islenzkari en það, að vera Bol- vfkingur. Og út meö færiö. Ég kastaöi léttu kasti út I miðjan strauminn. Hann sveiflaðist til toppurinn á stöng- inni um leiö og ég kastaði. Og þvi hef Sunnudagsblað Timans s ->' / / ég tekið eftir, að þegar toppurinn svignar I kasti, þá veit það ávallt á gott. Ég fæ hann núna. Hlýt að fá hann. — Jæja.núfæégmérlplpuna mina. Ætti ég heldur að kveikja i vindli? Nei, plpan verður ofan á. Ég næ i pipuna og tóbakspunginn, læt stöngina skorðast viö jörðu og krosslegg fæturna þannig, að hún stendúr uppá endann og fær stuðning af lærum mér. Ég dáist að henni um stund. Mikið er hún falleg, þarna sem hún rls á milli fóta minna beint upp I loftið eins og---------eins og -------------Hana nú, eru nú einhverjar hugrenningssyndir að skjóta upp koll- inum. Burt með þær. Þær eiga ekki heima hér, hér fram I afdal á bezta laxveiöisvæöi Bolvlkinga. Ég slæ pipunni minni við stein, og það hrynur úr henni askan. Ég blæs i hana, og það frussast tóbaksleifar upp úr henni. Ég ræski mig, ósköp hljóð- lega samt, og læt nýtt tóbak i hana, næ I kveikjarann minn og kveiki i henni. Ósköp var þetta nti notalegt að teyga aö sér ferskan reykinn og finna hvernig áhrif hans hrislast út um allan skrokkinn. Hver taug og vefur tekur sinn skammt af nikótin-áhrifum tóbaksreyksins. Velliðanin er óumræðanleg. Hugurinn reikar að kveikjaranum minum.Dásamlegttæki, sem aldrei bregst, nema þegar ég gleymi, aö láta á hann gas, eða nýjan stein. Svo er hann lika gjöf,------gjöf frá----------já, já, látum þaö liggja á milli hluta, annars mundi konan min, kannski fara aö láta sér detta eitthvað ihug.sem---------Æ,æ. Ég hrópa þetta, af þvi aö ég fann svo mikiö til i vinstra lærinu. Ég kippi fótunum i sundur og þá gerðist það. fcg sá stöngina mina, þessa fallegu fiberstöng frá honum Bernódusi I Virkjanum, þeytast lit i hylinn, — og hverfa. Ég stirðnaði allur. Þegar ég kom til sjálfs min aftur stóð ég krossbölv. á bakkanum. Mér varö svo mikið um það, að ósjálfrátt krossaði ég mig að kaþólskum og kristinna manna sið. Ég hafði engar vöflur á, en stakk mér beint á eftir henni i hylinn. Mér ætti svo sem að vera óhætt, gömlum sundkennaran- um. Ég veitti þvi enga athygli, að ég var með pipuna i munninum og kveikjarann i hendinni Hef ég hvorugt slðan séð. Og hvar ég ligg nú þarna i vatninu flugu hugsanir minar vitt um svið, og æfi—hlaup mitt, allt frá þvi ég skildi við minnar móður kvið, til þess- arar stundar, blasti við innri augum minum. En sterkasta hugsunin var þó sú, að ná stönginni, 775 kr. fiberstöng- inni frá honum Bernódusi. Ég kenndi botnsins með öllum llkama minum, greip i eitthvað, sem var gamal- kunnugt, og hélt fast. Ég hnipraði mig saman, og spyrnti i botninn. Ég fann að mig vantaði loft. Mér skaut upp og hrópaði: Ég náði----------og áður en mig varði, var ég kominn i bólakaf aftur. Mig verkjaði i lungun af loftleysi og vöðlurnar minar, sem náðu upp undir hendur, voru orðnar fullar af vatni. Þær héldu mér niðri. Guð almáttugur og heilagur Viborg, (hann var forfaðir minn) hvar eruð þiö nú? — Heldurðu maður, að þeir höfðingjar heyri, þegar ákallandinn er á kafi niðri i „drekkingarhyl" fyrirhyggjuleysisins? Þú ert svo gott sem dauður, Kristán minn Karl, og hafðu það fyrir ágirndina forstokkun- ina og fýsnir þinar. Fýsnir, ekki nema það þó! Eg hélt nú að ekki bæri að hegna mé fyrir þá vessa, sem i Hkamanum eru og voru einu erfðirnar sem ég fekk frá forfeðrum minum. — Jú, ég reykti pipu. Nú.og hvar er hún? Fórhúnekkiiánaog kveikjarinn lika, 535

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.