Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 10
V=2-í frá þvi. Þú kemur þá eftir hádegið. A ég að taka þig? Ég sagði þetta siðasta með þeim hreim, að hann mátti skilja, að ég vildi það siður. — Nei, nei. Ég kem á Saabinum, þegar ég er tilbúinn. — Já þú kemur þá. Sagði ég hressi- legri og af sannfæringu. Ég var þess fullviss, að hann mundi koma. Ég þóttist heyra það á raddblænum. Ég ákvað nú að leggja mig, fram yfir hádegið. Ég lokaði augunum, og ævintýri morgunsins rann eins og á færibandi fyrir hugarsjónum minum. — Liklega hef ég blundað, þvi ég heyrði sjálfan mig hrópa út i stofu- kyrrðina: — Það er lax á færinu! — Það er lax á færinu! — Hvaða óskapa læti eru þetta? heyrði ég sagt rétt við höfðalagið hjá mér. Ég staðhæfi að ég heyrði eitthvað detta og brotna. — Það er naumast að þú fékkst bröndu. Að þú skuiir geta fengið af þér að láta si svona, fullorðinn maðurinn. Sérðu nú bara hvað þú hefur gjört? Lézt mér bregða svo við, að ég missti kristalskæra vatnskönnuna úr höndunum og hún fór i þsuund mola. Ég held að þú ættir nú að hætta þessari veiðidellu, og taka þér eitthvað ærlegra fyrir hendur. Þú ferð alveg á taugum á þessu, maður. Þetta var konan min. Hún hafði verið að vökva blómin og henni hafði brugðið svona við hrópið i mér. Afleiðingin varð sú, sem hér mátti sjá: Allt hornið i- stofunni þakið glerbrot- um. — Hvað er þetta kona. Ég ræð ekki draumförum minum, sagði ég bljúgur og iðrunarfullur. Þegar ég haf ði borðað hádegismatinn 538 dreif ég mig af stað. Ég var I léttu skapi þrátt fyrir ófarir minar um morguninn, — nema þetta með könnuna. Það var nú meira óstandið. Ætli það hafi verið fyrirboði? Þvi gæti ég bezt trúað. Það fór um mig ónota- legur kuldahrollur við tilhugsunina Ef það hefur verið fyrirboði, þá er vist að ég fæ ekki bröndu það, sem eftir er dagsins. Það þyrmdi yfir mig. Það var eins og það drægi úr mér allan mátt og áhuginn dvinaði. Ef áhuginn er ekki vakandi, er veiðivonin glötuð. — Grána min lallaði ósköp letilega fram veginn, upp með Ósnum og skilaði mér fram i Vatnsnes eftir óra- tlma, fannst mér. Ég lagði bilnum og hélt svo af stað fram að kofa. Skelfing var ég ónógur sjálfum mér. — Vöðlurnar voru orðnar þurrar og þvi ekkert til f yrirstöðu að láta þær skýla mér i vosbúðarsvalli árinnar. Ég fór þvi i þær og lallaði svo niður að sefinu. Jú, ekki bar á öðru, hann var þarna enn, lónaði út við strauminn og lét hann vagga sér til og frá svo að glitti i skjannahvitan kviðinn á honum. Þarna lyfti hann sér eftir flugu, lét sig siga I hylinn likt og selur i sæ. Ég náði i maðkaboxið mitt og beitti fjórum, silspikuðum möðkum. Mikið var þetta falleg beita. Ég þóttist þess fullviss, að ef ég væri lax, þá stæðist ég ekki þessa freistingu. Þetta er nú eitt- hvað annað eh þessi mýfluguræksni, sem hann var að sækjast eftir rétt áðan. Nú hófst sami leikurinn og um morguninn, hann át alltaf beituna af, hvernig svo sem ég reyndi að tæla hann á krókinn. Það er ekki að orð- lengja það, að þarna var ég að reyna við kauða þangað til klukkan var að verða fimm. Þarna gafst ég upp enda orðinn kaffi þurfi. Ég lallaði út i móa og fór að drekka kaffið. Mig furðaði mest á þvk, að Gunnar minn Júl skyldi ekki vera kominn. Einhverjar PeIj*j ingar lutu að þvi hvort eitthvað he komiðfyrir hann. Það vantaði ekW> hugsana-heimur minn málaði doK myndir um það hvernig ásigkomuj JS frænda mins væri nú háttað. Auðvi væri hann nú limlestur eða ]ai" , trkki dauður. Hver gat sagt um það: c'" brusa- hann ég. sitjandi hér fram i at þambandi kaffi úr 2ja lítra Ef frændi minn væri nú limlestur jafnvel dauður, fannst mér endileg3 ég yrði að sýna minningu hans hverja hluttekningu frændseminn .' — og það kom kökkur I hálsinn á ^1 rétt eins og ég ætlaði að fara að bT^.tt^,a músum, en auðvitað ætlaði ég aðlJ við kaffið mitt fyrst og grát_a ség minningu frænda mins .Rétt i þvl a -^ var að ljúka við siðasta sopann jj geyminum, birtist Gunnar iræ vr minn, lfkt og hann hefði sprottið upP jörðinni. jj — Ertu búinn að fiska mikið, irænk){j segir hann. Hann hefur vist athugað vel ásjónuna á honum m r„t bróður sinum, hann Gunnar Jú'- n maðurinn ekki séð, hvað svipur m var fýldur. Menn athuga ekki aV -r kringumstæðurnar vel, aður en P tala. Ónei. a — Fiskað. hu. Ekki kvikindi. n^ þessa lækjarlontu, sem var nærn _ að drepa mig i morgun, og var völ þvi, að konan min mölbraut uppan könnuna sina. Nú, og með þvi að ég var iarin(nalT! tala, þá gat ég alveg eins haldið á'r nfí iifl aö og áður en ég vissi af, var ég búin sleppa út úr mér allri frægðarsóg um viðureignina um morguninn- ,. hann Hann var góður áheyrandi, Gunnar Júl. Akaflega er það WQg munandi, hvernig menn hlusta hvernig maður finnur hluttekning .^ sem streymir á milli þess, sem s frá og hins, sem hlustar. Góður h Sunnudagsblað T ímanS

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.