Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 14
Þetta málverk er mjög táknrænt fyrir liststil þann, sem Matthea temur sér helzt í seinni tlð. Svanir hefja sig til flugs — málverk eftir Mattheu. Þetta málverk var á evrópskri listsýningu I Belglu á vegum Evrópuráðsins og hlaut þar bronzverðlaun, eins og getið er um I viðtalinu. 542 — Vinnur þú myndir þinar út frá sérstökum áhrifum? — Á þvi er enginn vafi, að rétt umhverfi hlýtur að hafa heppileg áhrif til listsköpunar. Það er unaðslegt, að geta horfið til nátturunnar til. þess að finna hinn rétta tón fyrir það verk, sem i sköpun er. Það mætti kannski segja, að hvergi kæmist maðurinn nær guði, en i kyrrlátu og fögru umhverfi okkar fagra lands. — Hefur þú hlotið listamannalaun? — Nei, listamannalaun hef ég ekki hlotið, og er mér ekkert kappsmál að fá þau, nema af vera kynni sem listfræðilega viðurkenningu, ef hægt er aðlita á þau sem slik. — En þú hefur hlotið verðlaun fyrir verk þin erlendis? — Já»ég hef tvisvar átt verk á sýningum evrópskra máiara i Oostende i Belgiu, en þær voru haldnar að tilhlutan Evrópuráðsins. 1 fyrra skiptið 1969 og hið siðara 1971 — og hlaut ég bronzverðlaun fyrir verk min i bæði skiptm- Sýningar voru haldnar i mikilli listahöll, sem er i miðborg Qostende, en hún er á stærð við Reykjavik og mjög mik1* ferðamannaborg. Voru sýningarnar i rauninni tviþættar. * fyrsta lagi var sýning, þar sem eingöngu verðlaunaverkum var komið upp, og voru þar 70-80 verk eftir jafn marga lista- mann. A þessum sýningum átti ég verk i bæði skiptin. I öðru lagi var sýning, þar sem sömu aðilaráttu verk,auk margra annarra listamanna, er ekki höfðu hlotið sérstaka viður- kenningu. A fyrri sýningunni 1969 áttu þarna verk 541 aðih frá 15 löndum, en 1971 598 listamenn frá 14 löndum. En rétt til þátttöku hafði aðeins listafólk búsett i aðildarlöndum Evrópuráðsins. Ég tek fram, ef einhver kynni að hafa áhuga á sliku, að sýning sem þessi var fyrst haldin 196*, siðan 1964 -1966 - 1969 - og 1971 og kallast á ensku „Europe prize for painting." I sambandi við sýningarnar, voru gefnar út veglegar sýningarskrár, fyrir verðlaunaverk, ásamt mynd af hoi- undihverrar myndar, ogsvosérskrá yfir sýningu II. — Fannst þér ekki uppörvandi að hljóta þessar viður- kenningar? — Jii, vissulega»það. Þó fannst mér ekki aðalatriðið að f» þessi verðlaun hitt var miklu meira virði, að þekktir sér- fræðingar i listum fjölluðu um verkin. En ef til vili er Þ° mest um vert fyrir mig persínulega, að sumir þessara manna hafa sýnt áhuga á þvi að fá að fylgjast með þvl' hvernig mér vegnar á listabrautinnihér heima. Einn i dómnefnd sýningarinnar var Emile Langui, en hann er forseti listaakademiunnar i Br'ússel og hefur starfað mikið m.a. að útgáfu listaverkabóka, einnig hefur hann starfað fyrir The Modern Art i New York, en hann er belgiskur. hann afhenti verðlaunin á báðum sýningunum með aðstoð nokkurra. sem i dómnefnd voru. Verðlauna- afhendingin var mjög hatiðleg stund, og var sjónvarpaö beint frá henni. — '¦_¦.• Eitthvað sérstakt að lokum, sem þú vildir seg]a> Matthea? — Já. reyndar. Eg á mér ósk. Eins og þú sérð er autt óræktar-svæði ogi skammarlegri vanhirðu hérna fyrlf framan húsið hjá okkur. Þar finnst mér að ætti að setja upP eitt af allra stærstu tröllunum hans Asmundar Sveins- sonar. Ef þetta svæði væri gert að snyrtilegri grasflöt g*11 það bókstaflega kallað á gott listaverk. Það er sorgleg staðreynd. að óviða er verkum þessa meistara komið fyrir á nógu veglegum stöðum. Það er nú eini sinni svo, að • skipulagiborga þarf að gera ráð fyrir auðum svæðum, Þar semm.a stórarhöggmyndir geta notiðsin. Það er von min aðforystu-menn borgarmála athugi þessa hugmynd. Við þurfum lika á sliku trölli að halda til að vaka yfir borginni okkar. Finhverjum. sem aldrei blundar, en slik tröll eru táknrænar verndarverur ogþvihluti af okkar þjóðarsál. R $] Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.