Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 15
Sumardagar
Framhald af bls. 539
glitraði af honum ljósbrotið rétt eins
°g geislabaugur um höfuð helgra
b'anna. Þetta hlaut að vera heilagur
fiskur, — og þá mátti ekki éta hann.
kað étur enginn heilagleikann.
Nú kom Gunnar yfir aftur, og var
'axinn á. Við sáum boðaföllin frá hon-
um. Þarna sló hann sporðinum upp úr
Vatninu. Þvilikur sporður, maður.
—- Ögurleg skepna er þetta, frændi,
heyrði ég sjálfan mig segja. — Held-
urðu að þetta sé virkilega lax, en ekki
einhver umskiptingur? Mér kom
geislabaugurinn i hug, en hafði ekki
úppburð i mér að segja honum frá
fyrirbærinu, af ótta við að frændi minn
mundi hlæja að mér og gera svo gabb
að mér á eftir.
Ég held að frændi minn hafi ekki
heyrt það, sem ég sagði þvi hann anz-
aði engu upp á það.
— Hana, fari það nú i sjóðandi, heit-
asta h......,” sagði blessuninn hann
ir®ndi minn um leið og hann dró örlit-
mn enda inn á hjólið. — Hann er farinn
— Blessaður vertu, það var enginn
sdknuður af honum frændi minn góður
sagði ég allhress i bragði og reyndi að
ata hann ekki heyra feginleikann i
röddinni. Hann hefði annars átt það til,
^ann Gunnar minn, að fara að spyrja
'ú'g spjörunum út, og þá hefði ég
gloprað út úr mér þessu með heilag-
'eikann, og frændi minn hefði gjört
adðulegt gabb að mér. Það vildi ég
ekki.
Við settumst niður i móana við ána
°g spjölluðum litla stund, um hvað
|Uan ég ekki lengur. — Ég hafði orð á
Pvi. að nú færi að liða að kvöldmat, og
ráð væri að leggja „letingja” yfir
tTlatartimann. Frændi minn kvaðst
ekkert fara i mat. Fannst mér hann
vera innvortis reiður.
Eg tók stöngina mina og lallaði með
hana fram að ,,kofa” setti á hana
UjGan taum, flotholt og krækju, beitti,
osvo fram, kastaðieins langtfram og
§ gat, fór svo i land, setti stöngina
asta og hélt svo að bilnum minum.
Blessunin hún Grána min beið min
vygglynd og þolinmóð, eins og svo oft
”Ur, og ég gældi við hana.
Vegna þess hve stóru hlutverki
rána min hefur gegnt i veiðiferðum
^utnum á hún það skilið að henni séu
ynd viðeigandi vinahót. — — —
g borðaði nú lyst mina og hélt svo
Jötlega fram að vatni aftur. Þegar
púgað kom, fór ég að svipast um eftir
vr*nda minum. Sá ég brátt.hvar hann
ar hinn rólegasti við Laxasteininn,
nmitt þar, sem viö misstum laxinn
^tttinudagsblaö Tímans
fyrir stundu. Ég gekk til hans. Nú það
er svona. Frændi minn er i vigahug,
enda gutlaði á eitthvað silfrað út i ánni
fram af honum. — Þarna kom maður
fram móana. Þegar hann kom nær,
lyfti ég upp annarri hendi til merkis
um, að hér skyldi ganga hljótt um.
Skildi komumaður bendingu mina, og
læddist ósköp hæglátlega til min.
Þarna var kominn Matthias, tengda-
sonur Gunnars frænda mins. Við færð-
um okkur hljóðlega nær. Mátti þá
merkja þessa sérstöku einbeitni i svip
Gunnars einbeitni sem ég hef ekki
orðið var við hjá öðrum veiðimönnum,
er ég hef átt að veiðifélögum. Þessi
einbeitnier blönduð sérstakri festu, en
um leið ljómun, — rétt eins og maður
getur imyndað sér svipbrigði fiski-
mannanna á Geneseretvatni á dögum
lærisveinanna. Þessi einbeitni er
heilög rósemd þess, er trúir, en veit
þó að karlmennsku þarf til. —
— Ertu búinn að vera lengi með
hann, frændi, áræddi ég að segja,
hvislaði öllu heldur.
— Svona hálftima, heyrðist mér
hann svara.
— Viltu ekki koma honum nær? Ég
er með háfinn, sagði ég ósköp undir-
gefinn.
— Farðu með fjandans háfinn,
hraut út úr frænda minum.
Nú, hann stendur norð-vestan i bólið
hans, hugsaði ég með mér. Það er bezt
að hypja sig burt, enda átti ég erindi
fram að kofa að vitja um „letingj-
ann” minn. Voru þeir þvi tveir eftir,
tengdafeðgarnir.
Eitthvert tóm var i huga minum
þennan spöl að stönginni, þvi ekki
minnist ég neinna frjósamra hug-
mynda frá þeirri leið.
Skelfing var að sjá .hvernig stöngin
min himdi þarna, sem hún stóð upp á
endann, skorðuð við stein. Hún minnti
á biðukollu, sem misst hefur biðuhárin
út i veður og vind. Hvernig mátti svo
sem annað vera, þegar hún var búin að
missa bæði lax og linu?
Nei, það var ekki von á góðu. Það
hæddu allir fiskar hana.
Ég gat ómögulega fengið það af mér
að láta hana liggja svona. Hún átti
ekki að mér slfkt tillitsleysi. Ég tók
hana þvi upp og vatt inn linuna. Beitan
var hreyfð, aðeins hreinni af þvi að
liggja i vatninu.
Ég fór ekki óðslega að neinu. Ég
fann að veiðilán mitt var þrotið.
Reyndar vissi ég, að það var löngu
þrotið. Ég vissi það i dag, þegar ég sá
glerbrotin i stofuhorninu heima. Það
er alltaf ógæfa að brjóta gler, ekki sizt,
þegar það er uppháldsgripur kon
unnar manns.
Ég tók þessu mótlæti með stóiskri
ró, fann pipuna mina, sem ég fékk mér
i stað þeirrar, er ég missti i ána, sló úr
henni hálfbrunnið tóbakið, fyllti hana
að nýju, kveikti i henni og lét timann
liða án nokkurs takmarks. Þegar ég
leit á klukkuna, var hún langt gengin
tiu.
— Þú getur alveg eins lallað til hans
frænda þins, Kristján minn Karl, eins
og legið hér i leti aðgerðarleysisins,
heyrði ég innri rödd mina segja. Ég fór
að þvi ráði, tók stöngina mina og lapp-
aðist af stað.
Þarna sé ég Matthias bera við gull-
búinn kvöldhimininn. Hann var með
litla barnastöng i höndunum. t spotta
fram úr stönginni hékk spúnn, glitr-
andi fagur og girnilegur. Frændi minn
sneri frá ánni. Ég sá ekki betur en
hann lyppaðist niður á bakkann. Kast-
aði hann ekki frá sér stönginni, mað-
urinn? — Og þarna þreif hann til ein-
hvers. — Hann hefur verið að landa
honum, hugsaði ég með mér.
— Er hann stór, frændi? kallaði ég
til hans. Ég fékk ekkert svar, enda
ekki við að búast, — árniðurinn kæfði
rödd mina. Þarna lamdi frændi minn
eitthvað. Nú hefur hann verið að rota
hann. — Nei, þetta voru ekki aðgerðir
fagnandi veiðimanns. Ég sá það núna.
Þetta voru nistandi vonbrigði, hel-
kaldur napurleikinn. Hann hefur misst
hann. Napurleikinn hrislaðist i
hverjum andlitsdrætti og hreyfingar
handanna voru andsvör andstreymis-
ins, sem bitnuðu á móður jörð.
Matthias kastaði og glitfagur spúnn-
inn þaut hljóðlaust út i ána. Þetta var
kast án markmiðs, en það var hlut-
tekning i þessu kasti, samúð, vegna
andstreymis vonsvikins manns.
Ég var kominn til þeirra. Sagði ekki
neitt. Samúð min iá i þögninni, sam-
einaðist kvöldkyrrðinni, sem rikti um-
hverfis okkur Qg niður árinnar virtist
hljóðna. Það var eins og i þvi lægi viss
játning um sök.
Matthias dró færið til sin. Spúnninn
kom i ljós, jafn spegilfagur og áður en
honum var kastað, kannski aðeins
meira glampandi vegna vætunnar. En
hvað var þetta? Nú, ekki annað en
vatnagróður, sem krækzt hafði á þri-
krækjuna. Jú, það var eitthvap meira,
einhver flækja. Matthias tók i þessa
flækju og fann að henni fylgdi einhver
þungi. Hann dró flækjuna til sin með
rólegum en ákveðnum handtökum.
Þaö strengdist á, en aðeins um stund.
Svo var jafn létt að draga sem áður, —
aðeins viðnám. Matthias dró með
sama jafnaðargeðinu, en þó.---------
Það speglaðist einhver eftirvænting i
svip hans, en rósemi hugans var sú
sama. Þá var það, sem ég heyrði
frænda minn segja eitthvað fljótt.
543