Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Blaðsíða 9
 ^ Auövitað var ég ekki frýnilegur ásýndum, barinn og blóðugur i framan vaðlafullur af vatni og linan min sjálf- sagt i'flækju. Fyrst varð mér fyrir að fara úr vöðlunum og losa mig við vatnið úr þeim. Auðvitað fylgdu hosurnar og sokkarnir með. Ég hellti nú vatninu úr þeim, vatt sokka og hosur og fór so að klæðast að nýju. Ef belssuð vorsólin, heið og hlý, hefði ekki verið, mundi ég áreiðanlega hafa gengið á vit feðra mina af vosbúð og kulda og þá hefðu þessir þættir aldrei verið skrifaðir, og þar með hefði orðið stórt skarð fyrir skildi i islenzkum bókmenntum. Ég tók nú stöngina mina og fór aö vinda linuna upp á hjólið. Þótt furðu- legt megi virðast kom hún greið inn á hjólið og ekki svo mikið sem marin á einum né öðrum stað. Tók ég nú veiðidótið mitt saman og hélt upp að kofa, breiddi þar úr vöðl- unum á móti sólu. Þar skyldu þær þorna á meðan ég skryppi heim. Ég tók laxinn minn og hélt af stað áleiðis að bilnum minum. Heimferðin gekk vel. Laxinn var veginn og mældur og reyndist ekki þyngri en rúm fimm pund. — Konan min vó hann á eldhús- vogina sina. — Nei, góða min. Fimm punda lax verður ekk fullorðnum karlmanni þvi nær að bana. — Hann er nú lika rúm fimm pund, Kristján minn Karl, sagði hún svona dálitiö útundan sér. Það var einhver Sunnudagsblað Timans broddur i þessu, — rétt eins og það mætti lesa úr orðunum að stærri þyrfti nú laxinn ekki að vera til þess aö ráða niðurlögum minum. Það skal aldrei spyrjast. Ég seildist i úlpuvasa minn, náði þar i þrjár eða fjórar blýsökkur, sem ég geymdi þar, og laumaði þeim upp i ginið á drjóla, svo að litið bar á. — Vigtaðuhann aftur góða, sagði ég svo ósköp bljúgur. — Hvað er þetta? Trúirðu mér ekki, maður? Hann er fimm pund og rum- lega þaði Þú verður að sætta þig við að geta ekki staðið af þér fimm punda lax.( Hana nú, þarna fékkstu nú gusuna Kristján minn Karl. Þetta áttirðu skilið fyrir að ætla þér aö leika á sjálfa konuna þina og reyndar óflekkaða persónu sjálfs þins lika. — Æ, þú gerir þaö nú fyrir mig, góða min, að vigta laxinn aftur, bað ég undirgefinn og bljúgur. — Jæja, komdu þá með hann, og það var enginn hlýleiki i röddinni, heldur vottaði fyrir þykkju vegna tortryggni minnar. — Hvaö er þetta, hálfhrópaði konan min. — Mikil undraskepna er þetta. Heldur áfram að þyngjast þótt stein- dauður 'sé. Það er ekki um að villast, hann hefur þyngzt um pund sfðan áðan. Þú gjörir svo vel og ferð burt með hann úr minum húsum, — og það á stundinni. Ég skal rétt láta þig vita, Kristján Karl, að ég kæri mig ekki um að liita hann sprengja husiö utan af okkur, en þaö gerir hann, ef hann heldur áfram að þyngjast svona. — Sex pund skal hann vera, sagöi ég, og var dulin hreykni I röddinni. Það var miklu meiri fróun f því að veröa undir sex punda laxi en fimm. — Ég greip laxinn af eldhúsvoginni, laumaðist upp i ginið á honum og hirti sökkurnar minar og stakk þeim I vasa minn aftur. Þær voru búnar að gera sitt gagn. Konan færði mér hrein og þurr föt að fara I. Þegar þeirri athöfn var lokið, fór ég aö brjóta heilann um það, að ekki væri hollt fyrir mig að vera einn aö veiðinni. Þaö sýndi hin napra reynsla mér um morguninn. Akvað ég þvi að reyna að verða mér úti um „meöveiðimann". Kom mér þá I hug Gunnar Júl. frændi minn. Þannig stóö á fyrir honum, að það hefði veriö krukkaö i tábergsvóðvunum á öðrum fæti hans, svo aö hann var haltur og hálf skakkur eins og ég. Þvl hæföi það vel, að við værum saman. Ég hringdi þvl I frænda minn. — Heyrðu frændi, hefurðu lyst, sagði ég formálalaust. — Já, auðvitað hef ég lyst. Hefurðu fengiðnokkuð?, sagöi hann. Þaö þurfti ekki að stafa það fyrir hann ~ ¦-.-"•, Gunnar minn Júl. Hann er fljótur aö átta sig á hlutunum. — Einn fimm, — nei, sex punda, tók ég mig á undir eins. — Segi þér seinna 537

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.