Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Síða 3
Við vildiuri virða maimhelgina Rætt við séra Jón Guðnason, fyrrum skjalavörð Elztu prestvigðir menn, sem nú eru á lifi hér á landi, tóku embættispróf i guðfræði vorið 1915. Það eru þeir séra Jósef Jónsson frá Setbergi og séra Jón Guðnason frá Prestbakka. Annan þessara manna, — séra Jón Guðnason — heimsótti ég fyrir nokkru i þeirri von, að af þvi gæti sprottið læsilegt greinarkorn fyrir lesendur Sunnu- dagsblaðsins. Það er að verða hver siðastur að hafa sagnir af þeim mönn- um, sem voru i Háskólanum á fyrstu árum hans. Séra Jón Guðnason er raunar mað- ur, sem ekki þarf sérstaklega að kynna. Flestir þekkja hann sem fræði- mann. Hann hefur tekið saman bækur um Stranda- og Dalamenn og hann hefur unnið við æviskrár bókmennta- félagsins. Þar tók hann við starfi Páls Eggerts Ólasonar, þegar hann þraut. Og nú er i prentun nýtt bindi af ævi- skránum.þar sem eru ýmsir, sem ekki eru i fyrri bindum, en ástæða þykir til að væru þar, og ennfremur menn, sem létust á árunum 1951-1965. Auk þess hefur séra Jón Guðnason búið til prentunar bækur eins og ævisögu sr. Friðriks Eggerz —- Úr fylgsnum fyrri aldar — og fleiri sagnfræðileg rit. En séra Jón Guðnason er meira en fræðimaður. Það er sjálfsagt ofætlun að hugsa sér að draga upp i einni smá- grein mynd af þvi,hver maðurinn er og hvers vegna hann varð sá, sem hann er. En vonandi tekst þó að ná hér ein- hverju, sem vera má þvi til skýringar. Og þvi kemur hér litill útdráttur úr þvi, sem hann sagði mér: Ég er fæddur 12. júli 1889 á Óspaks- stöðum i Hrútafirði, en Óspaksstaðir eru nú sá bær Húnavatnssýslu, sem næstur er sýslumörkunum að vestan. Foreldrar minir voru Guðni Einarsson bóndi á Valdasteinsstöðum og Guðrún Jónssdóttir bónda i Hvituhlið i Bitru. Sóknarpresturinn var þá Páll Ólafsson á Prestsbakka, sem siðar var lengi i Vatnsfirði, en það var samt sr. Þor- valdur á Melstað, sem skirði mig, þvi að séra Páll var þá á Alþingi. Faðir minn var bókamaður og fékkst við barnakennslu. Ég lærði ungur að lesa og fékk snemma áhuga á þjóðmálum. Faðir minn var heima- stjórnarmaður, en það var samt ekki hann heldur kaupamaður, sem var heima, er ég var á tiunda ári, sem gerði mig vitlausan i pólitik. Hann hét Guðmundur Björnssop, siðar kaup- maður i Sandgerði og loks i Reykja- vik. Þegar séra Eirikur Gislason, sem kom að Prestsbakka, eftir að sr. Páll fór þaðan, kom fyrst að húsvitja, sagði mamma við hann, að það væri kannski eins gott að spyrja mig út úr um þing- mennina. Hann spurði mig þá,hverjir væru þingmenn Húnvetninga, og þeg- ar þvi var svarað, hverjir hefðu verið á undan þeim o.s.frv. Ég gat rakið það jafnlangt og hann vissi. Auk þeirrar barnafræðslu, sem ég fékk heima, var ég um tima i skóla á Melum. Jósef á Melum fékk heimilis- kennara til að kenna börnum sinum og fleiri nutu góðs af þvi, og .ég var einn af þeim. Kennari minn þar var Oddný Finnsdóttir frá Kjörseyri. Tima úr öðrum vetri naut ég barnafræðslu á Þóroddsstöðum. Kennari þar var Jó- hanna Þórdis Jónsdóttir. Bernska min mótaðist af þjóðlegri alþýðumenningu og kynnum við fólk, sem unni bókum og virti þær mikils og langaði til að vita meira en tækifæri voru til. Séra Jón Guðnason Sunnudagsblað Timans 75

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.