Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 14
— Vinnur þú myndir þinar út frá sérstökum áhrifum? — Á þvi er enginn vafi, að rétt umhverfi hlýtur að hafa heppileg áhrif til listsköpunar. Það er unaðslegt, að geta horfið til náttúrunnar til. þess að finna hinn rétta tón fyr*r það verk, sem i sköpun er. Það mætti kannski segja, að hvergi kæmist maðurinn nær guði, en i kyrrlátu og fögrú umhverfi okkar fagra lands. — Hefur þú hlotið listamannalaun? — Nei, listamannalaun hef ég ekki hlotið, og er mér ekkert kappsmál að fá þau, nema af vera kynni sem listfræðilega viðurkenningu, ef hægt er að lita á þau sem slik. — En þú hefur hlotið verðlaun fyrir verk þin erlendis? — Já»ég hef tvisvar átt verk á sýningum evrópskra málara i Oostende i Belgiu, en þær voru haldnar að tilhlutan Evrópuráðsins. 1 fyrra skiptið 1969 og hið siðara 1971 — °g hlaut ég bronzverðlaun fyrir verk min i bæði skipbn- Sýningar voru haldnar i mikilli listahöll, sem er i miðborg Qostende, en hún er á stærð við Reykjavik og mjög mik1* ferðamannaborg. Voru sýningarnar i rauninni tviþættar. 1 fyrsta lagi var sýning, þar sem eingöngu verðlaunaverkum var komið upp, og voru þar 70-80 verk eftir jafn marga lista- mann. A þessum sýningum átti ég verk i bæði skiptin. I öðru lagi var sýning, þar sem sömu aðilar áttu verk, auk margra annarra listamanna, er ekki höfðu hlotið sérstaka viöur- kenningu. Á fyrri sýningunni 1969 áttu þarna verk 541 aðih frá 15 löndum, en 1971 598 listamenn frá 14 löndum. En rétt til þátttöku hafði aðeins listafólk búsett i aðildarlöndum Evrópuráðsins. Ég tek fram, ef einhver kynni að hafa áhuga á sliku, að sýning sem þessi var fyrst haldin 1962, siðan 1964 - 1966 - 1969 - og 1971 og kallast á ensku „Europe prize for painting.” 1 sambandi við sýningarnar, voru gefnar út veglegar sýningarskrár, fyrir verðlaunaverk, ásamt mynd af höf- undi hverrar myndar, og svo sérskrá yfir sýningu II. — Fannst þér ekki uppörvandi að hljóta þessar viður- kenningar? — Jú, vissulega*það. Þó fannst mér ekki aðalatriðið að fá þessi verðlaun hitt var miklu meira virði, að þekktir sér- fræðingar i listum fjölluðu um verkin. En ef til vill er Þ° mest um vert fyrir mig persénulega, að sumir þessara manna hafa sýnt áhuga á þvi að fá að fylgjast með þvl> hvernig mér vegnar á listabrautinni hér heima. Einn i dómnefnd sýningarinnar var Emile Langui, en hann er forseti listaakademiunnar i Briissel og hefur starfað mikið m.a. að útgáfu listaverkabóka, einnig hefur hann starfað fyrir The Modern Art i New York, en hann er belgiskur. hann afhenti verðlaunin á báðum sýningunum með aðstoð nokkurra, sem i dómnefnd voru. Verðlauna- afhendingin var mjög hatiðleg stund, og var sjónvarpao beint frá henni. — Eitthvað sérstakt að lokum, sem þú vildir segJa> Matthea? — Já. reyndar. Eg á mér ósk. Eins og þú sérð er aut óræktar-svæði og; skammarlegri vanhirðu hérna fýrir framan húsiðhjá okkur. Þar finnst mér aö ætti að setja upP eitt af allra stærstu tröllunum hans Ásmundar Sveins- sonar. Ef þetta svæði væri gert að snyrtilegri grasflöt gætl það bókstaflega kallað á gott listaverk. Það er sorgleg staðreynd, að óviða er verkum þessa meistara komið fýrir á nógu veglegum stöðum. Það er nú eini sinni svo, að 1 skipulagi borga þarf að gera ráð fyrir auðum svæðum. Þar semm.a stórar höggmyndir geta notið sin. Það er von min aðforystu-menn borgarmála athugi þessa hugmynd. Við þurfum lika á sliku trölli að halda til að vaka yfir borginni okkar. Finhverjum. sem aldrei blundar. en slik tröll eru táknrænar verndarverur og þvi hluti af okkar þjóðarsál. .K.G- Þetta málverk er mjög táknrænt fyrir liststil þann, sem Matthea temur sér helzt i seinni tið. Þetta málverk var á evrópskri listsýningu i Belgiu á vegum Evrópuráðsins og hlaut þar bronzverðlaun, eins og getið cr um i viðtalinu. Svanir hefja sig til fiugs — málverk eftir Mattheu. 542 Sunnudagsblaö Tíman5

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.